Það er erfitt að vera fátækur Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 7. desember 2013 06:00 Fátækt er samfélagsmein sem hefur aukist á Íslandi síðustu ár, líkt og gerst hefur í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofunnar og íslenskum rannsóknum búa nú tæplega níu þúsund börn á heimilum sem eru undir lágtekjumörum, eða við fátækt hér á landi. Barnafátækt er staðreynd sem við getum ekki leyft okkur að horfa fram hjá og afleiðingarnar geta haft langvarandi áhrif á þær kynslóðir sem eru að vaxa úr grasi. Hluti íslenskra barna býr ekki við þau lífsgæði, sem almennt eru talin ásættanleg og sjálfsögð til að eiga innihaldsríkt líf og þroskast. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna nú að vitundarvakningu um barnafátækt og afleiðingar fátæktar á börn. Í viðtölum sem samtökin hafa átt við börn sem hafa búið við fátækt og skort á efnislegum gæðum, kemur berlega í ljós hversu mikil áhrif skorturinn hefur á andlega líðan þeirra og líf. Þeim finnst þau minni máttar og forðast gjarnan samveru við jafnaldra sína utan skóla þar sem þau gætu verið útsett fyrir efnahagslegum mun. Þau reyna gjarnan að fela ástandið og taka ekki þátt í viðburðum eða öðrum tómstundum með jafnöldrum sínum. Þau hafa litla tiltrú á eigin samskiptahæfni og verða því félagslega einangruð. Þau segja að þau hafi smátt og smátt hætt að leyfa sér að eiga drauma og vonir. Þeim er tíðrætt um að þetta eða hitt hafi ekki verið hægt, því það hafi ekki verið til peningar, jafnvel ekki fyrir mat. Börn í þessari stöðu fara að sætta sig við skort og þau virðast smátt og smátt hafa hætt að sýna frumkvæði, eiga ekki áhugamál og meta ekki líf sitt sem jafn gott og líf annarra. Þau sjá litla framtíðarmöguleika og sjá yfirleitt ekki fram á að geta menntað sig. Bakgrunnur barnanna er mismunandi, en gjarnan er langvarandi atvinnuleysi foreldra hluti af vandanum. Það þarf að vera samfélagsleg sátt og skilningur á því að allir eiga rétt á að lifa með reisn og njóta velferðar. Velferð hvers samfélags byggir ekki síst á því að tryggja velferð barnanna okkar. Ekkert íslenskt barn á að vera undanskilið. Fjáröflun Barnaheilla stendur nú yfir á jolapeysan.is. Einnig er hægt að senda SMS-skilaboð með textanum „jol“ í síma 903 1510/20/50 og styrkja starfið um 1.000, 2.000 eða 5.000 krónur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fátækt er samfélagsmein sem hefur aukist á Íslandi síðustu ár, líkt og gerst hefur í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofunnar og íslenskum rannsóknum búa nú tæplega níu þúsund börn á heimilum sem eru undir lágtekjumörum, eða við fátækt hér á landi. Barnafátækt er staðreynd sem við getum ekki leyft okkur að horfa fram hjá og afleiðingarnar geta haft langvarandi áhrif á þær kynslóðir sem eru að vaxa úr grasi. Hluti íslenskra barna býr ekki við þau lífsgæði, sem almennt eru talin ásættanleg og sjálfsögð til að eiga innihaldsríkt líf og þroskast. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna nú að vitundarvakningu um barnafátækt og afleiðingar fátæktar á börn. Í viðtölum sem samtökin hafa átt við börn sem hafa búið við fátækt og skort á efnislegum gæðum, kemur berlega í ljós hversu mikil áhrif skorturinn hefur á andlega líðan þeirra og líf. Þeim finnst þau minni máttar og forðast gjarnan samveru við jafnaldra sína utan skóla þar sem þau gætu verið útsett fyrir efnahagslegum mun. Þau reyna gjarnan að fela ástandið og taka ekki þátt í viðburðum eða öðrum tómstundum með jafnöldrum sínum. Þau hafa litla tiltrú á eigin samskiptahæfni og verða því félagslega einangruð. Þau segja að þau hafi smátt og smátt hætt að leyfa sér að eiga drauma og vonir. Þeim er tíðrætt um að þetta eða hitt hafi ekki verið hægt, því það hafi ekki verið til peningar, jafnvel ekki fyrir mat. Börn í þessari stöðu fara að sætta sig við skort og þau virðast smátt og smátt hafa hætt að sýna frumkvæði, eiga ekki áhugamál og meta ekki líf sitt sem jafn gott og líf annarra. Þau sjá litla framtíðarmöguleika og sjá yfirleitt ekki fram á að geta menntað sig. Bakgrunnur barnanna er mismunandi, en gjarnan er langvarandi atvinnuleysi foreldra hluti af vandanum. Það þarf að vera samfélagsleg sátt og skilningur á því að allir eiga rétt á að lifa með reisn og njóta velferðar. Velferð hvers samfélags byggir ekki síst á því að tryggja velferð barnanna okkar. Ekkert íslenskt barn á að vera undanskilið. Fjáröflun Barnaheilla stendur nú yfir á jolapeysan.is. Einnig er hægt að senda SMS-skilaboð með textanum „jol“ í síma 903 1510/20/50 og styrkja starfið um 1.000, 2.000 eða 5.000 krónur.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun