Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. janúar 2014 15:30 Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. Miðlar 365 hafa á undanförnum vikum unnið að fréttaskýringu um flugslysið og birtist fyrsti hluti umfjöllunarinnar í Fréttablaðinu í dag. Annar hluti birtist síðan í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Þegar TF-MYX vél Mýflugs fórst á Hlíðarfjallsvegi hinn 5. ágúst sl. létust flugstjórinn Páll Steindór Steindórsson og sjúkraflutningamaðurinn Pétur Róbert Tryggvason. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn Axel Albert Jensen.Fullyrt að vélin hafi misst hæð Þegar TF-MYX var skammt frá Akureyrarflugvelli á slysdegi sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt. Rannsóknarnefnd Samgönguslysa sendi frá sér þessa bráðabirgðaskýrslu hinn 5. október sl. um slysið á Hlíðarfjallsvegi. Þar segir að þegar flugvélin hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún misst hæð. Sagan af slysinu hefur hins vegar aldrei verið fyllilega sögð. Í fréttaskýringu um málið í kvöld verður farið ofan í saumana á því hvort það standist að vélin hafi misst hæð í ljósi þess hvernig vélin flýgur að brautinni, eins og sést í myndbandinu. Vegna aðstandenda þeirra sem létust þykir málið viðkvæmt og hafði fréttastofan samband við aðstandendur til að upplýsa þá um birtingu myndbandsins áður. Fréttastofa 365 telur að brýnir almannahagsmunir mæli með birtingu myndbandsins af nokkrum ástæðum. Í fyrsta lagi verði að upplýsa um nákvæmlega hvað gerðist þegar TF-MYX brotlenti við Hlíðarfjallsveg til að draga af því lærdóm. Í öðru lagi er rannsóknarnefnd samgönguslysa opinber nefnd sem fjármögnuð er með skattfé. Í þriðja lagi annast fyrirtækið Mýflug sjúkraflug á grundvelli opinbers samnings að undangengnu útboði. Kostnaður vegna sjúkraflugsins á grundvelli þessa samnings greiðist úr ríkissjóði. Fréttastofan telur að umfjöllun um flugslysið við Hlíðarfjallsveg sé innlegg í umræðu um rannsókn á flugslysum á Íslandi og starfsháttum þeirra sem annast sjúkraflug á grundvelli opinbers samnings. Af þessum sökum eigi birting myndbandsins og önnur umfjöllun um málið brýnt erindi við almenning. Fréttaskýring um slysið við Hlíðarfjallsveg verður í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld strax að loknum fréttum. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Könnun Mýflugs: „Ekkert ábótavant sem þarf að bregðast við“ "Við getum ekki rannsakað flugslys. Við höfum enga þekkingu til að gera slíkt og svo sem ekki trúverðugur aðili til þess heldur,“ segir flugöryggisfulltrúi Mýflugs. 6. janúar 2014 13:44 „Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15 Ályktanir rannsóknarnefndar stangast á við framburð vitna Lögmaður barna Péturs Tryggvasonar sjúkraflutningamannsins sem lést í flugslysinu í Hlíðarfjalli, segir nú til vandlegrar skoðunar að óska opinberrar rannsóknar á brotlendingunni og tildrögum hennar. 6. janúar 2014 09:17 Vilja rannsókn á Hlíðarfjallsslysinu Bróðir sjúkraflutningamanns sem fórst er sjúkraflugvél brotlenti á kappakstursbraut á Akureyri í ágúst hyggst krefjast opinberrar rannsóknar á slysinu. Flugstjórinn lést einnig í slysinu en aðstoðarflugmaðurinn, sem varaði hann við því að flogið væri allt 6. janúar 2014 07:00 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Sjá meira
Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. Miðlar 365 hafa á undanförnum vikum unnið að fréttaskýringu um flugslysið og birtist fyrsti hluti umfjöllunarinnar í Fréttablaðinu í dag. Annar hluti birtist síðan í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Þegar TF-MYX vél Mýflugs fórst á Hlíðarfjallsvegi hinn 5. ágúst sl. létust flugstjórinn Páll Steindór Steindórsson og sjúkraflutningamaðurinn Pétur Róbert Tryggvason. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn Axel Albert Jensen.Fullyrt að vélin hafi misst hæð Þegar TF-MYX var skammt frá Akureyrarflugvelli á slysdegi sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt. Rannsóknarnefnd Samgönguslysa sendi frá sér þessa bráðabirgðaskýrslu hinn 5. október sl. um slysið á Hlíðarfjallsvegi. Þar segir að þegar flugvélin hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún misst hæð. Sagan af slysinu hefur hins vegar aldrei verið fyllilega sögð. Í fréttaskýringu um málið í kvöld verður farið ofan í saumana á því hvort það standist að vélin hafi misst hæð í ljósi þess hvernig vélin flýgur að brautinni, eins og sést í myndbandinu. Vegna aðstandenda þeirra sem létust þykir málið viðkvæmt og hafði fréttastofan samband við aðstandendur til að upplýsa þá um birtingu myndbandsins áður. Fréttastofa 365 telur að brýnir almannahagsmunir mæli með birtingu myndbandsins af nokkrum ástæðum. Í fyrsta lagi verði að upplýsa um nákvæmlega hvað gerðist þegar TF-MYX brotlenti við Hlíðarfjallsveg til að draga af því lærdóm. Í öðru lagi er rannsóknarnefnd samgönguslysa opinber nefnd sem fjármögnuð er með skattfé. Í þriðja lagi annast fyrirtækið Mýflug sjúkraflug á grundvelli opinbers samnings að undangengnu útboði. Kostnaður vegna sjúkraflugsins á grundvelli þessa samnings greiðist úr ríkissjóði. Fréttastofan telur að umfjöllun um flugslysið við Hlíðarfjallsveg sé innlegg í umræðu um rannsókn á flugslysum á Íslandi og starfsháttum þeirra sem annast sjúkraflug á grundvelli opinbers samnings. Af þessum sökum eigi birting myndbandsins og önnur umfjöllun um málið brýnt erindi við almenning. Fréttaskýring um slysið við Hlíðarfjallsveg verður í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld strax að loknum fréttum.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Könnun Mýflugs: „Ekkert ábótavant sem þarf að bregðast við“ "Við getum ekki rannsakað flugslys. Við höfum enga þekkingu til að gera slíkt og svo sem ekki trúverðugur aðili til þess heldur,“ segir flugöryggisfulltrúi Mýflugs. 6. janúar 2014 13:44 „Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15 Ályktanir rannsóknarnefndar stangast á við framburð vitna Lögmaður barna Péturs Tryggvasonar sjúkraflutningamannsins sem lést í flugslysinu í Hlíðarfjalli, segir nú til vandlegrar skoðunar að óska opinberrar rannsóknar á brotlendingunni og tildrögum hennar. 6. janúar 2014 09:17 Vilja rannsókn á Hlíðarfjallsslysinu Bróðir sjúkraflutningamanns sem fórst er sjúkraflugvél brotlenti á kappakstursbraut á Akureyri í ágúst hyggst krefjast opinberrar rannsóknar á slysinu. Flugstjórinn lést einnig í slysinu en aðstoðarflugmaðurinn, sem varaði hann við því að flogið væri allt 6. janúar 2014 07:00 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Sjá meira
Könnun Mýflugs: „Ekkert ábótavant sem þarf að bregðast við“ "Við getum ekki rannsakað flugslys. Við höfum enga þekkingu til að gera slíkt og svo sem ekki trúverðugur aðili til þess heldur,“ segir flugöryggisfulltrúi Mýflugs. 6. janúar 2014 13:44
„Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15
Ályktanir rannsóknarnefndar stangast á við framburð vitna Lögmaður barna Péturs Tryggvasonar sjúkraflutningamannsins sem lést í flugslysinu í Hlíðarfjalli, segir nú til vandlegrar skoðunar að óska opinberrar rannsóknar á brotlendingunni og tildrögum hennar. 6. janúar 2014 09:17
Vilja rannsókn á Hlíðarfjallsslysinu Bróðir sjúkraflutningamanns sem fórst er sjúkraflugvél brotlenti á kappakstursbraut á Akureyri í ágúst hyggst krefjast opinberrar rannsóknar á slysinu. Flugstjórinn lést einnig í slysinu en aðstoðarflugmaðurinn, sem varaði hann við því að flogið væri allt 6. janúar 2014 07:00