Segja tvöfalt ofris hafa valdið því að flugmenn misstu stjórn Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. janúar 2014 20:30 Flugsérfræðingar segja að vél Mýflugs gæti hafa ofrisið í beygju sem varð til þess að hún brotlenti við Hlíðarfjallsveg. Bróðir sjúkraflutningamannsins sem lést í slysinu segist bera fullt traust til flugmanna vélarinnar. Flugmennirnir tveir sem stýrðu Beechcraft 200 vélinni TF-MYX þegar hún fórst við Hlíðarfjallsveg voru báðir reyndir flugmenn. Í slysinu létust Pétur Róbert Tryggvason sjúkraflutningamðaur og Páll Steindór Steindórsson flugstjóri. Flugmaðurinn Axel Albert Jensen komst lífs af.Virtir og traustir flugmenn Traust og virðing í garð flugmannanna, Páls Steindórs og Axels, kristallast kannski best í ummælum Rolfs Tryggvasonar sem er sjálfur sjúkraflutningamaður en hann missti bróður sinn, vin og samstarfsfélaga, Pétur Róbert Tryggvason, í slysinu, en hann segir þá hafa verið mikla fagmenn sem hann hafi treyst vel. Aðrir sjúkraflutningamenn sem fréttastofa hefur rætt við hafa sömu sögu að segja um Axel og Pál. Reyndir og virtir flugmenn sem nutu trausts starfsmanna slökkviliðs Akureyrar. Í bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að þegar TF-MYX hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún „misst hæð.“ Eins og við greindum frá í fréttaskýringu í Íslandi í dag í gærkvöldi var það meðvituð ákvörðun að taka lágflug, eða svokallað low-pass, yfir akstursíþróttabrautina. Óvissa er hins vegar hvað olli slysinu sjálfu í umrætt sinn, þ.e hvers vegna flugmennirnir misstu stjórn á vélinni með þeim afleiðingum að hún fórst. Aldrei barst neyðarkall eða tilkynning um bilun frá vélinni.Ytri þættir ráða hæðarmissiKristján Egilsson er fyrrverandi flugstjóri hjá Icelandair og formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Kristján segir að hæðarmissir í flugi sé vegna ytri utanaðkomandi þátta. Sviptivindar á flugi úti á landi geti orsakað hæðarmissi en hæðarmissir sé alltaf eitthvað sem ekki sé ráðgert, eitthvað óvænt. Það að missa hæð í tungutaki flugmanna felur í sér að einhverjir ytri utanaðkomandi þættir hafi ráðið för. Þegar flugmaður tekur meðvitaða ákvörðun um að lækka flugið þá er vélin sem hann stýrir ekki að „missa hæð.“Tvöfalt ofris Fréttastofan hefur rætt við sérfræðinga í flugi sem hafa skoðað myndbandið af slysinu gaumgæfilega, en enginn þeirra var tilbúinn að koma í viðtal undir nafni. Tveir þeirra fullyrða að það sem hafi átt sér stað þegar TF-MYX brotlenti sé svokallað tvöfalt ofris. TF-MYX er í 70 gráðu halla þegar hún kemur inn í beygju á fyrsta myndaramma í myndbandinu. Séfræðingar sem fréttastofa hefur rætt vegið segja að þá hafi ofrishraði vaxið upp úr öllu valdi og flugvélin hafi ekki ekki haldið hæð við slíkar aðstæður. Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill ekki tjá sig um þessar ályktanir. Skýrsla nefndarinnar á að liggja fyrir síðar á þessu ári, að sögn Þorkels Ágústssonar hjá nefndinni. Á myndbandavefnum YouTube er til myndband sem sýnir vélar lenda í nákvæmlega þessu, tvöföldu ofrisi sem þar er nefnt með hinu ósmekklega heiti „graveyard stall.“ Sjá fréttaskýringu um flugslysið við Hlíðarfjallsveg sem birtist í Íslandi í dag. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Flugsérfræðingar segja að vél Mýflugs gæti hafa ofrisið í beygju sem varð til þess að hún brotlenti við Hlíðarfjallsveg. Bróðir sjúkraflutningamannsins sem lést í slysinu segist bera fullt traust til flugmanna vélarinnar. Flugmennirnir tveir sem stýrðu Beechcraft 200 vélinni TF-MYX þegar hún fórst við Hlíðarfjallsveg voru báðir reyndir flugmenn. Í slysinu létust Pétur Róbert Tryggvason sjúkraflutningamðaur og Páll Steindór Steindórsson flugstjóri. Flugmaðurinn Axel Albert Jensen komst lífs af.Virtir og traustir flugmenn Traust og virðing í garð flugmannanna, Páls Steindórs og Axels, kristallast kannski best í ummælum Rolfs Tryggvasonar sem er sjálfur sjúkraflutningamaður en hann missti bróður sinn, vin og samstarfsfélaga, Pétur Róbert Tryggvason, í slysinu, en hann segir þá hafa verið mikla fagmenn sem hann hafi treyst vel. Aðrir sjúkraflutningamenn sem fréttastofa hefur rætt við hafa sömu sögu að segja um Axel og Pál. Reyndir og virtir flugmenn sem nutu trausts starfsmanna slökkviliðs Akureyrar. Í bráðabirgðaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að þegar TF-MYX hafi nálgast akstursíþróttabrautina í vinstri beygju hafi hún „misst hæð.“ Eins og við greindum frá í fréttaskýringu í Íslandi í dag í gærkvöldi var það meðvituð ákvörðun að taka lágflug, eða svokallað low-pass, yfir akstursíþróttabrautina. Óvissa er hins vegar hvað olli slysinu sjálfu í umrætt sinn, þ.e hvers vegna flugmennirnir misstu stjórn á vélinni með þeim afleiðingum að hún fórst. Aldrei barst neyðarkall eða tilkynning um bilun frá vélinni.Ytri þættir ráða hæðarmissiKristján Egilsson er fyrrverandi flugstjóri hjá Icelandair og formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Kristján segir að hæðarmissir í flugi sé vegna ytri utanaðkomandi þátta. Sviptivindar á flugi úti á landi geti orsakað hæðarmissi en hæðarmissir sé alltaf eitthvað sem ekki sé ráðgert, eitthvað óvænt. Það að missa hæð í tungutaki flugmanna felur í sér að einhverjir ytri utanaðkomandi þættir hafi ráðið för. Þegar flugmaður tekur meðvitaða ákvörðun um að lækka flugið þá er vélin sem hann stýrir ekki að „missa hæð.“Tvöfalt ofris Fréttastofan hefur rætt við sérfræðinga í flugi sem hafa skoðað myndbandið af slysinu gaumgæfilega, en enginn þeirra var tilbúinn að koma í viðtal undir nafni. Tveir þeirra fullyrða að það sem hafi átt sér stað þegar TF-MYX brotlenti sé svokallað tvöfalt ofris. TF-MYX er í 70 gráðu halla þegar hún kemur inn í beygju á fyrsta myndaramma í myndbandinu. Séfræðingar sem fréttastofa hefur rætt vegið segja að þá hafi ofrishraði vaxið upp úr öllu valdi og flugvélin hafi ekki ekki haldið hæð við slíkar aðstæður. Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill ekki tjá sig um þessar ályktanir. Skýrsla nefndarinnar á að liggja fyrir síðar á þessu ári, að sögn Þorkels Ágústssonar hjá nefndinni. Á myndbandavefnum YouTube er til myndband sem sýnir vélar lenda í nákvæmlega þessu, tvöföldu ofrisi sem þar er nefnt með hinu ósmekklega heiti „graveyard stall.“ Sjá fréttaskýringu um flugslysið við Hlíðarfjallsveg sem birtist í Íslandi í dag.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent