Bandaríska skíðakonan Lindsey Vonn verður ekki á meðal þátttenda á vetrarólympíuleikunum í Sochi vegna meiðsla. Þetta tilkynnti hún í dag.
Síðasta ár reyndist Vonn erfitt. Hún var lengi frá eftir að hafa meiðst illa á hné í heimsmeistarakeppninni sem fór fram í Austurríki í febrúar siðastliðnum.
Hún sneri svo til æfinga í september en skaddaði krossband í sama hné í nóvember. Hún gaf þó ekki upp vonina um að ná leikunum í Sochi en nú er ljóst að hún þarf að fara í aðgerð.
„Ég gerði allt sem ég gat til að ná nægilega miklum styrk en raunin er sú að hnéð er ekki nógu stöðugt til að keppa við þá bestu,“ skrifaði Vonn á Facebook-síðu sína.
Hún ætlar nú að einbeita sér að því að ná fullri heilsu fyrir HM 2014 sem fer fram á hennar heimavelli, Vail í Colorado. Leikarnir í Sochi hefjast þann 7. febrúar.
