Orðljótum notendum refsað Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. nóvember 2013 07:00 Fyrstu Xbox One vélarnar í Bandaríkjunum voru afhentar á útgáfuhátíð í New York síðasta föstudag. Fréttablaðið/AP Microsoft hefur eftirlit með skrám sem notendur Xbox One leikjatölvunnar hlaða á sameiginlegan vef eða deila sín á milli. Fram kemur í umfjöllun BBC að skrár með „mjög ljótu orðbragði“ verði fjarlægðar og einhver virkni í tölvum eigenda þeirra kunni að verða gerð óvirk. Allar skrár sem sendar eru á svokallað Upload Studio sæta eftirliti þannig að haldið verði við öruggu og heilnæmu leikjaumhverfi, segir fyrirtækið. Ekki er fylgst með beinum samskiptum á milli leikmanna (peer-to-peer) svo sem Skype spjalli eða samtölum. Xbox Live, sem gerir notendum kleift að hlaða upp margmiðlunarskrám, þar á meðal hreyfimyndum sem þeir hafa búið til auk þess að taka þátt í fjölspilun á netinu, var til staðar á fyrri útgáfum Xbox leikjatölfunnar, en Microsoft segir að nýja Xbox One tölvan, sem fór í sölu víða um heim fyrir helgi, hafi þróaðra kerfi til að fylgjast með því að öllum reglum sem framfylgt. Svipuð þjónusta sem nefnist Twitch, þar sem fólk getur spjallað og deilt skrám, er tengd nýju Playstation 4 tölvunni sem fer í sölu hér á landi eftir áramót og í Bretlandi í lok mánaðarins. Þar er líka eftirlit með því efni sem notendur deila. Leikjavísir Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Microsoft hefur eftirlit með skrám sem notendur Xbox One leikjatölvunnar hlaða á sameiginlegan vef eða deila sín á milli. Fram kemur í umfjöllun BBC að skrár með „mjög ljótu orðbragði“ verði fjarlægðar og einhver virkni í tölvum eigenda þeirra kunni að verða gerð óvirk. Allar skrár sem sendar eru á svokallað Upload Studio sæta eftirliti þannig að haldið verði við öruggu og heilnæmu leikjaumhverfi, segir fyrirtækið. Ekki er fylgst með beinum samskiptum á milli leikmanna (peer-to-peer) svo sem Skype spjalli eða samtölum. Xbox Live, sem gerir notendum kleift að hlaða upp margmiðlunarskrám, þar á meðal hreyfimyndum sem þeir hafa búið til auk þess að taka þátt í fjölspilun á netinu, var til staðar á fyrri útgáfum Xbox leikjatölfunnar, en Microsoft segir að nýja Xbox One tölvan, sem fór í sölu víða um heim fyrir helgi, hafi þróaðra kerfi til að fylgjast með því að öllum reglum sem framfylgt. Svipuð þjónusta sem nefnist Twitch, þar sem fólk getur spjallað og deilt skrám, er tengd nýju Playstation 4 tölvunni sem fer í sölu hér á landi eftir áramót og í Bretlandi í lok mánaðarins. Þar er líka eftirlit með því efni sem notendur deila.
Leikjavísir Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira