Byltingin étur börnin sín Ísak Rúnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson skrifar 10. desember 2013 06:00 Þarna sátu þeir vígreifir og glaðir, búnir að útvega fé og útfæra stærstu aðgerð í sögu fyrirgreiðslupólitíkur á Íslandi, á þessari stundu voru þeir ótvíræðir sigurvegarar. Og undirritaðir, sem héldu að það besta við niðurfellingarloforðið væri óframkvæmanleiki þess, vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. En hvað veldur svo hatrammri andúð á þessum fyrirætlunum? Búsáhaldabyltingin markar ótvírætt forsögu þessa máls. Fólk var ósátt við stöðu mála og vildi úrbætur. Fólk taldi skjaldborgina ekki nógu góða en að lokum eru þeir komnir, þessir bræður, sem telja sig vera að bjarga íslenskri þjóð.Ef allt fer á besta veg… Þá búum við ennþá í landi þar sem skuldir ríkissjóðs eru yfirdrifnar, ennþá verður heilbrigðiskerfið rjúkandi rústir og ennþá mun menntakerfið halda áfram að dragast aftur úr öðrum þjóðum. Væri ekki sanngjarnast að nýta fjármuni þjóðarinnar þannig að allir fái notið en ekki einungis þeir sem tóku lán?Ef allt fer á versta veg… Þá er skatturinn ekki einu sinni löglegur. Það verða engar tekjur á móti niðurfellingunni, skuldir ríkissjóðs aukast um að minnsta kosti áttatíu milljarða í viðbót. Nýtt verðbólguskot myndast vegna aukningar á ráðstöfunartekjum sem mun þá aftur hækka húsnæðislánin. Á þá aftur að fella niður skuldir vegna nýs forsendubrests?Ábyrgð á eigin ákvörðunum Sannleikurinn, þó erfiður kunni að reynast, er sá að fólk samþykkti sjálft lánin og forsendur þeirra. Forsendurnar um að húsnæðislánin væru verðtryggð og þar með væri verðlagsáhættan í höndum lántakans. Að auki er gefið að Ísland er verðbólguland. Þegar dýrtíð ríður yfir verða hér verðbólguskot. Þegar öllu er á botninn hvolft hafði fólk val, það gat kannski ekki ráðið forsendunum, en það gat valið hversu stórt húsnæðið og hátt lánið ætti að vera eða einfaldlega leigt. Ekki má heldur gleyma því að eignirnar á bak við, sjálfar fasteigninar, fylgja til langs tíma litið almennu verðlagi.Slæmt fordæmi Hvaða fordæmi setja svona aðgerðir? Geta lántakendur ekki gert ráð fyrir því héðan í frá að þeim verði bjargað fyrir horn næst fyrst þeir þurftu ekki að axla ábyrgð á lánunum sína núna? Sérstaklega ef nógu margir taka nógu há lán á sama tíma, verður verðbólgan þá ekki alltaf forsendubrestur? Þá er líklegt að fólk taki sífellt stærri og fleiri fasteignalán og að ný fasteignabóla myndist.Skuldunum velt á komandi kynslóðir Á endanum er þetta ekki einu sinni flokkspólitískt mál, þetta snýst um það hvort fólk geti virkilega horft í augu barnanna sinna og sagt: Þið munið borga okkar skuldir. Því skuldir ríkissjóðs eru enn 1.788 milljarðar króna. Ekki er þó ætlun okkar að áfellast þá sem lánin tóku. Fæstir geta hreinskilnislega sagt að þeir hafi gert ráð fyrir því að harðna mundi í ári og þess vegna komu þeir sér ekki upp varasjóði. Slæmu lántökurnar voru skiljanleg mistök, en engu að síður mistök þeirra sem lánin tóku. Það er ekki sanngjarnt að velta ábyrgðinni yfir á ungt fólk og ófætt.Úrslitin liggja fyrir Það verða engir sigurvegarar í niðurfellingaraðgerðunum, aðeins er verið að fría sig ábyrgð og henni velt yfir á komandi kynslóðir. Fyrst og fremst þess vegna getum við sem þjóð ekki leyft þeim að ná fram að ganga. Byltingin má ekki éta börnin okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Þarna sátu þeir vígreifir og glaðir, búnir að útvega fé og útfæra stærstu aðgerð í sögu fyrirgreiðslupólitíkur á Íslandi, á þessari stundu voru þeir ótvíræðir sigurvegarar. Og undirritaðir, sem héldu að það besta við niðurfellingarloforðið væri óframkvæmanleiki þess, vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. En hvað veldur svo hatrammri andúð á þessum fyrirætlunum? Búsáhaldabyltingin markar ótvírætt forsögu þessa máls. Fólk var ósátt við stöðu mála og vildi úrbætur. Fólk taldi skjaldborgina ekki nógu góða en að lokum eru þeir komnir, þessir bræður, sem telja sig vera að bjarga íslenskri þjóð.Ef allt fer á besta veg… Þá búum við ennþá í landi þar sem skuldir ríkissjóðs eru yfirdrifnar, ennþá verður heilbrigðiskerfið rjúkandi rústir og ennþá mun menntakerfið halda áfram að dragast aftur úr öðrum þjóðum. Væri ekki sanngjarnast að nýta fjármuni þjóðarinnar þannig að allir fái notið en ekki einungis þeir sem tóku lán?Ef allt fer á versta veg… Þá er skatturinn ekki einu sinni löglegur. Það verða engar tekjur á móti niðurfellingunni, skuldir ríkissjóðs aukast um að minnsta kosti áttatíu milljarða í viðbót. Nýtt verðbólguskot myndast vegna aukningar á ráðstöfunartekjum sem mun þá aftur hækka húsnæðislánin. Á þá aftur að fella niður skuldir vegna nýs forsendubrests?Ábyrgð á eigin ákvörðunum Sannleikurinn, þó erfiður kunni að reynast, er sá að fólk samþykkti sjálft lánin og forsendur þeirra. Forsendurnar um að húsnæðislánin væru verðtryggð og þar með væri verðlagsáhættan í höndum lántakans. Að auki er gefið að Ísland er verðbólguland. Þegar dýrtíð ríður yfir verða hér verðbólguskot. Þegar öllu er á botninn hvolft hafði fólk val, það gat kannski ekki ráðið forsendunum, en það gat valið hversu stórt húsnæðið og hátt lánið ætti að vera eða einfaldlega leigt. Ekki má heldur gleyma því að eignirnar á bak við, sjálfar fasteigninar, fylgja til langs tíma litið almennu verðlagi.Slæmt fordæmi Hvaða fordæmi setja svona aðgerðir? Geta lántakendur ekki gert ráð fyrir því héðan í frá að þeim verði bjargað fyrir horn næst fyrst þeir þurftu ekki að axla ábyrgð á lánunum sína núna? Sérstaklega ef nógu margir taka nógu há lán á sama tíma, verður verðbólgan þá ekki alltaf forsendubrestur? Þá er líklegt að fólk taki sífellt stærri og fleiri fasteignalán og að ný fasteignabóla myndist.Skuldunum velt á komandi kynslóðir Á endanum er þetta ekki einu sinni flokkspólitískt mál, þetta snýst um það hvort fólk geti virkilega horft í augu barnanna sinna og sagt: Þið munið borga okkar skuldir. Því skuldir ríkissjóðs eru enn 1.788 milljarðar króna. Ekki er þó ætlun okkar að áfellast þá sem lánin tóku. Fæstir geta hreinskilnislega sagt að þeir hafi gert ráð fyrir því að harðna mundi í ári og þess vegna komu þeir sér ekki upp varasjóði. Slæmu lántökurnar voru skiljanleg mistök, en engu að síður mistök þeirra sem lánin tóku. Það er ekki sanngjarnt að velta ábyrgðinni yfir á ungt fólk og ófætt.Úrslitin liggja fyrir Það verða engir sigurvegarar í niðurfellingaraðgerðunum, aðeins er verið að fría sig ábyrgð og henni velt yfir á komandi kynslóðir. Fyrst og fremst þess vegna getum við sem þjóð ekki leyft þeim að ná fram að ganga. Byltingin má ekki éta börnin okkar.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun