Það er erfitt að vera fátækur Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 7. desember 2013 06:00 Fátækt er samfélagsmein sem hefur aukist á Íslandi síðustu ár, líkt og gerst hefur í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofunnar og íslenskum rannsóknum búa nú tæplega níu þúsund börn á heimilum sem eru undir lágtekjumörum, eða við fátækt hér á landi. Barnafátækt er staðreynd sem við getum ekki leyft okkur að horfa fram hjá og afleiðingarnar geta haft langvarandi áhrif á þær kynslóðir sem eru að vaxa úr grasi. Hluti íslenskra barna býr ekki við þau lífsgæði, sem almennt eru talin ásættanleg og sjálfsögð til að eiga innihaldsríkt líf og þroskast. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna nú að vitundarvakningu um barnafátækt og afleiðingar fátæktar á börn. Í viðtölum sem samtökin hafa átt við börn sem hafa búið við fátækt og skort á efnislegum gæðum, kemur berlega í ljós hversu mikil áhrif skorturinn hefur á andlega líðan þeirra og líf. Þeim finnst þau minni máttar og forðast gjarnan samveru við jafnaldra sína utan skóla þar sem þau gætu verið útsett fyrir efnahagslegum mun. Þau reyna gjarnan að fela ástandið og taka ekki þátt í viðburðum eða öðrum tómstundum með jafnöldrum sínum. Þau hafa litla tiltrú á eigin samskiptahæfni og verða því félagslega einangruð. Þau segja að þau hafi smátt og smátt hætt að leyfa sér að eiga drauma og vonir. Þeim er tíðrætt um að þetta eða hitt hafi ekki verið hægt, því það hafi ekki verið til peningar, jafnvel ekki fyrir mat. Börn í þessari stöðu fara að sætta sig við skort og þau virðast smátt og smátt hafa hætt að sýna frumkvæði, eiga ekki áhugamál og meta ekki líf sitt sem jafn gott og líf annarra. Þau sjá litla framtíðarmöguleika og sjá yfirleitt ekki fram á að geta menntað sig. Bakgrunnur barnanna er mismunandi, en gjarnan er langvarandi atvinnuleysi foreldra hluti af vandanum. Það þarf að vera samfélagsleg sátt og skilningur á því að allir eiga rétt á að lifa með reisn og njóta velferðar. Velferð hvers samfélags byggir ekki síst á því að tryggja velferð barnanna okkar. Ekkert íslenskt barn á að vera undanskilið. Fjáröflun Barnaheilla stendur nú yfir á jolapeysan.is. Einnig er hægt að senda SMS-skilaboð með textanum „jol“ í síma 903 1510/20/50 og styrkja starfið um 1.000, 2.000 eða 5.000 krónur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Fátækt er samfélagsmein sem hefur aukist á Íslandi síðustu ár, líkt og gerst hefur í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofunnar og íslenskum rannsóknum búa nú tæplega níu þúsund börn á heimilum sem eru undir lágtekjumörum, eða við fátækt hér á landi. Barnafátækt er staðreynd sem við getum ekki leyft okkur að horfa fram hjá og afleiðingarnar geta haft langvarandi áhrif á þær kynslóðir sem eru að vaxa úr grasi. Hluti íslenskra barna býr ekki við þau lífsgæði, sem almennt eru talin ásættanleg og sjálfsögð til að eiga innihaldsríkt líf og þroskast. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna nú að vitundarvakningu um barnafátækt og afleiðingar fátæktar á börn. Í viðtölum sem samtökin hafa átt við börn sem hafa búið við fátækt og skort á efnislegum gæðum, kemur berlega í ljós hversu mikil áhrif skorturinn hefur á andlega líðan þeirra og líf. Þeim finnst þau minni máttar og forðast gjarnan samveru við jafnaldra sína utan skóla þar sem þau gætu verið útsett fyrir efnahagslegum mun. Þau reyna gjarnan að fela ástandið og taka ekki þátt í viðburðum eða öðrum tómstundum með jafnöldrum sínum. Þau hafa litla tiltrú á eigin samskiptahæfni og verða því félagslega einangruð. Þau segja að þau hafi smátt og smátt hætt að leyfa sér að eiga drauma og vonir. Þeim er tíðrætt um að þetta eða hitt hafi ekki verið hægt, því það hafi ekki verið til peningar, jafnvel ekki fyrir mat. Börn í þessari stöðu fara að sætta sig við skort og þau virðast smátt og smátt hafa hætt að sýna frumkvæði, eiga ekki áhugamál og meta ekki líf sitt sem jafn gott og líf annarra. Þau sjá litla framtíðarmöguleika og sjá yfirleitt ekki fram á að geta menntað sig. Bakgrunnur barnanna er mismunandi, en gjarnan er langvarandi atvinnuleysi foreldra hluti af vandanum. Það þarf að vera samfélagsleg sátt og skilningur á því að allir eiga rétt á að lifa með reisn og njóta velferðar. Velferð hvers samfélags byggir ekki síst á því að tryggja velferð barnanna okkar. Ekkert íslenskt barn á að vera undanskilið. Fjáröflun Barnaheilla stendur nú yfir á jolapeysan.is. Einnig er hægt að senda SMS-skilaboð með textanum „jol“ í síma 903 1510/20/50 og styrkja starfið um 1.000, 2.000 eða 5.000 krónur.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar