Hvað gerir þú á daginn? Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 21. desember 2013 06:00 –„Ég starfa sem alþingismaður.“ –„Já, já. En eruð þið bara ekki að rífast í þingsal alla daga? Er þetta ekki hundleiðinlegt?“ Svona spurningar fær nýr þingmaður gjarnan. Það má segja að gjá hafi myndast milli þings og þjóðar og þá á ég við að það virðist óljóst í hverju starf þingmannsins felst. Þessi greinarstúfur er veikburða tilraun til að hefja brúarsmíði yfir gjána.Venjulegur dagur En hvað varðar dagleg störf þingmannsins þá er kannski enginn dagur venjulegur. Starfið er mjög erilsamt en yfirleitt gefandi og ánægjulegt. Svo ég taki bara dæmi af venjulegum þriðjudegi, þá hófst dagurinn með nefndarfundi kl. 9 og þeim fundi lauk kl. 12. Á nefndarfundum hittum við fulltrúa ráðuneyta, sveitarfélaga og ýmissa hagsmunahópa vegna mála sem eru til umræðu á þingi. Að fundi loknum kom ég mér fyrir á skrifstofunni og skrifaði ræðu fyrir þingfundinn sem hófst kl. 13.30. Á þingfundinum var lífleg og málefnaleg umræða, m.a. um sæstreng og almannatryggingar. Enginn að rífast og enginn með dónaskap. Fólk skiptist á skoðunum í mesta bróðerni. Um fimmleytið fór ég aftur á skrifstofuna og lauk við að undirbúa þingmál sem ég mun flytja á morgun. Á venjulegum degi svara ég tölvupósti inni á milli og les mig í gegnum skýrslur og ýmsar upplýsingar sem nauðsynlegar eru fyrir umræðuna hverju sinni. Ég fæ talsvert af beiðnum frá fólki sem vill hitta mig, sem er mjög jákvætt, og þá reyni ég að finna tíma í stundaskránni fyrir slíka fundi. Einnig er ætlast til að þingmenn mæti á vissa viðburði í kjördæminu, sem er bæði sjálfsagt og skemmtilegt. Enda byggist starf stjórnmálamannsins fyrst og fremst á að rækta tengsl við fólk og miðla upplýsingum frá þeim til Alþingis og öfugt. Nú er klukkan rúmlega níu um kvöld og ég er að hugsa um að leggja af stað heim á leið innan skamms, þ.e. þegar ég hef lokið við að skrifa þessa grein. En það er ekki nóg að funda, tala og lesa, það verður að framkvæma og skila árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
–„Ég starfa sem alþingismaður.“ –„Já, já. En eruð þið bara ekki að rífast í þingsal alla daga? Er þetta ekki hundleiðinlegt?“ Svona spurningar fær nýr þingmaður gjarnan. Það má segja að gjá hafi myndast milli þings og þjóðar og þá á ég við að það virðist óljóst í hverju starf þingmannsins felst. Þessi greinarstúfur er veikburða tilraun til að hefja brúarsmíði yfir gjána.Venjulegur dagur En hvað varðar dagleg störf þingmannsins þá er kannski enginn dagur venjulegur. Starfið er mjög erilsamt en yfirleitt gefandi og ánægjulegt. Svo ég taki bara dæmi af venjulegum þriðjudegi, þá hófst dagurinn með nefndarfundi kl. 9 og þeim fundi lauk kl. 12. Á nefndarfundum hittum við fulltrúa ráðuneyta, sveitarfélaga og ýmissa hagsmunahópa vegna mála sem eru til umræðu á þingi. Að fundi loknum kom ég mér fyrir á skrifstofunni og skrifaði ræðu fyrir þingfundinn sem hófst kl. 13.30. Á þingfundinum var lífleg og málefnaleg umræða, m.a. um sæstreng og almannatryggingar. Enginn að rífast og enginn með dónaskap. Fólk skiptist á skoðunum í mesta bróðerni. Um fimmleytið fór ég aftur á skrifstofuna og lauk við að undirbúa þingmál sem ég mun flytja á morgun. Á venjulegum degi svara ég tölvupósti inni á milli og les mig í gegnum skýrslur og ýmsar upplýsingar sem nauðsynlegar eru fyrir umræðuna hverju sinni. Ég fæ talsvert af beiðnum frá fólki sem vill hitta mig, sem er mjög jákvætt, og þá reyni ég að finna tíma í stundaskránni fyrir slíka fundi. Einnig er ætlast til að þingmenn mæti á vissa viðburði í kjördæminu, sem er bæði sjálfsagt og skemmtilegt. Enda byggist starf stjórnmálamannsins fyrst og fremst á að rækta tengsl við fólk og miðla upplýsingum frá þeim til Alþingis og öfugt. Nú er klukkan rúmlega níu um kvöld og ég er að hugsa um að leggja af stað heim á leið innan skamms, þ.e. þegar ég hef lokið við að skrifa þessa grein. En það er ekki nóg að funda, tala og lesa, það verður að framkvæma og skila árangri.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun