An Nabi Saleh – þar sem hernámi og kúgun er mótmælt Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 6. desember 2013 12:06 Þorpið An Nabi Saleh er lítið, en á sér gott og fallegt landbúnaðarsvæði sem landræningjar í landtökubyggðinni Hallamish hafa að verulegu leyti svipt íbúana, sem eru aðeins um 500 talsins og tilheyra allir Tamimi stórfjölskyldunni. Landtökubyggðin hefur verið reist á palestínsku landi, þétt við þorpið, og er að sjálfsögðu ólögleg samkvæmt alþjóðalögum. Íbúarnir hafa vakið heimsathygli fyrir að gefast ekki upp gagnvart ofbeldi og kúgun sem þeir eru beittir á hverjum degi af hálfu árásargjarnra landræningja og Ísraselshers. Ein alvarlegasta hlið ofbeldisins hefur verið að svipta íbúana aðgangi að vatnslind sinni en landræningjarnir í Hallamish halda því fram að vatnslindin sé á heilögum stað í sögu Ísraelsríkis til forna. Hermenn tóku að hindra aðgang Palestínumanna að vatninu og settu síðan upp útvistarsvæði fyrir fjölskyldur úr landtökubyggðinni. Um leið og lokað var fyrir vatnið til akra Palestínumanna var ráðist á þá er þeir komu til starfa á ökrum sínum. Síðan fór herinn að hindra fólk í vinnu sinni á ökrunum. Löng hefð er komin á andstöðu og mótmæli þorpsbúa gegn hernáminu. Þau hófust veturinn 2009. Síðan þá hafa verið mótmæli alla föstudaga auk einstakra aðgerða. Viðbrögð hersins hafa verið aukin kúgun. Ráðist er inn á heimilin og allir karlmenn myndaðir og staðsettir. Þetta auðveldar síðan handtökur og hefur fjöldi ungra manna verið handtekinn og þeir ákærðir fyrir að kasta grjóti og taka þátt í ólöglegum mótmælaaðgerðum.Skora á lesendur Í einum mótmælunum var ungur strákur, Ibrahim Tamimi, handtekinn af hernum og haldið í fangelsi í marga mánuði og síðan settur í stofufangelsi. Í þessum vikulegu mótmælum er fólk sært með skotum, verður fyrir táragaseitrun en hylkjum er jafnvel skotið inn á heimili þar sem smábörn eru fyrir. Margir verða fyrir táragashylkjunum, aðrir fyrir gúmmíhúðuðum stálkúlum sem geta valdið miklum skaða, meðal annars á augum og mjúkvef líkamans. Tveir hafa látist í árásum hersins. Annar þeirra var Mustafa Tamimi sem var skotinn í höfuðið úr stuttri fjarlægð. Við útför hans var ráðist á syrgjendur og fjöldi manns varð fyrir sárum af völdum gúmmístálkúla og táragaseitrun. Daglegt líf fólksins í An Nabi Saleh stjórnast af nærveru hersins. Í desember 2010 reisti herinn stóran eftirlitsturn við innkeyrslu í þorpið og setti upp hlið sem gerir þeim kleift að loka þorpið af hvenær sem er. Enn eitt vopnið sem herinn notar er svokallað skúnk-vatn, mjög illalyktandi skólp sem sprautað er á íbúana úr vatnsfallbyssum. Lyktin er svo óþolandi að ómögulegt er annað en að flýja hana. Hins vegar loðir óþverrinn við, þannig að í næstu vætu eða rigningu gýs óþefurinn upp að nýju. Þannig finnur herinn upp á nýjum og nýjum aðferðum til að freista þess að brjóta íbúana á bak aftur. En það dugir ekki. Þrátt fyrir allt þetta er An Nabi Saleh sá staður á Vesturbakkanum þar sem baráttan gegn hernáminu er virkust. Fylgjast má með fréttum þaðan á hlekknum nabisalehsolidarity.wordpress.com. Ég skora á lesendur að taka þátt í bréfamaraþoni Amnesty International dagana 6.-16. desember, til stuðnings íbúum An Nabi Saleh. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Þorpið An Nabi Saleh er lítið, en á sér gott og fallegt landbúnaðarsvæði sem landræningjar í landtökubyggðinni Hallamish hafa að verulegu leyti svipt íbúana, sem eru aðeins um 500 talsins og tilheyra allir Tamimi stórfjölskyldunni. Landtökubyggðin hefur verið reist á palestínsku landi, þétt við þorpið, og er að sjálfsögðu ólögleg samkvæmt alþjóðalögum. Íbúarnir hafa vakið heimsathygli fyrir að gefast ekki upp gagnvart ofbeldi og kúgun sem þeir eru beittir á hverjum degi af hálfu árásargjarnra landræningja og Ísraselshers. Ein alvarlegasta hlið ofbeldisins hefur verið að svipta íbúana aðgangi að vatnslind sinni en landræningjarnir í Hallamish halda því fram að vatnslindin sé á heilögum stað í sögu Ísraelsríkis til forna. Hermenn tóku að hindra aðgang Palestínumanna að vatninu og settu síðan upp útvistarsvæði fyrir fjölskyldur úr landtökubyggðinni. Um leið og lokað var fyrir vatnið til akra Palestínumanna var ráðist á þá er þeir komu til starfa á ökrum sínum. Síðan fór herinn að hindra fólk í vinnu sinni á ökrunum. Löng hefð er komin á andstöðu og mótmæli þorpsbúa gegn hernáminu. Þau hófust veturinn 2009. Síðan þá hafa verið mótmæli alla föstudaga auk einstakra aðgerða. Viðbrögð hersins hafa verið aukin kúgun. Ráðist er inn á heimilin og allir karlmenn myndaðir og staðsettir. Þetta auðveldar síðan handtökur og hefur fjöldi ungra manna verið handtekinn og þeir ákærðir fyrir að kasta grjóti og taka þátt í ólöglegum mótmælaaðgerðum.Skora á lesendur Í einum mótmælunum var ungur strákur, Ibrahim Tamimi, handtekinn af hernum og haldið í fangelsi í marga mánuði og síðan settur í stofufangelsi. Í þessum vikulegu mótmælum er fólk sært með skotum, verður fyrir táragaseitrun en hylkjum er jafnvel skotið inn á heimili þar sem smábörn eru fyrir. Margir verða fyrir táragashylkjunum, aðrir fyrir gúmmíhúðuðum stálkúlum sem geta valdið miklum skaða, meðal annars á augum og mjúkvef líkamans. Tveir hafa látist í árásum hersins. Annar þeirra var Mustafa Tamimi sem var skotinn í höfuðið úr stuttri fjarlægð. Við útför hans var ráðist á syrgjendur og fjöldi manns varð fyrir sárum af völdum gúmmístálkúla og táragaseitrun. Daglegt líf fólksins í An Nabi Saleh stjórnast af nærveru hersins. Í desember 2010 reisti herinn stóran eftirlitsturn við innkeyrslu í þorpið og setti upp hlið sem gerir þeim kleift að loka þorpið af hvenær sem er. Enn eitt vopnið sem herinn notar er svokallað skúnk-vatn, mjög illalyktandi skólp sem sprautað er á íbúana úr vatnsfallbyssum. Lyktin er svo óþolandi að ómögulegt er annað en að flýja hana. Hins vegar loðir óþverrinn við, þannig að í næstu vætu eða rigningu gýs óþefurinn upp að nýju. Þannig finnur herinn upp á nýjum og nýjum aðferðum til að freista þess að brjóta íbúana á bak aftur. En það dugir ekki. Þrátt fyrir allt þetta er An Nabi Saleh sá staður á Vesturbakkanum þar sem baráttan gegn hernáminu er virkust. Fylgjast má með fréttum þaðan á hlekknum nabisalehsolidarity.wordpress.com. Ég skora á lesendur að taka þátt í bréfamaraþoni Amnesty International dagana 6.-16. desember, til stuðnings íbúum An Nabi Saleh.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar