Innanhústrendin 2014 9. janúar 2014 10:30 Hrá efni á borð við stein og kopar verða áberandi í innanhúshönnun á þessu ári. Svana Lovísa Kristjánsdóttir bloggari á Svart á hvítu á Trendnet.is hefur tekið saman þau trend sem verða mest áberandi í innanhús-og heimilishönnun árið 2014. Hrá efni, viður og leður, ljósalist og grænar plöntur eru meðal þess sem vert er að bæta inn á heimilið á nýju ári. „Það góða við heimilistrendin er að þau staldra töluvert lengur við en tískutrendin sem við sjáum í fatnaði. Þetta snýst að mestu leyti um áherslubreytingar og mörg trend sem hafa þegar verið vinsæl í smá tíma má sjá áfram á listanum og verða þau þá enn meira áberandi í ár,“ segir Svana Lovísa á Svart á hvítu. Sjá fleiri myndir og trend á á blogginu hér. Gæði „Við kjósum færri en betri hluti á nýju ári og verður stíllinn mínimalískur en með mýkri nálgun, - ekki kaldar innréttingar og steríl heimili eins og margir tengja við mínimalíska stílinn, heldur einmitt andstæða þess. Viður og leður eru t.d. efni sem verða eftirsótt og náttúrulegir ljósir litir.“Ljósalist „Ljós sem eru skúlptúr eða listaverk út af fyrir sig verða áberandi. Lampar sem gera meira en bara að lýsa upp rýmið heldur fegra þeir heimilið á sama tíma.“Skógur „Ólífugrænn, hermannagrænn og villtar plöntur. Grænir tónar verða áberandi á heimilinu þá með notkun lifandi plantna -ekki bara einni plöntu heldur mörgum.“Sjá fleiri spennandi heimilistrend á blogginu Svart á hvítu hér. Tíska og hönnun Trendnet Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Svana Lovísa Kristjánsdóttir bloggari á Svart á hvítu á Trendnet.is hefur tekið saman þau trend sem verða mest áberandi í innanhús-og heimilishönnun árið 2014. Hrá efni, viður og leður, ljósalist og grænar plöntur eru meðal þess sem vert er að bæta inn á heimilið á nýju ári. „Það góða við heimilistrendin er að þau staldra töluvert lengur við en tískutrendin sem við sjáum í fatnaði. Þetta snýst að mestu leyti um áherslubreytingar og mörg trend sem hafa þegar verið vinsæl í smá tíma má sjá áfram á listanum og verða þau þá enn meira áberandi í ár,“ segir Svana Lovísa á Svart á hvítu. Sjá fleiri myndir og trend á á blogginu hér. Gæði „Við kjósum færri en betri hluti á nýju ári og verður stíllinn mínimalískur en með mýkri nálgun, - ekki kaldar innréttingar og steríl heimili eins og margir tengja við mínimalíska stílinn, heldur einmitt andstæða þess. Viður og leður eru t.d. efni sem verða eftirsótt og náttúrulegir ljósir litir.“Ljósalist „Ljós sem eru skúlptúr eða listaverk út af fyrir sig verða áberandi. Lampar sem gera meira en bara að lýsa upp rýmið heldur fegra þeir heimilið á sama tíma.“Skógur „Ólífugrænn, hermannagrænn og villtar plöntur. Grænir tónar verða áberandi á heimilinu þá með notkun lifandi plantna -ekki bara einni plöntu heldur mörgum.“Sjá fleiri spennandi heimilistrend á blogginu Svart á hvítu hér.
Tíska og hönnun Trendnet Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira