Hélt í óvissa ævintýraleit til Grænlands Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. desember 2013 10:00 Heiðrún getur ekki beðið eftir að komast aftur til Grænlands. Fréttablaðið/GVA Heiðrún Ólafsdóttir er tilnefnd til Fjöruverðlaunanna fyrir ljóðabók sína Af hjaranum. Í ljóðunum lýsir hún veru sinni á Grænlandi, veru sem hún segir hafa haft djúp og varanleg áhrif á sig. „Mér bauðst að fara til Grænlands og vinna þar í tvo mánuði árið 2010, sagði upp góðu stöðunni minni í stóra fyrirtækinu og hélt út í óvissuna í ævintýraleit,“ segir Heiðrún Ólafsdóttir um tildrög Grænlandsferðarinnar sem hún lýsir í ljóðunum í Af hjaranum. „Ég fór að vinna sem kokkur á steikhúsi bæjarins Sisimiut, sem er næststærsti bær Grænlands með 3.600 íbúa.“ Veran í Sisimiut hefur greinilega haft djúp áhrif á Heiðrúnu ef marka má ljóðin í bókinni. „Já, þetta hafði mikil áhrif,“ viðurkennir hún. „Og einkennileg. Eins mikið og mig langaði að komast í burtu á meðan ég var þar, þá hef ég verið alveg sjúk í Grænland síðan ég kom þaðan og get ekki beðið eftir tækifæri til að komast þangað aftur.“Hvað er svona heillandi? „Það er erfitt að útskýra það, en það eru einhverjir töfrar þarna sem eru eiginlega ólýsanlegir. Það er eins og bindist í mann einhverjar taugar sem eru óslítanlegar. Það er ekkert áþreifanlegt sem bindur mann; ég get ekki sagt að það sé fólkið, landslagið, tíðarfarið eða neitt eitt, það verður bara til einhver galdur. Og ég veit að ég er ekkert ein um þá upplifun.“ Heiðrún segir Sisimiut eiginlega vera stórborg á grænlenskan mælikvarða, þar sé spítali, menntaskóli og allar græjur, eins og hún orðar það. Miðað við bókina hafði hún ákveðna fordóma gagnvart Grænlendingum áður en hún fór og hún gengst alveg við þeim. „Já, ég held ég verði að viðurkenna það,“ segir hún dræmt. „Maður fær eiginlega bara neikvæðar fréttir frá Grænlandi, um heimilisofbeldi eða drykkjuskap eða einhvers konar ósætti. Maður fær aldrei gleðilegu fréttirnar þaðan. Þess vegna kom mér gleðin í fólkinu þar á óvart, það eru allir svo glaðir og hamingjusamir, þrátt fyrir allt. Vissulega sá maður margt ömurlegt, til dæmis er næststærsta húsið í bænum barnaheimili fyrir börn sem hafa verið fjarlægð af heimilum sínum, þannig að undirtónninn er alltaf svolítið sorglegur og dapur. En gleðin er samt mest áberandi, svo furðulega sem það hljómar.“Og Grænlendingar hafa ekki verið haldnir fordómum gagnvart þér? „Ekki eftir að þeir komust að því að ég væri Íslendingur, nei. Fyrst héldu allir sem ég var að vinna með að ég væri Dani og fáir yrtu á mig fyrr en þeir fréttu að ég væri íslensk. Ætluðu sko ekki að fara að tala við enn einn Danann sem væri kominn til að breyta lífi þeirra.“ Heiðrún segir það hafa komið sér mest á óvart hversu mikil stéttaskipting sé ríkjandi á Grænlandi. „Það eru mörg lög. Danir fæddir á Grænlandi tróna efstir, eða setja sig þar eiginlega sjálfir, síðan er það grænlenska elítan sem á nánast allan bæinn og ég var að vinna hjá. Þau eiga alla veitingastaðina í bænum, reka strætókeyrsluna, byggingafyrirtækin, fatabúð og eiginlega bara allt. Það var mjög skrítið að upplifa það.“ Af hjaranum er önnur ljóðabók Heiðrúnar og hún gefur hana út sjálf, kom tilnefningin henni á óvart? „Já, hún kom mér svolítið á óvart. Einhvern veginn finnst manni þessi bransi vera ofboðslega forlagsbundinn. Þannig að ég upplifi tilnefninguna dálítið sem sigur litla mannsins, ekki bara sem höfundur heldur líka sem útgefandi. Það vekur hjá mér von um breytta tíma í útgáfumálum. Fyrst og fremst er tilnefningin þó mikill heiður fyrir mig sem ljóðskáld og ég er mjög ánægð með hana.“ Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Heiðrún Ólafsdóttir er tilnefnd til Fjöruverðlaunanna fyrir ljóðabók sína Af hjaranum. Í ljóðunum lýsir hún veru sinni á Grænlandi, veru sem hún segir hafa haft djúp og varanleg áhrif á sig. „Mér bauðst að fara til Grænlands og vinna þar í tvo mánuði árið 2010, sagði upp góðu stöðunni minni í stóra fyrirtækinu og hélt út í óvissuna í ævintýraleit,“ segir Heiðrún Ólafsdóttir um tildrög Grænlandsferðarinnar sem hún lýsir í ljóðunum í Af hjaranum. „Ég fór að vinna sem kokkur á steikhúsi bæjarins Sisimiut, sem er næststærsti bær Grænlands með 3.600 íbúa.“ Veran í Sisimiut hefur greinilega haft djúp áhrif á Heiðrúnu ef marka má ljóðin í bókinni. „Já, þetta hafði mikil áhrif,“ viðurkennir hún. „Og einkennileg. Eins mikið og mig langaði að komast í burtu á meðan ég var þar, þá hef ég verið alveg sjúk í Grænland síðan ég kom þaðan og get ekki beðið eftir tækifæri til að komast þangað aftur.“Hvað er svona heillandi? „Það er erfitt að útskýra það, en það eru einhverjir töfrar þarna sem eru eiginlega ólýsanlegir. Það er eins og bindist í mann einhverjar taugar sem eru óslítanlegar. Það er ekkert áþreifanlegt sem bindur mann; ég get ekki sagt að það sé fólkið, landslagið, tíðarfarið eða neitt eitt, það verður bara til einhver galdur. Og ég veit að ég er ekkert ein um þá upplifun.“ Heiðrún segir Sisimiut eiginlega vera stórborg á grænlenskan mælikvarða, þar sé spítali, menntaskóli og allar græjur, eins og hún orðar það. Miðað við bókina hafði hún ákveðna fordóma gagnvart Grænlendingum áður en hún fór og hún gengst alveg við þeim. „Já, ég held ég verði að viðurkenna það,“ segir hún dræmt. „Maður fær eiginlega bara neikvæðar fréttir frá Grænlandi, um heimilisofbeldi eða drykkjuskap eða einhvers konar ósætti. Maður fær aldrei gleðilegu fréttirnar þaðan. Þess vegna kom mér gleðin í fólkinu þar á óvart, það eru allir svo glaðir og hamingjusamir, þrátt fyrir allt. Vissulega sá maður margt ömurlegt, til dæmis er næststærsta húsið í bænum barnaheimili fyrir börn sem hafa verið fjarlægð af heimilum sínum, þannig að undirtónninn er alltaf svolítið sorglegur og dapur. En gleðin er samt mest áberandi, svo furðulega sem það hljómar.“Og Grænlendingar hafa ekki verið haldnir fordómum gagnvart þér? „Ekki eftir að þeir komust að því að ég væri Íslendingur, nei. Fyrst héldu allir sem ég var að vinna með að ég væri Dani og fáir yrtu á mig fyrr en þeir fréttu að ég væri íslensk. Ætluðu sko ekki að fara að tala við enn einn Danann sem væri kominn til að breyta lífi þeirra.“ Heiðrún segir það hafa komið sér mest á óvart hversu mikil stéttaskipting sé ríkjandi á Grænlandi. „Það eru mörg lög. Danir fæddir á Grænlandi tróna efstir, eða setja sig þar eiginlega sjálfir, síðan er það grænlenska elítan sem á nánast allan bæinn og ég var að vinna hjá. Þau eiga alla veitingastaðina í bænum, reka strætókeyrsluna, byggingafyrirtækin, fatabúð og eiginlega bara allt. Það var mjög skrítið að upplifa það.“ Af hjaranum er önnur ljóðabók Heiðrúnar og hún gefur hana út sjálf, kom tilnefningin henni á óvart? „Já, hún kom mér svolítið á óvart. Einhvern veginn finnst manni þessi bransi vera ofboðslega forlagsbundinn. Þannig að ég upplifi tilnefninguna dálítið sem sigur litla mannsins, ekki bara sem höfundur heldur líka sem útgefandi. Það vekur hjá mér von um breytta tíma í útgáfumálum. Fyrst og fremst er tilnefningin þó mikill heiður fyrir mig sem ljóðskáld og ég er mjög ánægð með hana.“
Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira