Ljóð eiga að vera jafn sjálfsögð og kaffibolli Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar 16. desember 2013 11:00 Valgerður Þóroddsdóttir. Meðgönguljóð er útgáfa sem sérhæfir sig í útgáfu ljóðabóka. Nýverið voru fjögur ný skáld tekin inn í raðir meðgönguljóðskálda. fréttablaðið/vilhelm Útgáfufélagið Meðgönguljóð kynnti til leiks á dögunum fjögur ný ljóðskáld sem koma til með að gefa út hjá því ljóðabók á nýju ári. Fyrst í röðinni verður Björk Þorgrímsdóttir en gefin verður út ný ljóðabók eftir hana strax í janúar. Von er á næstu bókum þegar líður á árið en höfundar þeirra eru þau Lilý Erla Adamsdóttir, Elías Knörr og Bergþóra Einarsdóttir. Valgerður Þóroddsdóttir er í forsvari fyrir útgáfunni. Hún segir margt vera á döfinni hjá forlaginu á nýju ári. „Hugmyndin með útgáfunni er að gefa öllum tækifæri til að fjárfesta í ljóðabókum, hver svo sem fjárhagurinn er. Við handsaumum bækurnar sjálf til að halda kostnaði í algjöru lágmarki. Stefnan er að fólk geti keypt sér ljóðabók á svipuðu verði og einn kaffibolla. Nafn forlagsins er að sumu leyti vísun í þetta, en sagan segir að einhvern tíma hafi einhver mismælt sig á kaffihúsi og beðið um „meðgöngubolla“ þegar hann var að þýða enska hugtakið „take-away“. Við viljum að ljóð séu jafn aðgengileg og sjálfsagt veganesti og einn kaffibolli. Útgáfan fer ört stækkandi en í ár komu út þrjár nýjar ljóðabækur og á næsta ári stefnum við að því að gefa út sex. Skáldin fjögur sem hafa nú þegar verið samþykkt eru öll byrjuð að vinna í verkunum sínum ásamt ritstjóra. Við teljum samstarf skálds og ritstjóra gríðarlega mikilvægt. Samstarfið tekur venjulega nokkra mánuði áður en verkið er fullunnið.“ Öll handrit eru tekin til skoðunar hjá Meðgönguljóðum og Valgerður hvetur áhugasöm skáld til að setja sig í samband við útgáfuna. „Það streyma til okkar handrit og við tökum glöð á móti þeim öllum. Best er ef fólk sendir okkur nokkur ljóð til að vinna með og ef þau eru samþykkt setjum við þau af stað í ritstjórnarferlið.“ Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Útgáfufélagið Meðgönguljóð kynnti til leiks á dögunum fjögur ný ljóðskáld sem koma til með að gefa út hjá því ljóðabók á nýju ári. Fyrst í röðinni verður Björk Þorgrímsdóttir en gefin verður út ný ljóðabók eftir hana strax í janúar. Von er á næstu bókum þegar líður á árið en höfundar þeirra eru þau Lilý Erla Adamsdóttir, Elías Knörr og Bergþóra Einarsdóttir. Valgerður Þóroddsdóttir er í forsvari fyrir útgáfunni. Hún segir margt vera á döfinni hjá forlaginu á nýju ári. „Hugmyndin með útgáfunni er að gefa öllum tækifæri til að fjárfesta í ljóðabókum, hver svo sem fjárhagurinn er. Við handsaumum bækurnar sjálf til að halda kostnaði í algjöru lágmarki. Stefnan er að fólk geti keypt sér ljóðabók á svipuðu verði og einn kaffibolla. Nafn forlagsins er að sumu leyti vísun í þetta, en sagan segir að einhvern tíma hafi einhver mismælt sig á kaffihúsi og beðið um „meðgöngubolla“ þegar hann var að þýða enska hugtakið „take-away“. Við viljum að ljóð séu jafn aðgengileg og sjálfsagt veganesti og einn kaffibolli. Útgáfan fer ört stækkandi en í ár komu út þrjár nýjar ljóðabækur og á næsta ári stefnum við að því að gefa út sex. Skáldin fjögur sem hafa nú þegar verið samþykkt eru öll byrjuð að vinna í verkunum sínum ásamt ritstjóra. Við teljum samstarf skálds og ritstjóra gríðarlega mikilvægt. Samstarfið tekur venjulega nokkra mánuði áður en verkið er fullunnið.“ Öll handrit eru tekin til skoðunar hjá Meðgönguljóðum og Valgerður hvetur áhugasöm skáld til að setja sig í samband við útgáfuna. „Það streyma til okkar handrit og við tökum glöð á móti þeim öllum. Best er ef fólk sendir okkur nokkur ljóð til að vinna með og ef þau eru samþykkt setjum við þau af stað í ritstjórnarferlið.“
Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira