Íslandsvinurinn Grant, sem gaf út plötuna Pale Green Ghosts í fyrra, er tilnefndur ásamt söngvurunum Justin Timberlake og Bruno Mars, og röppurunum Drake og Eminem.
Grant kom fram í spjallþætti Davids Letterman í gær ásamt hljómsveit, en í sveitinni eru Íslendingarnir Kristinn Snær Agnarsson trommuleikari, Jakob Smári Magnússon bassaleikari, gítarleikarinn Pétur Hallgrímsson og Aron Arnarsson þúsundþjalasmiður.
Sjá má myndband af flutningnum hér fyrir neðan.