Byltingin étur börnin sín Ísak Rúnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson skrifar 10. desember 2013 06:00 Þarna sátu þeir vígreifir og glaðir, búnir að útvega fé og útfæra stærstu aðgerð í sögu fyrirgreiðslupólitíkur á Íslandi, á þessari stundu voru þeir ótvíræðir sigurvegarar. Og undirritaðir, sem héldu að það besta við niðurfellingarloforðið væri óframkvæmanleiki þess, vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. En hvað veldur svo hatrammri andúð á þessum fyrirætlunum? Búsáhaldabyltingin markar ótvírætt forsögu þessa máls. Fólk var ósátt við stöðu mála og vildi úrbætur. Fólk taldi skjaldborgina ekki nógu góða en að lokum eru þeir komnir, þessir bræður, sem telja sig vera að bjarga íslenskri þjóð.Ef allt fer á besta veg… Þá búum við ennþá í landi þar sem skuldir ríkissjóðs eru yfirdrifnar, ennþá verður heilbrigðiskerfið rjúkandi rústir og ennþá mun menntakerfið halda áfram að dragast aftur úr öðrum þjóðum. Væri ekki sanngjarnast að nýta fjármuni þjóðarinnar þannig að allir fái notið en ekki einungis þeir sem tóku lán?Ef allt fer á versta veg… Þá er skatturinn ekki einu sinni löglegur. Það verða engar tekjur á móti niðurfellingunni, skuldir ríkissjóðs aukast um að minnsta kosti áttatíu milljarða í viðbót. Nýtt verðbólguskot myndast vegna aukningar á ráðstöfunartekjum sem mun þá aftur hækka húsnæðislánin. Á þá aftur að fella niður skuldir vegna nýs forsendubrests?Ábyrgð á eigin ákvörðunum Sannleikurinn, þó erfiður kunni að reynast, er sá að fólk samþykkti sjálft lánin og forsendur þeirra. Forsendurnar um að húsnæðislánin væru verðtryggð og þar með væri verðlagsáhættan í höndum lántakans. Að auki er gefið að Ísland er verðbólguland. Þegar dýrtíð ríður yfir verða hér verðbólguskot. Þegar öllu er á botninn hvolft hafði fólk val, það gat kannski ekki ráðið forsendunum, en það gat valið hversu stórt húsnæðið og hátt lánið ætti að vera eða einfaldlega leigt. Ekki má heldur gleyma því að eignirnar á bak við, sjálfar fasteigninar, fylgja til langs tíma litið almennu verðlagi.Slæmt fordæmi Hvaða fordæmi setja svona aðgerðir? Geta lántakendur ekki gert ráð fyrir því héðan í frá að þeim verði bjargað fyrir horn næst fyrst þeir þurftu ekki að axla ábyrgð á lánunum sína núna? Sérstaklega ef nógu margir taka nógu há lán á sama tíma, verður verðbólgan þá ekki alltaf forsendubrestur? Þá er líklegt að fólk taki sífellt stærri og fleiri fasteignalán og að ný fasteignabóla myndist.Skuldunum velt á komandi kynslóðir Á endanum er þetta ekki einu sinni flokkspólitískt mál, þetta snýst um það hvort fólk geti virkilega horft í augu barnanna sinna og sagt: Þið munið borga okkar skuldir. Því skuldir ríkissjóðs eru enn 1.788 milljarðar króna. Ekki er þó ætlun okkar að áfellast þá sem lánin tóku. Fæstir geta hreinskilnislega sagt að þeir hafi gert ráð fyrir því að harðna mundi í ári og þess vegna komu þeir sér ekki upp varasjóði. Slæmu lántökurnar voru skiljanleg mistök, en engu að síður mistök þeirra sem lánin tóku. Það er ekki sanngjarnt að velta ábyrgðinni yfir á ungt fólk og ófætt.Úrslitin liggja fyrir Það verða engir sigurvegarar í niðurfellingaraðgerðunum, aðeins er verið að fría sig ábyrgð og henni velt yfir á komandi kynslóðir. Fyrst og fremst þess vegna getum við sem þjóð ekki leyft þeim að ná fram að ganga. Byltingin má ekki éta börnin okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Þarna sátu þeir vígreifir og glaðir, búnir að útvega fé og útfæra stærstu aðgerð í sögu fyrirgreiðslupólitíkur á Íslandi, á þessari stundu voru þeir ótvíræðir sigurvegarar. Og undirritaðir, sem héldu að það besta við niðurfellingarloforðið væri óframkvæmanleiki þess, vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. En hvað veldur svo hatrammri andúð á þessum fyrirætlunum? Búsáhaldabyltingin markar ótvírætt forsögu þessa máls. Fólk var ósátt við stöðu mála og vildi úrbætur. Fólk taldi skjaldborgina ekki nógu góða en að lokum eru þeir komnir, þessir bræður, sem telja sig vera að bjarga íslenskri þjóð.Ef allt fer á besta veg… Þá búum við ennþá í landi þar sem skuldir ríkissjóðs eru yfirdrifnar, ennþá verður heilbrigðiskerfið rjúkandi rústir og ennþá mun menntakerfið halda áfram að dragast aftur úr öðrum þjóðum. Væri ekki sanngjarnast að nýta fjármuni þjóðarinnar þannig að allir fái notið en ekki einungis þeir sem tóku lán?Ef allt fer á versta veg… Þá er skatturinn ekki einu sinni löglegur. Það verða engar tekjur á móti niðurfellingunni, skuldir ríkissjóðs aukast um að minnsta kosti áttatíu milljarða í viðbót. Nýtt verðbólguskot myndast vegna aukningar á ráðstöfunartekjum sem mun þá aftur hækka húsnæðislánin. Á þá aftur að fella niður skuldir vegna nýs forsendubrests?Ábyrgð á eigin ákvörðunum Sannleikurinn, þó erfiður kunni að reynast, er sá að fólk samþykkti sjálft lánin og forsendur þeirra. Forsendurnar um að húsnæðislánin væru verðtryggð og þar með væri verðlagsáhættan í höndum lántakans. Að auki er gefið að Ísland er verðbólguland. Þegar dýrtíð ríður yfir verða hér verðbólguskot. Þegar öllu er á botninn hvolft hafði fólk val, það gat kannski ekki ráðið forsendunum, en það gat valið hversu stórt húsnæðið og hátt lánið ætti að vera eða einfaldlega leigt. Ekki má heldur gleyma því að eignirnar á bak við, sjálfar fasteigninar, fylgja til langs tíma litið almennu verðlagi.Slæmt fordæmi Hvaða fordæmi setja svona aðgerðir? Geta lántakendur ekki gert ráð fyrir því héðan í frá að þeim verði bjargað fyrir horn næst fyrst þeir þurftu ekki að axla ábyrgð á lánunum sína núna? Sérstaklega ef nógu margir taka nógu há lán á sama tíma, verður verðbólgan þá ekki alltaf forsendubrestur? Þá er líklegt að fólk taki sífellt stærri og fleiri fasteignalán og að ný fasteignabóla myndist.Skuldunum velt á komandi kynslóðir Á endanum er þetta ekki einu sinni flokkspólitískt mál, þetta snýst um það hvort fólk geti virkilega horft í augu barnanna sinna og sagt: Þið munið borga okkar skuldir. Því skuldir ríkissjóðs eru enn 1.788 milljarðar króna. Ekki er þó ætlun okkar að áfellast þá sem lánin tóku. Fæstir geta hreinskilnislega sagt að þeir hafi gert ráð fyrir því að harðna mundi í ári og þess vegna komu þeir sér ekki upp varasjóði. Slæmu lántökurnar voru skiljanleg mistök, en engu að síður mistök þeirra sem lánin tóku. Það er ekki sanngjarnt að velta ábyrgðinni yfir á ungt fólk og ófætt.Úrslitin liggja fyrir Það verða engir sigurvegarar í niðurfellingaraðgerðunum, aðeins er verið að fría sig ábyrgð og henni velt yfir á komandi kynslóðir. Fyrst og fremst þess vegna getum við sem þjóð ekki leyft þeim að ná fram að ganga. Byltingin má ekki éta börnin okkar.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar