Auðvelt er að jafna hlutfall kynjanna í fjölmiðlum Gunnar Hersveinn skrifar 12. desember 2013 06:00 Ritstjórar, fréttastjórar og fréttamenn geta auðveldlega lagað kynjaskekkjuna í fréttum fjölmiðla. Þetta er aðeins spurning um áhuga og nennu. Rannsóknir eru fyrir hendi og aðferðir liggja fyrir. Þetta er fremur einfalt og auðvelt verkefni en ef til vill gæti verið ágætt að skilgreina ábyrgðina og ráða verkefnisstjóra svo það dagi ekki uppi. Hér er ekki um að ræða að snúa olíuskipi heldur líkjast fjölmiðlar fremur hraðbátum sem auðvelt er að snúa. Fréttamiðlar virðast oft óbærilega fastir í viðjum efnisflokkanna. En áhrifaríkasta leiðin til að breyta hlutfalli viðmælenda í fréttum úr 70% karlar, 30% konur í 50% á hvort kyn er að breyta einfaldlega vægi þeirra efnisflokka sem fréttir eru skrifaðar upp úr og að bæta við efnisflokkum. Algengir efnisflokkar sem fréttir eru skrifaðar upp úr eru stríð, stjórnmál, glæpir, viðskipti, valdabarátta, gjaldþrot, hryðjuverk, réttarkerfi, stórslys, samgöngur, orkumál, eignarréttur, skattkerfi, ársfundir, persónulegir harmleikir og náttúruhamfarir. Almenna reglan er einnig að segja frá því versta sem gerist í hverjum þessara efnisflokka fyrir sig. Fréttirnar eru því oftast slæmar og um leið karllægar. Stundum gerist það marga daga í röð að eingöngu eru fluttar slæmar fréttir úr fáum flokkum og snúast þær þá helst um ófarir í stjórnmálum, peninga-, saka- og gjaldþrotamálum, ásamt úlfúð hér og þar og dauðsföllum. Auðvelt er að finna heila fréttatíma í sjónvarpi og fréttaþætti í blöðum þar sem eingöngu eru sagðar og skrifaðar fréttir af stjórnmálum, efnahag, samgöngum, sakamálum, viðskiptum og eignarrétti. Karllægir efnisflokkar Karlar verða óhjákvæmilega ráðandi í fréttum þar sem þessir efnisflokkar ráða ríkjum. Karlar fremja fleiri glæpi en konur, ofbeldi karla er meira áberandi en ofbeldi kvenna. Karlar standa á bak við fleiri stríð en konur, fleiri gjaldþrot, hryðjuverk, skattsvik. Þeir valda margfalt meiri usla en konur og af einhverjum ástæðum hafa fjölmiðlar margfalt meiri áhuga á óskunda og ólátum og einræðisherrum heldur en viðleitni heiðarlegra borgara til að bæta samfélagið. Fjölmiðlar elta byssukúlurnar og það eru oftast karlar sem taka í gikkinn. Karlar eru oftar í fréttum vegna þess að þeir fylla hina karllægu efnisflokka og falla vel að mælikvörðum fjölmiðla um fréttir. Hörðu fréttirnar í hefðbundnum huga fréttamanna eru peningar og völd og einmitt þar getur allt farið úrskeiðis. Fjölmiðlar eiga og verða að veita hér aðhald en það er fleira fréttnæmt en vont þykir. Fréttir átakamenningar Fjölmiðlar virðast fastir í átakamenningu, núningi, tvískiptingu og að skipa hlutum og fólki í kvíarnar með eða á móti. Venjan í fréttamiðlum hvílir á því að etja saman andstæðingum, segja frá grimmdarverkum og ofbeldisfullum svörum við þeim. Þetta er kölluð hlutlaus fréttamennska og hún er kennd við átök. Hlutlaus fréttamennska er sögð byggð á staðreyndum. En í raun eru staðreyndirnar svo margar að einungis er hægt að velja úr tilteknar staðreyndir og það er gert út frá viðmiðum átakanna. Sá sem segir að staðreyndirnar tali í fréttum á í raun aðeins við að útvaldar og sérvaldar staðreyndir tali. Konur þurfa alls ekki að breyta sér til að komast í fréttir og lausnin felst ekki heldur í því að fréttamenn muni eftir konum þegar viðmælendur eru valdir. Lausnin felst í fleiri efnisflokkum frétta og nýrri virðingarröð þeirra. Lausnin felst einnig í því að þoka sér frá átakamenningu yfir í fjölbreytt sjónarhorn. Hlutföllin 70/30 breytast umsvifalaust ef þetta yrði gert. Ekkert gerist nema fjölmiðlafólk hlusti og breyti vinnubrögðum sínum. Frumkvæðið og valdið til að breyta er hjá fjölmiðlum. Þau ykkar sem skrifið og flytjið daglega fréttir, þið getið breytt málunum því til eru aðrir efnisflokkar frétta mótaðir af báðum kynjum og þar eru margar ósagðar fréttir, bæði góðar og slæmar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hersveinn Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Ritstjórar, fréttastjórar og fréttamenn geta auðveldlega lagað kynjaskekkjuna í fréttum fjölmiðla. Þetta er aðeins spurning um áhuga og nennu. Rannsóknir eru fyrir hendi og aðferðir liggja fyrir. Þetta er fremur einfalt og auðvelt verkefni en ef til vill gæti verið ágætt að skilgreina ábyrgðina og ráða verkefnisstjóra svo það dagi ekki uppi. Hér er ekki um að ræða að snúa olíuskipi heldur líkjast fjölmiðlar fremur hraðbátum sem auðvelt er að snúa. Fréttamiðlar virðast oft óbærilega fastir í viðjum efnisflokkanna. En áhrifaríkasta leiðin til að breyta hlutfalli viðmælenda í fréttum úr 70% karlar, 30% konur í 50% á hvort kyn er að breyta einfaldlega vægi þeirra efnisflokka sem fréttir eru skrifaðar upp úr og að bæta við efnisflokkum. Algengir efnisflokkar sem fréttir eru skrifaðar upp úr eru stríð, stjórnmál, glæpir, viðskipti, valdabarátta, gjaldþrot, hryðjuverk, réttarkerfi, stórslys, samgöngur, orkumál, eignarréttur, skattkerfi, ársfundir, persónulegir harmleikir og náttúruhamfarir. Almenna reglan er einnig að segja frá því versta sem gerist í hverjum þessara efnisflokka fyrir sig. Fréttirnar eru því oftast slæmar og um leið karllægar. Stundum gerist það marga daga í röð að eingöngu eru fluttar slæmar fréttir úr fáum flokkum og snúast þær þá helst um ófarir í stjórnmálum, peninga-, saka- og gjaldþrotamálum, ásamt úlfúð hér og þar og dauðsföllum. Auðvelt er að finna heila fréttatíma í sjónvarpi og fréttaþætti í blöðum þar sem eingöngu eru sagðar og skrifaðar fréttir af stjórnmálum, efnahag, samgöngum, sakamálum, viðskiptum og eignarrétti. Karllægir efnisflokkar Karlar verða óhjákvæmilega ráðandi í fréttum þar sem þessir efnisflokkar ráða ríkjum. Karlar fremja fleiri glæpi en konur, ofbeldi karla er meira áberandi en ofbeldi kvenna. Karlar standa á bak við fleiri stríð en konur, fleiri gjaldþrot, hryðjuverk, skattsvik. Þeir valda margfalt meiri usla en konur og af einhverjum ástæðum hafa fjölmiðlar margfalt meiri áhuga á óskunda og ólátum og einræðisherrum heldur en viðleitni heiðarlegra borgara til að bæta samfélagið. Fjölmiðlar elta byssukúlurnar og það eru oftast karlar sem taka í gikkinn. Karlar eru oftar í fréttum vegna þess að þeir fylla hina karllægu efnisflokka og falla vel að mælikvörðum fjölmiðla um fréttir. Hörðu fréttirnar í hefðbundnum huga fréttamanna eru peningar og völd og einmitt þar getur allt farið úrskeiðis. Fjölmiðlar eiga og verða að veita hér aðhald en það er fleira fréttnæmt en vont þykir. Fréttir átakamenningar Fjölmiðlar virðast fastir í átakamenningu, núningi, tvískiptingu og að skipa hlutum og fólki í kvíarnar með eða á móti. Venjan í fréttamiðlum hvílir á því að etja saman andstæðingum, segja frá grimmdarverkum og ofbeldisfullum svörum við þeim. Þetta er kölluð hlutlaus fréttamennska og hún er kennd við átök. Hlutlaus fréttamennska er sögð byggð á staðreyndum. En í raun eru staðreyndirnar svo margar að einungis er hægt að velja úr tilteknar staðreyndir og það er gert út frá viðmiðum átakanna. Sá sem segir að staðreyndirnar tali í fréttum á í raun aðeins við að útvaldar og sérvaldar staðreyndir tali. Konur þurfa alls ekki að breyta sér til að komast í fréttir og lausnin felst ekki heldur í því að fréttamenn muni eftir konum þegar viðmælendur eru valdir. Lausnin felst í fleiri efnisflokkum frétta og nýrri virðingarröð þeirra. Lausnin felst einnig í því að þoka sér frá átakamenningu yfir í fjölbreytt sjónarhorn. Hlutföllin 70/30 breytast umsvifalaust ef þetta yrði gert. Ekkert gerist nema fjölmiðlafólk hlusti og breyti vinnubrögðum sínum. Frumkvæðið og valdið til að breyta er hjá fjölmiðlum. Þau ykkar sem skrifið og flytjið daglega fréttir, þið getið breytt málunum því til eru aðrir efnisflokkar frétta mótaðir af báðum kynjum og þar eru margar ósagðar fréttir, bæði góðar og slæmar.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar