Skuldabréfamarkaður rís en fjármagnshöft valda varanlegum skaða Óli Kristján Ármannsson skrifar 28. desember 2013 10:00 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar sér heilbrigðismerki í verðmyndun félaga á markaði. Markaðurinn bregðist við slæmum uppgjörsfregnum með lækkun hlutabréfa og öfugt þegar uppgjör hafa verið góð. Félög sem koma inn á markaðinn taki líka hlutverk sitt mjög alvarlega. "Ég held við getum verið mjög sátt við hlutabréfamarkaðinn,“ segir hann. Fréttablaðið/Vilhelm Óhætt er að segja að á árinu 2013 hafi haldið áfram viðreisn á hlutabréfamarkaði. Árið fylgir 2012 nokkuð vel eftir með þremur skráningum og góðu gengi á markaðnum,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland, Kauphallar Íslands. „En að sumu leyti eru merkin um endurreisnina ekki síður skýr á skuldabréfamarkaði. Þar má segja að árið marki upphaf endurreisnar.“ Páll bendir á að útgáfa fyrirtækjaskuldabréfa á þessu ári sé meira en tvöföld uppsöfnuð útgáfa áranna þriggja þar á undan. „Við erum sennilega með um 90 milljarða sem komið hafa inn á markaðinn í fyrirtækjaskuldabréfum. Árin þrjú á undan 2010 til 2012 er upphæðin samtals innan við 40 milljarðar.“ Páll segir útgáfur sem að einu eða öðru leyti séu tryggðar með fasteignum hafa verið leiðandi, en merki séu um aðrar útgáfur líka. „Við lítum á þennan markað sem ákveðinn valkost við bankafjármögnun, auk þess sem hann veitir mikilvægt aðhald í fjármögnun fyrirtækja.“.Fréttablaðið/VilhelmHöfum ekkert val Eftir hrun gjaldeyrisins og fjármálakerfisins fyrir rúmum fimm árum voru uppi vangaveltur um hvort hér gæti yfir höfuð starfað hlutabréfamarkaður og þeir voru til sem töldu að aðrar kauphallir á Norðurlöndum gætu tekið starfsemina yfir. Endurreisnin sem átt hefur sér stað og á sér enn stað kann þó að hafa kveðið slíkar raddir í kútinn. „Ég held raunar að við höfum ekkert val,“ segir Páll. „Ef þessi vettvangur væri ekki fyrir hendi þá væru fjármögnunarmöguleikar íslenskra fyrirtækja skertir. Það held ég hugnist ekki neinum.“ Aukinheldur segir Páll ekki mega gleymast að markaðurinn hafi þjónað ríkinu alveg gríðarlega vel síðustu ár. „Að mínu viti er markaður með íslensk ríkisskuldabréf á heimsmælikvarða varðandi gegnsæi og hvernig viðskiptin eru framkvæmd,“ segir hann. Þetta skili sér í lægri ávöxtunarkröfu fyrir ríkið. „Ef maður bara hugar að þeim fjárhæðum sem eru útistandandi í gegnum árin hefur þetta án efa sparað ríkissjóði verulega fjármuni. Líkast til er ekki óvarlega reiknað að þar sé um að ræða milljarðatugi,“ segir Páll..Fréttablaðið/VilhelmÁhersla lögð á fræðslu Meðal annarra merkja á markaði sem gefa tilefni til bjartsýni og eru frábrugðin síðustu árum segir Páll til dæmis vera aukna þátttöku almennings. „Við sáum merki um þetta á síðasta ári en sjáum það enn frekar á þessu ári, sérstaklega í útboðunum.“ Kauphöllin hefur enda á árinu lagt aukna áherslu á fræðslustarf, bæði til almennings og fjárfesta. Haldin hafa verið námskeið og segir Páll gott samstarf hafa verið við fjölda stofnana og fyrirtækja. Í haust var svo haldinn Kauphallardagur í Háskólanum í Reykjavík þar sem boðið var upp á tólf örnámskeið sem Kauphöllin, bankarnir, HR og Klak Innovit önnuðust. Í þeim var fjallað um markaðinn frá öllum mögulegum hliðum. „Á þetta höfum við lagt mjög mikla áherslu því við höfum átt von á því að fólk kæmi í auknum mæli inn á markaðinn og viljum leggja okkar af mörkum til þess að fólk komi inn á réttum forsendum.“ Páll segir Kauphöllina hafa talað fyrir því að fólk fari sér að engu óðslega þegar fyrstu skrefin eru tekin í verðbréfaviðskiptum. Þar segir hann nýja kauphallarsjóði líka geta hjálpað. „Við fengum tvo inn á markaðinn á þessu ári, einn hlutabréfasjóð og annan skuldabréfasjóð og ég á von á því að við fáum fleiri inn á næsta ári.“ Þarna sé almennum fjárfestum gefinn kostur á að koma inn í sjóð sem hægt sé að versla með á markaði eins og um hlutabréf væri að ræða. Hægt sé að dreifa áhættu um leið og verslað sé með sjóðinn á markaði. „Hann hefur því kosti umfram aðra sjóði sem líka fela í sér áhættudreifingu.“ Breytingin eigi sérstaklega við á skuldabréfamarkaði þar sem bein þátttaka almennings hafi verið lítil. „Þótt almenningur sé ekki beinn viðskiptavinur og enn sem komið er ekki stór hluti af markaðnum, þá er aðkoma almennings samt sem áður að vissu leyti hjartað í markaðnum. Lífeyrissjóðirnir eiga auðvitað mjög stóran hluta af markaðnum og þar með almenningur. Og þó ekki væri nema bara út af því þá finnst okkur það nauðsynlegt, bara til þess að fólk geti veitt ákveðið aðhald,“ segir Páll og kveðst mjög ánægður með hvernig tekist hafi til í fræðslustarfi. „Til dæmis er alveg klárt að Kauphallardagurinn er kominn til að vera.“Nýskráningar halda áfram Næsta ár og þarnæsta á hlutabréfamarkaði segist Páll giska á að verði ekki síðri en þetta hvað varðar nýskráningar í Kauphöllina. „En auðvitað er svolítið erfitt að tímasetja þessa hluti nákvæmlega,“ bætir hann við. Komið hefur fram að Sjóvá vinnur að skráningu og eins eru Reitir með skráningu í sigtinu. Þá ætlar HB Grandi að færa sig yfir á aðalmarkaðinn af First North-hlutabréfamarkaðnum. „Það held ég líka að sé mikil lyftistöng fyrir markaðinn,“ segir Páll og vonast til þess að þar með sé tekið fyrsta skrefið að almennari þátttöku í hluthafahópi sjávarútvegsfyrirtækja. „Síðan eykst óvissan eftir því sem lengra er horft fram á veginn,“ segir Páll og bendir á að eftir eigi að koma í ljós hvaða leið verði farin með Landsbankann. „Íslandsbanki hefur lýst því yfir að bankinn sé að skoða möguleikann á tvískráningu. Og svo eru félög sem hafa viðrað mögulega skráningu, svo sem Skipti, Advania, Promens og jafnvel MP banki. En hvað af því gæti orðið á næsta ári er svolítið erfitt að segja. Og svo eru náttúrulega aðilar sem hafa komið að máli við okkur og eru að huga að skráningu annaðhvort á þessu ári eða næsta. Ég á von á því að ef við horfum á 2014 og 2015 saman verði þetta lífleg ár, en erfiðara að giska á hvort verður sterkara. En öll teikn eru um að þau geti orðið býsna góð.“Skaðsemi hafta veldur þungum áhyggjum Komið er að þeim tímapunkti að áframhaldandi gjaldeyrishöft hindra, að mati Páls Harðarsonar forstjóra Kauphallarinnar, ákveðna uppbyggingu á markaði. Hann segir „deginum ljósara“ að markaðurinn nýtist ekki félögum sem hug hafi á að sækja sér fjármagn til fjárfestinga utan landsteinanna. „Undanfarið eitt og hálft ár höfum við þegar nokkur dæmi um að fulltrúar fyrirtækja hafi komið og rætt við okkur um mögulegar skráningar en ekki séð sér fært að taka málið lengra. Þetta hafa verið glæsileg félög sem hafa í hyggju að vaxa erlendis en hafa ekki séð fram á að geta nýtt fjármagn, sem þau vissulega gætu sótt sér hér. Að mínu viti er þetta býsna alvarlegt,“ segir Páll. Jafnvel þó svo að félög séu með bróðurpart starfsemi sinnar í útlöndum segir hann ávinning af starfsemi þeirra geta verið lúmskt mikinn fyrir íslenskt þjóðarbú. Nægi þar að horfa til þátta á borð við þekkingu sem til verði innan þeirra. Dæmin séu til staðar, svo sem Actavis, Össur og Marel. „Þeim hefur gengið mjög vel og eru með mikla starfsemi annars staðar, en starfsemin hér er engu að síður gríðarlega mikilvæg.“ Páll segir að velta megi fyrir sér hvað hefði gerst fyrir 20 árum þegar Marel var að koma inn á markaðinn, ef við lýði hefði verið sama umhverfi og nú. „Félagið hefði gengið á fund Seðlabankans og sagst hafa hug á að vaxa eitthvað hér en ætlunin væri líka að vaxa mikið erlendis. Í núverandi umhverfi er ljóst að þeim hefði verið settur stóllinn fyrir dyrnar því á þeim tíma hefði ekki verið litið á þau sem þjóðhagslega mikilvæg. Félaginu hefði verið sagt: „Nei, þú færð engar undanþágur,“ og við orðið af öllum þessum ævintýrum.“ Páll segist hræddur um að afleiðingar þeirrar stefnu sem nú sé rekin eigi eftir að lifa með landinu til mjög langs tíma. „Þær eru hins vegar ekki augljósar núna og þess vegna er takmörkuð pressa á að greiða fyrir fyrirtækjum af þessum toga. Þarna sjáum við fram á nokkuð sem gæti lýst sér í varanlegum skaða fyrir þjóðarbúið.“ Fyrirtæki segir hann eðlilega bregðast við með því að flytja allt sem þau geti til útlanda. „Og við sjáum þegar merki um það.“ Ljóst er, að mati Páls, að verðbréfamarkaðurinn verði fyrir skelli vegna áframhaldandi gjaldeyrishafta, sem sé slæmt fyrir viðskiptalífið, enda skerðist með þessu fjármögnunarmöguleikar hér á landi. „En þetta er líka gríðarlega slæmt fyrir allt efnahagslífið, alveg óháð verðbréfamarkaðnum og ég hef miklar áhyggjur af þessu. Við erum komin að tímapunkti þar sem við verðum að segja að þetta gangi ekki lengur. Pólitíska forystu þarf um að breyta þessu og gera það mjög snarlega.“ Fréttir ársins 2013 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Óhætt er að segja að á árinu 2013 hafi haldið áfram viðreisn á hlutabréfamarkaði. Árið fylgir 2012 nokkuð vel eftir með þremur skráningum og góðu gengi á markaðnum,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland, Kauphallar Íslands. „En að sumu leyti eru merkin um endurreisnina ekki síður skýr á skuldabréfamarkaði. Þar má segja að árið marki upphaf endurreisnar.“ Páll bendir á að útgáfa fyrirtækjaskuldabréfa á þessu ári sé meira en tvöföld uppsöfnuð útgáfa áranna þriggja þar á undan. „Við erum sennilega með um 90 milljarða sem komið hafa inn á markaðinn í fyrirtækjaskuldabréfum. Árin þrjú á undan 2010 til 2012 er upphæðin samtals innan við 40 milljarðar.“ Páll segir útgáfur sem að einu eða öðru leyti séu tryggðar með fasteignum hafa verið leiðandi, en merki séu um aðrar útgáfur líka. „Við lítum á þennan markað sem ákveðinn valkost við bankafjármögnun, auk þess sem hann veitir mikilvægt aðhald í fjármögnun fyrirtækja.“.Fréttablaðið/VilhelmHöfum ekkert val Eftir hrun gjaldeyrisins og fjármálakerfisins fyrir rúmum fimm árum voru uppi vangaveltur um hvort hér gæti yfir höfuð starfað hlutabréfamarkaður og þeir voru til sem töldu að aðrar kauphallir á Norðurlöndum gætu tekið starfsemina yfir. Endurreisnin sem átt hefur sér stað og á sér enn stað kann þó að hafa kveðið slíkar raddir í kútinn. „Ég held raunar að við höfum ekkert val,“ segir Páll. „Ef þessi vettvangur væri ekki fyrir hendi þá væru fjármögnunarmöguleikar íslenskra fyrirtækja skertir. Það held ég hugnist ekki neinum.“ Aukinheldur segir Páll ekki mega gleymast að markaðurinn hafi þjónað ríkinu alveg gríðarlega vel síðustu ár. „Að mínu viti er markaður með íslensk ríkisskuldabréf á heimsmælikvarða varðandi gegnsæi og hvernig viðskiptin eru framkvæmd,“ segir hann. Þetta skili sér í lægri ávöxtunarkröfu fyrir ríkið. „Ef maður bara hugar að þeim fjárhæðum sem eru útistandandi í gegnum árin hefur þetta án efa sparað ríkissjóði verulega fjármuni. Líkast til er ekki óvarlega reiknað að þar sé um að ræða milljarðatugi,“ segir Páll..Fréttablaðið/VilhelmÁhersla lögð á fræðslu Meðal annarra merkja á markaði sem gefa tilefni til bjartsýni og eru frábrugðin síðustu árum segir Páll til dæmis vera aukna þátttöku almennings. „Við sáum merki um þetta á síðasta ári en sjáum það enn frekar á þessu ári, sérstaklega í útboðunum.“ Kauphöllin hefur enda á árinu lagt aukna áherslu á fræðslustarf, bæði til almennings og fjárfesta. Haldin hafa verið námskeið og segir Páll gott samstarf hafa verið við fjölda stofnana og fyrirtækja. Í haust var svo haldinn Kauphallardagur í Háskólanum í Reykjavík þar sem boðið var upp á tólf örnámskeið sem Kauphöllin, bankarnir, HR og Klak Innovit önnuðust. Í þeim var fjallað um markaðinn frá öllum mögulegum hliðum. „Á þetta höfum við lagt mjög mikla áherslu því við höfum átt von á því að fólk kæmi í auknum mæli inn á markaðinn og viljum leggja okkar af mörkum til þess að fólk komi inn á réttum forsendum.“ Páll segir Kauphöllina hafa talað fyrir því að fólk fari sér að engu óðslega þegar fyrstu skrefin eru tekin í verðbréfaviðskiptum. Þar segir hann nýja kauphallarsjóði líka geta hjálpað. „Við fengum tvo inn á markaðinn á þessu ári, einn hlutabréfasjóð og annan skuldabréfasjóð og ég á von á því að við fáum fleiri inn á næsta ári.“ Þarna sé almennum fjárfestum gefinn kostur á að koma inn í sjóð sem hægt sé að versla með á markaði eins og um hlutabréf væri að ræða. Hægt sé að dreifa áhættu um leið og verslað sé með sjóðinn á markaði. „Hann hefur því kosti umfram aðra sjóði sem líka fela í sér áhættudreifingu.“ Breytingin eigi sérstaklega við á skuldabréfamarkaði þar sem bein þátttaka almennings hafi verið lítil. „Þótt almenningur sé ekki beinn viðskiptavinur og enn sem komið er ekki stór hluti af markaðnum, þá er aðkoma almennings samt sem áður að vissu leyti hjartað í markaðnum. Lífeyrissjóðirnir eiga auðvitað mjög stóran hluta af markaðnum og þar með almenningur. Og þó ekki væri nema bara út af því þá finnst okkur það nauðsynlegt, bara til þess að fólk geti veitt ákveðið aðhald,“ segir Páll og kveðst mjög ánægður með hvernig tekist hafi til í fræðslustarfi. „Til dæmis er alveg klárt að Kauphallardagurinn er kominn til að vera.“Nýskráningar halda áfram Næsta ár og þarnæsta á hlutabréfamarkaði segist Páll giska á að verði ekki síðri en þetta hvað varðar nýskráningar í Kauphöllina. „En auðvitað er svolítið erfitt að tímasetja þessa hluti nákvæmlega,“ bætir hann við. Komið hefur fram að Sjóvá vinnur að skráningu og eins eru Reitir með skráningu í sigtinu. Þá ætlar HB Grandi að færa sig yfir á aðalmarkaðinn af First North-hlutabréfamarkaðnum. „Það held ég líka að sé mikil lyftistöng fyrir markaðinn,“ segir Páll og vonast til þess að þar með sé tekið fyrsta skrefið að almennari þátttöku í hluthafahópi sjávarútvegsfyrirtækja. „Síðan eykst óvissan eftir því sem lengra er horft fram á veginn,“ segir Páll og bendir á að eftir eigi að koma í ljós hvaða leið verði farin með Landsbankann. „Íslandsbanki hefur lýst því yfir að bankinn sé að skoða möguleikann á tvískráningu. Og svo eru félög sem hafa viðrað mögulega skráningu, svo sem Skipti, Advania, Promens og jafnvel MP banki. En hvað af því gæti orðið á næsta ári er svolítið erfitt að segja. Og svo eru náttúrulega aðilar sem hafa komið að máli við okkur og eru að huga að skráningu annaðhvort á þessu ári eða næsta. Ég á von á því að ef við horfum á 2014 og 2015 saman verði þetta lífleg ár, en erfiðara að giska á hvort verður sterkara. En öll teikn eru um að þau geti orðið býsna góð.“Skaðsemi hafta veldur þungum áhyggjum Komið er að þeim tímapunkti að áframhaldandi gjaldeyrishöft hindra, að mati Páls Harðarsonar forstjóra Kauphallarinnar, ákveðna uppbyggingu á markaði. Hann segir „deginum ljósara“ að markaðurinn nýtist ekki félögum sem hug hafi á að sækja sér fjármagn til fjárfestinga utan landsteinanna. „Undanfarið eitt og hálft ár höfum við þegar nokkur dæmi um að fulltrúar fyrirtækja hafi komið og rætt við okkur um mögulegar skráningar en ekki séð sér fært að taka málið lengra. Þetta hafa verið glæsileg félög sem hafa í hyggju að vaxa erlendis en hafa ekki séð fram á að geta nýtt fjármagn, sem þau vissulega gætu sótt sér hér. Að mínu viti er þetta býsna alvarlegt,“ segir Páll. Jafnvel þó svo að félög séu með bróðurpart starfsemi sinnar í útlöndum segir hann ávinning af starfsemi þeirra geta verið lúmskt mikinn fyrir íslenskt þjóðarbú. Nægi þar að horfa til þátta á borð við þekkingu sem til verði innan þeirra. Dæmin séu til staðar, svo sem Actavis, Össur og Marel. „Þeim hefur gengið mjög vel og eru með mikla starfsemi annars staðar, en starfsemin hér er engu að síður gríðarlega mikilvæg.“ Páll segir að velta megi fyrir sér hvað hefði gerst fyrir 20 árum þegar Marel var að koma inn á markaðinn, ef við lýði hefði verið sama umhverfi og nú. „Félagið hefði gengið á fund Seðlabankans og sagst hafa hug á að vaxa eitthvað hér en ætlunin væri líka að vaxa mikið erlendis. Í núverandi umhverfi er ljóst að þeim hefði verið settur stóllinn fyrir dyrnar því á þeim tíma hefði ekki verið litið á þau sem þjóðhagslega mikilvæg. Félaginu hefði verið sagt: „Nei, þú færð engar undanþágur,“ og við orðið af öllum þessum ævintýrum.“ Páll segist hræddur um að afleiðingar þeirrar stefnu sem nú sé rekin eigi eftir að lifa með landinu til mjög langs tíma. „Þær eru hins vegar ekki augljósar núna og þess vegna er takmörkuð pressa á að greiða fyrir fyrirtækjum af þessum toga. Þarna sjáum við fram á nokkuð sem gæti lýst sér í varanlegum skaða fyrir þjóðarbúið.“ Fyrirtæki segir hann eðlilega bregðast við með því að flytja allt sem þau geti til útlanda. „Og við sjáum þegar merki um það.“ Ljóst er, að mati Páls, að verðbréfamarkaðurinn verði fyrir skelli vegna áframhaldandi gjaldeyrishafta, sem sé slæmt fyrir viðskiptalífið, enda skerðist með þessu fjármögnunarmöguleikar hér á landi. „En þetta er líka gríðarlega slæmt fyrir allt efnahagslífið, alveg óháð verðbréfamarkaðnum og ég hef miklar áhyggjur af þessu. Við erum komin að tímapunkti þar sem við verðum að segja að þetta gangi ekki lengur. Pólitíska forystu þarf um að breyta þessu og gera það mjög snarlega.“
Fréttir ársins 2013 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira