Opnar Gallerí Gest jafnvel í jógatíma Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. janúar 2014 14:00 "Þeir listamenn sem eru vanir að vinna í stór form verða að gjöra svo vel að skala sig niður,“ segir Magnús sem hér sýnir verk G.ERLU. Fréttablaðið/GVA „Heimspeki gallerísins er sú að sýna reglulega list eftir breska og íslenska listamenn og síðan galleríið var opnað fyrir tveimur árum hafa um 30 sýningar verið í því. Flestar úti á Bretlandi. Þetta er hobbí hjá mér, meðfram fyrirlestrum, kennslu og umfjöllun um myndlist,“ segir Magnús Gestsson, doktor í safnafræði, um farandgallerí sitt, Gallerí Gest, sem rúmast í silfurlitri tösku. Alltaf er ný sýning opnuð á fjögurra vikna fresti og þá eru listamennirnir viðstaddir. „Nokkrar sýningar hafa verið opnaðar á veitingastaðnum Babalú á Skólavörðustíg,“ segir Magnús sem auglýsir aldrei heldur hefur viðburðinn óvæntan fyrir þá sem eru viðstaddir hverju sinni. Hann segir nóg framboð af listamönnum sem vilja sýna. „Þeir listamenn sem eru vanir að vinna í stór form verða að gjöra svo vel að skala sig niður, hugsa upp á nýtt og gera eitthvað sem rúmast í þessari tösku,“ lýsir hann. Magnús kveðst hafa verið í doktorsnámi í safnafræði í Leicester í fleiri ár og langað að gera eitthvað skemmtilegt þegar hann væri búinn. „Silfurlita taskan var á heimilinu að flækjast fyrir fótum manna og dýra en haustið 2011 fékk ég hugmyndina um að breyta henni í farandgallerí,“ upplýsir hann. „Það var í kringum afmæli föður míns og ég ákvað að nefna það Gest í höfuðið á honum. Mér fannst nafnið þýðast svo glæsilega yfir á ensku, Gallery Guest.“ Magnús býr í Leicester en hefur verið við kennslu í listfræði í Háskóla Íslands í haust. Hann segir Gallerí Gesti hafa verið vel tekið bæði ytra og hér á landi. „Fólki finnst þetta sniðugt. Ég opna galleríið hvenær sem er og hvar sem er, í búðum, á veitingastöðum, í partíum, á fundum og alls staðar. Ég hef meira að segja tekið það með mér í jóga. Þetta er eiginlega gjörningur í hvert sinn,“ segir hann glaðlega. „Listin á það skilið að vera sem víðast og sjást sem oftast.“ Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Heimspeki gallerísins er sú að sýna reglulega list eftir breska og íslenska listamenn og síðan galleríið var opnað fyrir tveimur árum hafa um 30 sýningar verið í því. Flestar úti á Bretlandi. Þetta er hobbí hjá mér, meðfram fyrirlestrum, kennslu og umfjöllun um myndlist,“ segir Magnús Gestsson, doktor í safnafræði, um farandgallerí sitt, Gallerí Gest, sem rúmast í silfurlitri tösku. Alltaf er ný sýning opnuð á fjögurra vikna fresti og þá eru listamennirnir viðstaddir. „Nokkrar sýningar hafa verið opnaðar á veitingastaðnum Babalú á Skólavörðustíg,“ segir Magnús sem auglýsir aldrei heldur hefur viðburðinn óvæntan fyrir þá sem eru viðstaddir hverju sinni. Hann segir nóg framboð af listamönnum sem vilja sýna. „Þeir listamenn sem eru vanir að vinna í stór form verða að gjöra svo vel að skala sig niður, hugsa upp á nýtt og gera eitthvað sem rúmast í þessari tösku,“ lýsir hann. Magnús kveðst hafa verið í doktorsnámi í safnafræði í Leicester í fleiri ár og langað að gera eitthvað skemmtilegt þegar hann væri búinn. „Silfurlita taskan var á heimilinu að flækjast fyrir fótum manna og dýra en haustið 2011 fékk ég hugmyndina um að breyta henni í farandgallerí,“ upplýsir hann. „Það var í kringum afmæli föður míns og ég ákvað að nefna það Gest í höfuðið á honum. Mér fannst nafnið þýðast svo glæsilega yfir á ensku, Gallery Guest.“ Magnús býr í Leicester en hefur verið við kennslu í listfræði í Háskóla Íslands í haust. Hann segir Gallerí Gesti hafa verið vel tekið bæði ytra og hér á landi. „Fólki finnst þetta sniðugt. Ég opna galleríið hvenær sem er og hvar sem er, í búðum, á veitingastöðum, í partíum, á fundum og alls staðar. Ég hef meira að segja tekið það með mér í jóga. Þetta er eiginlega gjörningur í hvert sinn,“ segir hann glaðlega. „Listin á það skilið að vera sem víðast og sjást sem oftast.“
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira