Ætlum að koma fólki í hátíðaskap og ekki vera alltof skrítin 30. nóvember 2013 09:00 "Þetta er kór sem reynir að fara frumlegar leiðir í efnisvali og framkomu,“ segir stjórnandi Hymnodiu, Eyþór Ingi Jónsson. „Við ætlum að flytja nokkurn veginn þá efnisskrá sem er á nýju plötunni okkar. Það eru glæný aðventu- og jólalög sem lítið eða ekkert hafa heyrst, í bland við vel þekkt lög sem eru kannski í öðru vísi útsetningum og með öðru vísi undirspili en venjulega,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, stjórnandi kammerkórsins Hymnodiu, um jólatónleika kórsins í Háteigskirkju í dag. Hann segir kórinn og hljóðfæraleikarana spinna milli atriða, því verði aldrei þögn heldur sé flutningurinn ein heild. Auk þess sé lýsingu haldið í lágmarki. „Við ætlum að koma tónleikagestum í hátíðarskap og ekki vera alltof skrítin,“ lofar hann. Hymnodia hefur verið að syngja með Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands dag eftir dag á risatónleikum í Hörpu síðustu daga. „Þetta er kór sem reynir að fara frumlegar leiðir í efnisvali og framkomu,“ segir Eyþór Ingi. „Við gerum mikið að því að flytja nýja músík og spinna, tökum að okkur nýstárleg hlutverk eins og nú með Skálmöld og sinfóníunni en hápunktur á ferlinum var að flytja stjórnarskrána á Feneyjatvíæringnum á síðasta ári.“ Jólatónleikar í Akureyrarkirkju rétt fyrir jólin, ásamt völdum hljóðfæraleikurum, hafa verið fastur punktur í starfsemi kórsins síðustu ár. Sú hefð verður ekki rofin á þessari aðventu heldur bresta þeir á 21. desember, að sögn Eyþórs Inga sem auk þess að vera kórstjóri er organisti Akureyrarkirkju. Tíu ár eru liðin frá því Hymnodia var stofnuð og hélt hún upp á tímamótin með því að halda tíu hálftíma tónleika á tíu tímum í tíu kirkjum í Eyjafirði. Segja má að hinn nýútkomni diskur, Það ljós inn skein, tengist tugarafmælinu líka og tónleikarnir í framhaldi af honum. Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við ætlum að flytja nokkurn veginn þá efnisskrá sem er á nýju plötunni okkar. Það eru glæný aðventu- og jólalög sem lítið eða ekkert hafa heyrst, í bland við vel þekkt lög sem eru kannski í öðru vísi útsetningum og með öðru vísi undirspili en venjulega,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, stjórnandi kammerkórsins Hymnodiu, um jólatónleika kórsins í Háteigskirkju í dag. Hann segir kórinn og hljóðfæraleikarana spinna milli atriða, því verði aldrei þögn heldur sé flutningurinn ein heild. Auk þess sé lýsingu haldið í lágmarki. „Við ætlum að koma tónleikagestum í hátíðarskap og ekki vera alltof skrítin,“ lofar hann. Hymnodia hefur verið að syngja með Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands dag eftir dag á risatónleikum í Hörpu síðustu daga. „Þetta er kór sem reynir að fara frumlegar leiðir í efnisvali og framkomu,“ segir Eyþór Ingi. „Við gerum mikið að því að flytja nýja músík og spinna, tökum að okkur nýstárleg hlutverk eins og nú með Skálmöld og sinfóníunni en hápunktur á ferlinum var að flytja stjórnarskrána á Feneyjatvíæringnum á síðasta ári.“ Jólatónleikar í Akureyrarkirkju rétt fyrir jólin, ásamt völdum hljóðfæraleikurum, hafa verið fastur punktur í starfsemi kórsins síðustu ár. Sú hefð verður ekki rofin á þessari aðventu heldur bresta þeir á 21. desember, að sögn Eyþórs Inga sem auk þess að vera kórstjóri er organisti Akureyrarkirkju. Tíu ár eru liðin frá því Hymnodia var stofnuð og hélt hún upp á tímamótin með því að halda tíu hálftíma tónleika á tíu tímum í tíu kirkjum í Eyjafirði. Segja má að hinn nýútkomni diskur, Það ljós inn skein, tengist tugarafmælinu líka og tónleikarnir í framhaldi af honum.
Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira