"Það eru svo margir sem eiga engan að“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. janúar 2014 12:45 Aðstoðaði eldri konu konu við innkaupin. nordicphotos/getty „Ég var á röltinu niður Laugaveginn í morgun þegar ég sé eldri konu hinum megin við götuna hvíla sig við bekk. Á meðan ég horfi til hennar og læt hugann reika um hvað ég ætli nú að hafa það dásamlegt í ellinni þá tek ég eftir að gamla konan er í erfiðleikum við að lyfta tveimur innkaupapokum. Ég hleyp yfir götuna, kynni mig og segist vera á leið í sömu átt og hvort ég megi ekki aðstoða hana,“ segir Hrafnhildur Mooney, íbúi í miðbænum, sem var í raun á leiðinni í gagnstæða átt við konuna. Hrafnhildur skrifar þessa lýsingu á fésbókarsíðu sinni en hún telur að of lítið sé gert til að aðstoða eldra fólk á Íslandi, fólk sem nú þegar hefur skilað sínu til samfélagsins. „Konan horfir á mig smá stund, hugsar sig um og spyr hvort það sé ekki allt of mikið ómak. Ég ítreka að það sé nú lítið mál að rölta með henni smá spöl. Úr verður að ég fylgi henni heim. Konan segir mér að hún versli alltaf á laugardagsmorgnum og hún hafi verið svo fegin í morgun að veðrið var skaplegt og ekki mikil hálka á gangstéttinni. Konan fer hægt yfir og á ekki mjög auðvelt með gang þannig að ég býð henni arminn. Um 15 mínútum síðar er ég komin inn í eldhús til konu sem ég þekki ekki neitt.“ „Þar sem ég stend í miðju eldhúsinu hjá ókunnugri konunni verð ég skyndilega sorgmædd. Það eru svo margir sem eiga engan að, hafa engan til að aðstoða sig við hversdagslega hluti eins og innkaup eða bara fara út með ruslið. Mér verður hugsað til frétta af öldruðu fólki sem finnst veikt eða látið í íbúðum sínum. Eldri borgarar sem hafa skilað sínu til samfélagsins og eiga skilið bestu mögulegu umönnun.“ „Með kökk í hálsinum hugsa ég með mér að í stað þess að sofa út á laugardögum eða horfa á enn einn þáttinn á food network þá gæti ég lagt mitt af mörkum.“ Hrafnhildur hefur nú mælt sér mót við konuna næstkomandi laugardag þar sem hún ætlar aftur að aðstoða hana við innkaupin og gera það vikulega í framtíðinni. „Þar sem ég geng í burtu hugsa ég um alla þá eldri borgara sem eiga engan að og gætu þegið aðstoð við daglegar athafnir eins og fara út með ruslið, ná í póstinn eða kaupa í matinn. Það sem getur virst lítið eða ómerkilegt fyrir mig og þig, getur verið svo dýrmætt fyrir þann sem á erfitt með að komast um eða á milli staða.“ Veður Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
„Ég var á röltinu niður Laugaveginn í morgun þegar ég sé eldri konu hinum megin við götuna hvíla sig við bekk. Á meðan ég horfi til hennar og læt hugann reika um hvað ég ætli nú að hafa það dásamlegt í ellinni þá tek ég eftir að gamla konan er í erfiðleikum við að lyfta tveimur innkaupapokum. Ég hleyp yfir götuna, kynni mig og segist vera á leið í sömu átt og hvort ég megi ekki aðstoða hana,“ segir Hrafnhildur Mooney, íbúi í miðbænum, sem var í raun á leiðinni í gagnstæða átt við konuna. Hrafnhildur skrifar þessa lýsingu á fésbókarsíðu sinni en hún telur að of lítið sé gert til að aðstoða eldra fólk á Íslandi, fólk sem nú þegar hefur skilað sínu til samfélagsins. „Konan horfir á mig smá stund, hugsar sig um og spyr hvort það sé ekki allt of mikið ómak. Ég ítreka að það sé nú lítið mál að rölta með henni smá spöl. Úr verður að ég fylgi henni heim. Konan segir mér að hún versli alltaf á laugardagsmorgnum og hún hafi verið svo fegin í morgun að veðrið var skaplegt og ekki mikil hálka á gangstéttinni. Konan fer hægt yfir og á ekki mjög auðvelt með gang þannig að ég býð henni arminn. Um 15 mínútum síðar er ég komin inn í eldhús til konu sem ég þekki ekki neitt.“ „Þar sem ég stend í miðju eldhúsinu hjá ókunnugri konunni verð ég skyndilega sorgmædd. Það eru svo margir sem eiga engan að, hafa engan til að aðstoða sig við hversdagslega hluti eins og innkaup eða bara fara út með ruslið. Mér verður hugsað til frétta af öldruðu fólki sem finnst veikt eða látið í íbúðum sínum. Eldri borgarar sem hafa skilað sínu til samfélagsins og eiga skilið bestu mögulegu umönnun.“ „Með kökk í hálsinum hugsa ég með mér að í stað þess að sofa út á laugardögum eða horfa á enn einn þáttinn á food network þá gæti ég lagt mitt af mörkum.“ Hrafnhildur hefur nú mælt sér mót við konuna næstkomandi laugardag þar sem hún ætlar aftur að aðstoða hana við innkaupin og gera það vikulega í framtíðinni. „Þar sem ég geng í burtu hugsa ég um alla þá eldri borgara sem eiga engan að og gætu þegið aðstoð við daglegar athafnir eins og fara út með ruslið, ná í póstinn eða kaupa í matinn. Það sem getur virst lítið eða ómerkilegt fyrir mig og þig, getur verið svo dýrmætt fyrir þann sem á erfitt með að komast um eða á milli staða.“
Veður Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira