„Beygjan að brautinni var alltof skörp“ 6. janúar 2014 10:15 Mikael segir kröfu um rannsókn meðal annars byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. Mikael Tryggvason, bróðir Péturs Tryggvasonar, annars þeirra sem fórust þegar sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti við Hlíðarfjallsveg í ágúst, segir frásögn sjónarvotta og myndbandsupptökur af slysinu ekki ríma við bráðabirgðaskýrslu sem Rannsóknarnefnd samgönguslysa sendi frá sér í október. Hann hyggst óska opinberrar rannsóknar á tildrögum og eftirmálum slyssins. Í skýrslunni segir að flugvélin hafi misst hæð í vinstri beygju þegar hún nálgaðist akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar og að vinstri vængur vélarinnar hafi snert jörð við hægri hlið brautarinnar með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Mikael segir kröfu um rannsókn meðal annars byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. „Það virðist vera svo margt sem ekki passar í þessu ferli öllu,“ segir Mikael, en Fréttablaðið hefur umræddar myndbandsupptökur undir höndum. Þær eru hluti gagna sem safnað hefur verið fyrir aðstandendur Péturs. Virðist af þessum myndskeiðum að flugvélin sé ekki að „missa hæð“ í venjulegum skilningi þess orðs. „Eftir því sem kunnáttumenn segja mér er flugvélin að fljúga, hún er ekki að missa hæð heldur lækkar flugið í krappri beygju. Rannsókn á slysum er fyrst og fremst til að komast að því hvað gerðist og að fyrirbyggja að slíkt eigi sér stað aftur. Til þess þarf skýrslan að vera rétt,“ segir Mikael. „Flugstjórinn var gjaldkeri Bílaklúbbs Akureyrar og hann var búinn að boða komu sína á keppnisstaðinn eftir flugið. Hann flaug lágt meðfram fjallinu, líklega til þess að ekki sæist til hans fyrr en vélin myndi birtast allt í einu. Beygjan yfir hesthúsahverfinu að brautinni var alltof skörp og halli flugvélarinnar um 70 gráður.“ „En það er stór þáttur í þessu líka að Pétur bróðir minn var að búa til viðbragðsáætlanir gagnvart slysum og óhöppum og það var ætlast til að það væri farið eftir þeim. Þarna virðist svo margt vera sem ekki passar varðandi slysið og umgjörðina alla,“ segir Mikael og nefnir meðal annars boðun björgunarmanna. „Það þýðir ekki að hafa nýjar og fínar viðbragðsskýrslur uppi í hillu og fara svo ekkert eftir þeim.“ Þá segir Mikael að hafa verði í huga ríka almannahagsmuni þegar sjúkraflug sé annars vegar. Beina þurfi sjónum í opinberri rannsókn að rekstri Mýflugs á sjúkrafluginu og þætti eftirlitsaðila. „Það var svo margt sem var talið eðlilegt en á ekki heima í þessum bransa og á ekki að líðast. Sjúkraflug er dauðans alvara,“ segir hann. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00 Flakið flutt til Reykjavíkur í dag Flugmaðurinn sem lifði af þegar flugvél brotlenti við Akureyri á mánudaginn hefur áður lent í flugslysi. Það slys bar upp sama mánaðardag, eða fimmta ágúst, árið 2001. 8. ágúst 2013 18:30 Bráðabirgðaskýrsla um flugslysið: Flak og hreyflar skoðaðir frekar Skrokkur vélarinnar brotnaði og hafnaði um 350 metrum frá þeim stað er vinstri vængurinn snerti jörð, segir í skýrslunni. 4. október 2013 15:53 60-70 manns leituðu áfallahjálpar Tíu manna áfallahjálparteymi Rauða krossins á Norðurlandi hlúir nú að aðstandendum og sjónarvottum eftir flugslys nálægt Akureyri í dag 5. ágúst 2013 16:56 Yfirlýsing frá Mýflugi: Engu ábótavant í viðhaldi og tækni þegar flugvélin hrapaði Engu var ábótavant í viðhaldi né tæknilegum atriðum þegar flugvél Mýflugs, TF-MYX, hrapaði í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir létust. Áhöfnin var rétt þjálfuð og hafði fengið næga tíma til hvíldar, veðuraðstæður voru hagstæðar og nægt eldsneyti var á vélinni. Þetta segir í tilkynningu frá Mýflugi. 27. ágúst 2013 12:03 „Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
Mikael Tryggvason, bróðir Péturs Tryggvasonar, annars þeirra sem fórust þegar sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti við Hlíðarfjallsveg í ágúst, segir frásögn sjónarvotta og myndbandsupptökur af slysinu ekki ríma við bráðabirgðaskýrslu sem Rannsóknarnefnd samgönguslysa sendi frá sér í október. Hann hyggst óska opinberrar rannsóknar á tildrögum og eftirmálum slyssins. Í skýrslunni segir að flugvélin hafi misst hæð í vinstri beygju þegar hún nálgaðist akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar og að vinstri vængur vélarinnar hafi snert jörð við hægri hlið brautarinnar með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Mikael segir kröfu um rannsókn meðal annars byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. „Það virðist vera svo margt sem ekki passar í þessu ferli öllu,“ segir Mikael, en Fréttablaðið hefur umræddar myndbandsupptökur undir höndum. Þær eru hluti gagna sem safnað hefur verið fyrir aðstandendur Péturs. Virðist af þessum myndskeiðum að flugvélin sé ekki að „missa hæð“ í venjulegum skilningi þess orðs. „Eftir því sem kunnáttumenn segja mér er flugvélin að fljúga, hún er ekki að missa hæð heldur lækkar flugið í krappri beygju. Rannsókn á slysum er fyrst og fremst til að komast að því hvað gerðist og að fyrirbyggja að slíkt eigi sér stað aftur. Til þess þarf skýrslan að vera rétt,“ segir Mikael. „Flugstjórinn var gjaldkeri Bílaklúbbs Akureyrar og hann var búinn að boða komu sína á keppnisstaðinn eftir flugið. Hann flaug lágt meðfram fjallinu, líklega til þess að ekki sæist til hans fyrr en vélin myndi birtast allt í einu. Beygjan yfir hesthúsahverfinu að brautinni var alltof skörp og halli flugvélarinnar um 70 gráður.“ „En það er stór þáttur í þessu líka að Pétur bróðir minn var að búa til viðbragðsáætlanir gagnvart slysum og óhöppum og það var ætlast til að það væri farið eftir þeim. Þarna virðist svo margt vera sem ekki passar varðandi slysið og umgjörðina alla,“ segir Mikael og nefnir meðal annars boðun björgunarmanna. „Það þýðir ekki að hafa nýjar og fínar viðbragðsskýrslur uppi í hillu og fara svo ekkert eftir þeim.“ Þá segir Mikael að hafa verði í huga ríka almannahagsmuni þegar sjúkraflug sé annars vegar. Beina þurfi sjónum í opinberri rannsókn að rekstri Mýflugs á sjúkrafluginu og þætti eftirlitsaðila. „Það var svo margt sem var talið eðlilegt en á ekki heima í þessum bransa og á ekki að líðast. Sjúkraflug er dauðans alvara,“ segir hann.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00 Flakið flutt til Reykjavíkur í dag Flugmaðurinn sem lifði af þegar flugvél brotlenti við Akureyri á mánudaginn hefur áður lent í flugslysi. Það slys bar upp sama mánaðardag, eða fimmta ágúst, árið 2001. 8. ágúst 2013 18:30 Bráðabirgðaskýrsla um flugslysið: Flak og hreyflar skoðaðir frekar Skrokkur vélarinnar brotnaði og hafnaði um 350 metrum frá þeim stað er vinstri vængurinn snerti jörð, segir í skýrslunni. 4. október 2013 15:53 60-70 manns leituðu áfallahjálpar Tíu manna áfallahjálparteymi Rauða krossins á Norðurlandi hlúir nú að aðstandendum og sjónarvottum eftir flugslys nálægt Akureyri í dag 5. ágúst 2013 16:56 Yfirlýsing frá Mýflugi: Engu ábótavant í viðhaldi og tækni þegar flugvélin hrapaði Engu var ábótavant í viðhaldi né tæknilegum atriðum þegar flugvél Mýflugs, TF-MYX, hrapaði í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir létust. Áhöfnin var rétt þjálfuð og hafði fengið næga tíma til hvíldar, veðuraðstæður voru hagstæðar og nægt eldsneyti var á vélinni. Þetta segir í tilkynningu frá Mýflugi. 27. ágúst 2013 12:03 „Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
Flugvélin hætti við lendingu skömmu fyrir slysið Tveir létust þegar sjúkraflugvél brotlenti við Hlíðarfjallsveg, rétt ofan við aðstöðu bílaklúbbs Akureyrar, á öðrum tímanum í dag. Þrír voru um borð í vélinni. Maðurinn sem lifði slysið af dvelur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. 5. ágúst 2013 14:00
Flakið flutt til Reykjavíkur í dag Flugmaðurinn sem lifði af þegar flugvél brotlenti við Akureyri á mánudaginn hefur áður lent í flugslysi. Það slys bar upp sama mánaðardag, eða fimmta ágúst, árið 2001. 8. ágúst 2013 18:30
Bráðabirgðaskýrsla um flugslysið: Flak og hreyflar skoðaðir frekar Skrokkur vélarinnar brotnaði og hafnaði um 350 metrum frá þeim stað er vinstri vængurinn snerti jörð, segir í skýrslunni. 4. október 2013 15:53
60-70 manns leituðu áfallahjálpar Tíu manna áfallahjálparteymi Rauða krossins á Norðurlandi hlúir nú að aðstandendum og sjónarvottum eftir flugslys nálægt Akureyri í dag 5. ágúst 2013 16:56
Yfirlýsing frá Mýflugi: Engu ábótavant í viðhaldi og tækni þegar flugvélin hrapaði Engu var ábótavant í viðhaldi né tæknilegum atriðum þegar flugvél Mýflugs, TF-MYX, hrapaði í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir létust. Áhöfnin var rétt þjálfuð og hafði fengið næga tíma til hvíldar, veðuraðstæður voru hagstæðar og nægt eldsneyti var á vélinni. Þetta segir í tilkynningu frá Mýflugi. 27. ágúst 2013 12:03
„Það stóð allt í ljósum logum“ Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. 6. ágúst 2013 19:13