Litir og form í fyrirrúmi á sýningu í i8 Friðrika Benónýsdóttir skrifar 19. desember 2013 10:00 Verk þeirra Þórs, Camillu og Sergio eru hvert öðru litskrúðugra þótt nálgun listamannanna sé gerólík. Sýning á verkum fjögurra listamanna, þeirra Harðar Ágústssonar, Camillu Løw, Sergio Sister og Þórs Vigfússonar verður opnuð í i8 í dag. Listamennirnir, sem eru af fjórum kynslóðum, fást allir við liti og form í verkum sínum og sækja myndmál sitt í stefnur allt frá konstrúktívisma til naumhyggju. Verkin á sýningunni, unnin á tímabilinu 1960 og fram til dagsins í dag, eiga öll rætur sínar að rekja til strangflatarhefðarinnar og búa yfir sams konar formfræðilegri fagurfræði. „Þór Vigfússon er einn af okkar listamönnum og við höfum líka sýnt Hörð áður, enda mjög hrifin af verkum hans,“ segir Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, sýningarstjóri í i8. „Smám saman kom fram sú hugmynd að setja saman sýningu með verkum listamanna af ólíkum kynslóðum sem væru að sækja í sama brunn, módernismann og konstrúktívismann, en hafa allir mismunandi nálgun á þá hefð.“ Elstur listamannanna sem verk eiga á sýningunni er Hörður Ágústsson, sem fæddur var 1922 og lést árið 2005. Verk hans á sýningunni eru skissur og teikningar, gerðar á tímabilinu 1955-1975, sem gefa hugmynd um hvernig abstraktlist Harðar þróaðist. Yngsti listamaðurinn er Camilla Løw frá Noregi, fædd 1976. Hún sýnir hangandi skúlptúra úr plexígleri og viði, lökkuðum í háglans litum. Þór Vigfússon, fæddur 1954, sýnir Þrjú veggverk, hvert þeirra samsett úr sex mismunandi lituðum glerplötum sem saman mynda þverröndótt tígullaga form og hanga lóðrétt. Fjórði listamaðurinn er Sergio Sister frá Brasilíu, fæddur 1948, sem sýnir verk sem unnin eru úr viðarfjölum sem hann raðar saman svo úr verða lágmyndir sem líkjast vörukössum eða gluggapóstum. „Sýningin er mjög litrík, enda snúast verk allra listamannanna mikið um liti og form,“ segir Anna Júlía og hvetur listunnendur til að koma við í i8 í jólastressinu og njóta litadýrðar og listar. Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sýning á verkum fjögurra listamanna, þeirra Harðar Ágústssonar, Camillu Løw, Sergio Sister og Þórs Vigfússonar verður opnuð í i8 í dag. Listamennirnir, sem eru af fjórum kynslóðum, fást allir við liti og form í verkum sínum og sækja myndmál sitt í stefnur allt frá konstrúktívisma til naumhyggju. Verkin á sýningunni, unnin á tímabilinu 1960 og fram til dagsins í dag, eiga öll rætur sínar að rekja til strangflatarhefðarinnar og búa yfir sams konar formfræðilegri fagurfræði. „Þór Vigfússon er einn af okkar listamönnum og við höfum líka sýnt Hörð áður, enda mjög hrifin af verkum hans,“ segir Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, sýningarstjóri í i8. „Smám saman kom fram sú hugmynd að setja saman sýningu með verkum listamanna af ólíkum kynslóðum sem væru að sækja í sama brunn, módernismann og konstrúktívismann, en hafa allir mismunandi nálgun á þá hefð.“ Elstur listamannanna sem verk eiga á sýningunni er Hörður Ágústsson, sem fæddur var 1922 og lést árið 2005. Verk hans á sýningunni eru skissur og teikningar, gerðar á tímabilinu 1955-1975, sem gefa hugmynd um hvernig abstraktlist Harðar þróaðist. Yngsti listamaðurinn er Camilla Løw frá Noregi, fædd 1976. Hún sýnir hangandi skúlptúra úr plexígleri og viði, lökkuðum í háglans litum. Þór Vigfússon, fæddur 1954, sýnir Þrjú veggverk, hvert þeirra samsett úr sex mismunandi lituðum glerplötum sem saman mynda þverröndótt tígullaga form og hanga lóðrétt. Fjórði listamaðurinn er Sergio Sister frá Brasilíu, fæddur 1948, sem sýnir verk sem unnin eru úr viðarfjölum sem hann raðar saman svo úr verða lágmyndir sem líkjast vörukössum eða gluggapóstum. „Sýningin er mjög litrík, enda snúast verk allra listamannanna mikið um liti og form,“ segir Anna Júlía og hvetur listunnendur til að koma við í i8 í jólastressinu og njóta litadýrðar og listar.
Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira