Ágætis uppskera þessa dagana Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2013 11:00 Gunnar Andreas er einn þeirra sem hljóta Kraumsverðlaunin fyrir bestu íslensku diska ársins, fyrir diskinn Patterns sem inniheldur úrval verka hans á einum áratug. Frétablaðið/Vilhelm Gunnari Andreas Kristinssyni hlotnast margvísleg upphefð um þessar mundir. Í fyrsta lagi var diskurinn hans, Patterns, valinn einn af sjö bestu íslensku diskum ársins 2013 af Kraumi, tónlistarsjóði. Á Patterns er sólóverk fyrir píanó og annað fyrir orgel. Einnig er eitt stórt verk fyrir orgel og víólu og þessi verk eiga það sameiginlegt að hafa verið flutt oft, bæði hérlendis og erlendis, að sögn Gunnars Andreasar. „Elsta verkið er frá 2000 þannig að þetta er úrvalið á einum áratug frá mér,“ segir hann. Aðspurður segir hann verkin flokkast undir klassíska nútímatónlist en aðgengileg að því leyti að mörg þeirra séu byggð á íslenskum þjóðlögum og nefnir sem dæmi Liljulagið og Fagurt er í fjörðum. „Ég nota eigin hugmyndaflug og spinn út frá lögunum en þau eru vel falin,“ tekur hann fram. Flytjendur á diskinum eru norski píanóleikari Joachim Kwetzinsky, danski orgelvirtúósinn Christian Præstholm og víóluleikarinn Guðrún Hrund Harðardóttir, eiginkona tónskáldsins. Þetta er ekki allt því hljómsveitarverk Gunnar Andreasar, Gangverk englanna, sem flutt var á Myrkum músíkdögum á fyrstu mánuðum ársins, er tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónverk ársins og hann er líka tilnefndur sem tónhöfundur ársins fyrir það verk. „Þetta í fyrsta skipti sem ég fæ tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna þannig að það kom skemmtilega á óvart,“ segir hann ánægður með uppskeru erfiðis síns. Gunnar Andreas er einn þeirra sem hefur vinnustofu í Reykjavíkurakademíunni og inntur eftir hvað hann sé að fást við núna svarar hann: „Ég er að semja klarinettukonsert fyrir Kammersveit Reykjavíkur og Ingólf Vilhjálmsson á klarinett. Hann verður fluttur á Myrkum músíkdögum á næsta ári. Svo er ég líka að gera saxófónkvartett fyrir Stokkhólm saxofónkvartett sem verður líka frumfluttur á Myrkum.“En að lokum: hvaðan er Andreasar nafnið? „Andreas er í ættinni minni sem kemur frá Bakkafirði. Langafi minn hét Gunnlaugur Andreas og tveir frændur bera þetta sem annað nafn. Ég tel mig þó vera Reykvíking í húð og hár þó ég eigi ættir að rekja út á land eins og flestir.“ Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Gunnari Andreas Kristinssyni hlotnast margvísleg upphefð um þessar mundir. Í fyrsta lagi var diskurinn hans, Patterns, valinn einn af sjö bestu íslensku diskum ársins 2013 af Kraumi, tónlistarsjóði. Á Patterns er sólóverk fyrir píanó og annað fyrir orgel. Einnig er eitt stórt verk fyrir orgel og víólu og þessi verk eiga það sameiginlegt að hafa verið flutt oft, bæði hérlendis og erlendis, að sögn Gunnars Andreasar. „Elsta verkið er frá 2000 þannig að þetta er úrvalið á einum áratug frá mér,“ segir hann. Aðspurður segir hann verkin flokkast undir klassíska nútímatónlist en aðgengileg að því leyti að mörg þeirra séu byggð á íslenskum þjóðlögum og nefnir sem dæmi Liljulagið og Fagurt er í fjörðum. „Ég nota eigin hugmyndaflug og spinn út frá lögunum en þau eru vel falin,“ tekur hann fram. Flytjendur á diskinum eru norski píanóleikari Joachim Kwetzinsky, danski orgelvirtúósinn Christian Præstholm og víóluleikarinn Guðrún Hrund Harðardóttir, eiginkona tónskáldsins. Þetta er ekki allt því hljómsveitarverk Gunnar Andreasar, Gangverk englanna, sem flutt var á Myrkum músíkdögum á fyrstu mánuðum ársins, er tilnefnt til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónverk ársins og hann er líka tilnefndur sem tónhöfundur ársins fyrir það verk. „Þetta í fyrsta skipti sem ég fæ tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna þannig að það kom skemmtilega á óvart,“ segir hann ánægður með uppskeru erfiðis síns. Gunnar Andreas er einn þeirra sem hefur vinnustofu í Reykjavíkurakademíunni og inntur eftir hvað hann sé að fást við núna svarar hann: „Ég er að semja klarinettukonsert fyrir Kammersveit Reykjavíkur og Ingólf Vilhjálmsson á klarinett. Hann verður fluttur á Myrkum músíkdögum á næsta ári. Svo er ég líka að gera saxófónkvartett fyrir Stokkhólm saxofónkvartett sem verður líka frumfluttur á Myrkum.“En að lokum: hvaðan er Andreasar nafnið? „Andreas er í ættinni minni sem kemur frá Bakkafirði. Langafi minn hét Gunnlaugur Andreas og tveir frændur bera þetta sem annað nafn. Ég tel mig þó vera Reykvíking í húð og hár þó ég eigi ættir að rekja út á land eins og flestir.“
Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira