Havnakórið flytur Messías eftir Händel Friðrika Benónýsdóttir skrifar 29. nóvember 2013 11:00 Havnakórið sækir Ísland heim og flytur Messías Händels í Langholtskirkju á sunnudaginn. Havnakórið frá Færeyjum ásamt Sinfóníuhljómsveit áhugamanna flytur óratoríuna Messías í Langholtskirkju sunnudaginn 1. desember klukkan 16. Stjórnandi er Ólavur Hátún. Einsöngvarar eru Hallveig Rúnarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson og Ágúst Ólafsson. „Ólavur Hátún, sem er þessi stóri karakter í tónlistarlífinu í Færeyjum, hefur í tugi ára látið flytja til skiptis Jólaóratoríuna eftir Bach og Messías eftir Händel í Þórshöfn fyrir jólin,“ segir Hallveig Rúnarsdóttir spurð hvernig samstarf hennar og Havnakórsins hafi komið til. „Hann hefur alltaf fengið íslenska söngvara til liðs við sig og fyrir tveimur árum hafði hann samband við mig og bað mig að koma og syngja með kórnum í Messíasi. Ég tók því boði fagnandi og fór svo aftur í fyrra og söng með þeim í Jólaóratoríunni.“ Hallveig segir samstarfið við Havnakórið hafa verið hreint út sagt stórkostlegt. „Fólkið í þessum kór er alveg meiriháttar og alltaf mikil stemning. Ólavur ákvað síðan að heiðra þetta samstarf við íslenska söngvara með því að flytja kórinn hingað og halda eina tónleika hér í ár. Hann lítur á það sem sitt grand finale.“Ólavur Hátún og Hallveig Ragnarsdóttir.Jón Stefánsson, organisti og kórstjóri í Langholtskirkju, fagnar þessari heimsókn mjög. „Ekki er fjarri lagi að segja að Ólavur Hátún sé faðir færeyskrar tónlistarmenningar. Hann hefur stjórnað kórum, lengst af Havnarkórnum, staðið fyrir kóramótum árlega með þekktum stjórnendum víðs vegar að úr heiminum, staðið fyrir stofnun tónlistarskóla um allar byggðir Færeyja og verið óþreytandi að efla tónlistarmenningu í Færeyjum. Hinn rúmlega áttræði eldhugi er ekki á því að leggja árar í bát og nú hefur hann stefnt kór sínum til Íslands til að flytja Messías.“Einungis verður um þessa einu tónleika að ræða hérlendis, en Messías verður síðan fluttur í Þórshöfn með sömu söngvurum seinna í desember. Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Havnakórið frá Færeyjum ásamt Sinfóníuhljómsveit áhugamanna flytur óratoríuna Messías í Langholtskirkju sunnudaginn 1. desember klukkan 16. Stjórnandi er Ólavur Hátún. Einsöngvarar eru Hallveig Rúnarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson og Ágúst Ólafsson. „Ólavur Hátún, sem er þessi stóri karakter í tónlistarlífinu í Færeyjum, hefur í tugi ára látið flytja til skiptis Jólaóratoríuna eftir Bach og Messías eftir Händel í Þórshöfn fyrir jólin,“ segir Hallveig Rúnarsdóttir spurð hvernig samstarf hennar og Havnakórsins hafi komið til. „Hann hefur alltaf fengið íslenska söngvara til liðs við sig og fyrir tveimur árum hafði hann samband við mig og bað mig að koma og syngja með kórnum í Messíasi. Ég tók því boði fagnandi og fór svo aftur í fyrra og söng með þeim í Jólaóratoríunni.“ Hallveig segir samstarfið við Havnakórið hafa verið hreint út sagt stórkostlegt. „Fólkið í þessum kór er alveg meiriháttar og alltaf mikil stemning. Ólavur ákvað síðan að heiðra þetta samstarf við íslenska söngvara með því að flytja kórinn hingað og halda eina tónleika hér í ár. Hann lítur á það sem sitt grand finale.“Ólavur Hátún og Hallveig Ragnarsdóttir.Jón Stefánsson, organisti og kórstjóri í Langholtskirkju, fagnar þessari heimsókn mjög. „Ekki er fjarri lagi að segja að Ólavur Hátún sé faðir færeyskrar tónlistarmenningar. Hann hefur stjórnað kórum, lengst af Havnarkórnum, staðið fyrir kóramótum árlega með þekktum stjórnendum víðs vegar að úr heiminum, staðið fyrir stofnun tónlistarskóla um allar byggðir Færeyja og verið óþreytandi að efla tónlistarmenningu í Færeyjum. Hinn rúmlega áttræði eldhugi er ekki á því að leggja árar í bát og nú hefur hann stefnt kór sínum til Íslands til að flytja Messías.“Einungis verður um þessa einu tónleika að ræða hérlendis, en Messías verður síðan fluttur í Þórshöfn með sömu söngvurum seinna í desember.
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira