Ferðaþjónusta víkur verði af laxeldi í sjó Svavar Hávarðsson skrifar 9. janúar 2014 16:46 Við Hvannadalsá. Mynd/Lax-á Vart verður af uppbyggingu ferðaþjónustu í Ísafjarðardjúpi á vegum félagsins Varplands hf. ef fyrirhugað laxeldi í Ísafjarðardjúpi verður að veruleika. Fyrirhuguð fjárfesting Varplands í náttúruferðaþjónustu og skógrækt hleypur á hundruðum milljóna. Togstreita er á milli ferðaþjónustunnar á svæðinu og þeirra sem telja að firðirnir á Vestfjörðum séu vel nýttir með sjókvíaeldi. Að baki Varplandi hf. er John Harald Örneberg, sænskur timburframleiðandi, sem hefur fest kaup á nokkrum jörðum við Ísafjarðardjúp. Fyrst og síðast hefur Örneberg áhuga á möguleikum tengdum tveimur góðum laxveiðiám í Djúpinu – Langadalsá og Hvannadalsá, en hann er ástríðufullur laxveiðimaður sjálfur og hefur oft komið hingað til veiða. Á teikniborði hans er fullkomið heilsárshús sem áætlað er að kosti yfir 100 milljónir og hugmyndin að nýta það til að byggja upp ferðaþjónustu í kringum fugla- og laxveiði, þyrluskíði, sjóstangaveiði, gönguhópa og fleira. Þessari starfsemi er ætlað að standa undir heilsársnýtingu hússins – en einnig hefur Svíinn stórtækar hugmyndir um skógrækt.Gunnar Sólnes, stjórnarformaður Varplands, segir hins vegar að hugmyndir um 7.000 tonna fiskeldi í Djúpinu fari engan veginn saman við hugmyndir Svíans. Sjókvíar um allt Djúpið, samfara náttúru- og sjónmengun, og að auki mikið ónæði sem hlýst af starfseminni, myndi stangast á við hugmyndina um ferðaþjónustu sem grundvallast á ósnortinni náttúru og friðsæld. Það sé jafnframt reynsla annarra þjóða að laxastofnum ánna sé stórfelld hætta búin vegna laxalúsar og sjúkdóma samhliða eldinu. Aðspurður hvort sjókvíaeldi myndi útiloka uppbyggingu svarar Gunnar því játandi. „Allar okkar hugmyndir eru í bið út af þessu. Þetta yrði of stór biti fyrir hugmyndir um laxveiði í ánum – sem þetta grundvallast ekki síst á. Það sama á í raun við um skógræktina, sem hefur verið í undirbúningi með samstarfi við Skógrækt ríkisins,“ segir Gunnar. Hann segir að fjárfestingar Varplands myndu hlaupa á hundruðum milljóna og uppbyggingin myndi skapa mörg störf – og mun fleiri en fiskeldi ef að líkum lætur.Gústaf Gústafsson, fyrrverandi forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða, skilaði nýverið af sér skýrslu um tækifæri í ferðaþjónustu í fjórðungnum. Við gerð skýrslunnar ræddi hann við fjölda fólks sem greindi frá miklum efasemdum um frekara sjókvíaeldi á Vestfjörðum, enda ótti um að eldið gæti kippt stoðum undan starfsemi þess og frekari uppbyggingu. „Það er greinileg togstreita á milli aðila í ferðaþjónustu sem horfa til ósnortinnar náttúru, og þeirra sem hafa aðrar hugmyndir – hvort sem það er olíuhreinsunarstöð eða stórfellt sjókvíaeldi. Það eru þessi skilaboð sem eru að skemma fyrir hérna – að menn séu stöðugt að velta fyrir sér hugmyndum sem geta haft verulega neikvæð áhrif á náttúrugæði. Sem er jú helsta aðdráttarafl Vestfjarða,“ segir Gústaf.Telja fyrirbyggjandi aðgerðir dugaSkipulagsstofnun ákvarðaði í lok desember að allt að 7.000 tonna framleiðsla á eldisfiski í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi á vegum Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Í desember 2011 sendi HG tilkynningu um eldisáformin til Skipulagsstofnunar. Þann 4. apríl 2012 komst Skipulagsstofnun að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð framkvæmd þyrfti ekki að fara í umverfismat en sú ákvörðun var kærð. Á heimasíðu HG kemur fram að fyrirtækið hafi „…farið mjög vel í gegnum hugsanleg erfðafræðileg áhrif á villtan lax og sjúkdómahættu m.a. með að fara yfir allar helstu þekktar birtingar í vísindaritum. Niðurstaðan er því sú að hægt er að komast að vel ásættanlegri niðurstöðu um hugsanleg umhverfisáhrif þegar vandlega er staðið að framkvæmd og fyrirbyggjandi aðgerðum gegn umhverfisáhrifum …“ Forsvarsmenn Landssamtaka fiskeldisstöðva hafa fullyrt að enginn rökstuddur grunur sé um mengun frá laxeldi í sjókvíum, og engar rannsóknir styðji fullyrðingar um það. Laxeldi á Íslandi búi við einhverjar ströngustu reglur sem þekkist. Fréttaskýringar Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Vart verður af uppbyggingu ferðaþjónustu í Ísafjarðardjúpi á vegum félagsins Varplands hf. ef fyrirhugað laxeldi í Ísafjarðardjúpi verður að veruleika. Fyrirhuguð fjárfesting Varplands í náttúruferðaþjónustu og skógrækt hleypur á hundruðum milljóna. Togstreita er á milli ferðaþjónustunnar á svæðinu og þeirra sem telja að firðirnir á Vestfjörðum séu vel nýttir með sjókvíaeldi. Að baki Varplandi hf. er John Harald Örneberg, sænskur timburframleiðandi, sem hefur fest kaup á nokkrum jörðum við Ísafjarðardjúp. Fyrst og síðast hefur Örneberg áhuga á möguleikum tengdum tveimur góðum laxveiðiám í Djúpinu – Langadalsá og Hvannadalsá, en hann er ástríðufullur laxveiðimaður sjálfur og hefur oft komið hingað til veiða. Á teikniborði hans er fullkomið heilsárshús sem áætlað er að kosti yfir 100 milljónir og hugmyndin að nýta það til að byggja upp ferðaþjónustu í kringum fugla- og laxveiði, þyrluskíði, sjóstangaveiði, gönguhópa og fleira. Þessari starfsemi er ætlað að standa undir heilsársnýtingu hússins – en einnig hefur Svíinn stórtækar hugmyndir um skógrækt.Gunnar Sólnes, stjórnarformaður Varplands, segir hins vegar að hugmyndir um 7.000 tonna fiskeldi í Djúpinu fari engan veginn saman við hugmyndir Svíans. Sjókvíar um allt Djúpið, samfara náttúru- og sjónmengun, og að auki mikið ónæði sem hlýst af starfseminni, myndi stangast á við hugmyndina um ferðaþjónustu sem grundvallast á ósnortinni náttúru og friðsæld. Það sé jafnframt reynsla annarra þjóða að laxastofnum ánna sé stórfelld hætta búin vegna laxalúsar og sjúkdóma samhliða eldinu. Aðspurður hvort sjókvíaeldi myndi útiloka uppbyggingu svarar Gunnar því játandi. „Allar okkar hugmyndir eru í bið út af þessu. Þetta yrði of stór biti fyrir hugmyndir um laxveiði í ánum – sem þetta grundvallast ekki síst á. Það sama á í raun við um skógræktina, sem hefur verið í undirbúningi með samstarfi við Skógrækt ríkisins,“ segir Gunnar. Hann segir að fjárfestingar Varplands myndu hlaupa á hundruðum milljóna og uppbyggingin myndi skapa mörg störf – og mun fleiri en fiskeldi ef að líkum lætur.Gústaf Gústafsson, fyrrverandi forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða, skilaði nýverið af sér skýrslu um tækifæri í ferðaþjónustu í fjórðungnum. Við gerð skýrslunnar ræddi hann við fjölda fólks sem greindi frá miklum efasemdum um frekara sjókvíaeldi á Vestfjörðum, enda ótti um að eldið gæti kippt stoðum undan starfsemi þess og frekari uppbyggingu. „Það er greinileg togstreita á milli aðila í ferðaþjónustu sem horfa til ósnortinnar náttúru, og þeirra sem hafa aðrar hugmyndir – hvort sem það er olíuhreinsunarstöð eða stórfellt sjókvíaeldi. Það eru þessi skilaboð sem eru að skemma fyrir hérna – að menn séu stöðugt að velta fyrir sér hugmyndum sem geta haft verulega neikvæð áhrif á náttúrugæði. Sem er jú helsta aðdráttarafl Vestfjarða,“ segir Gústaf.Telja fyrirbyggjandi aðgerðir dugaSkipulagsstofnun ákvarðaði í lok desember að allt að 7.000 tonna framleiðsla á eldisfiski í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi á vegum Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Í desember 2011 sendi HG tilkynningu um eldisáformin til Skipulagsstofnunar. Þann 4. apríl 2012 komst Skipulagsstofnun að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð framkvæmd þyrfti ekki að fara í umverfismat en sú ákvörðun var kærð. Á heimasíðu HG kemur fram að fyrirtækið hafi „…farið mjög vel í gegnum hugsanleg erfðafræðileg áhrif á villtan lax og sjúkdómahættu m.a. með að fara yfir allar helstu þekktar birtingar í vísindaritum. Niðurstaðan er því sú að hægt er að komast að vel ásættanlegri niðurstöðu um hugsanleg umhverfisáhrif þegar vandlega er staðið að framkvæmd og fyrirbyggjandi aðgerðum gegn umhverfisáhrifum …“ Forsvarsmenn Landssamtaka fiskeldisstöðva hafa fullyrt að enginn rökstuddur grunur sé um mengun frá laxeldi í sjókvíum, og engar rannsóknir styðji fullyrðingar um það. Laxeldi á Íslandi búi við einhverjar ströngustu reglur sem þekkist.
Fréttaskýringar Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira