Yndislegir eins og ferð til himnaríkis Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. nóvember 2013 13:00 "Ég hvet sem flesta til að koma inn í þennan töfraheim,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir um tónleikana á morgun. „Við erum að styrkja geðgjörgæslusvið Landspítalans og ég lofa að þetta verða yndislegir tónleikar. Bara eins og ferð til himnaríkis,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Caritasar Ísland – sem heldur árlega tónleika á morgun, sunnudag. Umgjörðin er hátíðleg, sjálf kaþólska kirkjan á Landakotstúni og á efnisskrá verða meðal annars verk eftir Bach, Elgar, Handel, Mozart, Atla Heimi Sveinsson, Sigvalda Kaldalóns og Þorkel Sigurbjörnsson. Einsöngvarar á tónleikunum eru þau Kristján Jóhannsson og Elsa Waage sem bæði hafa fagrar raddir og yndislega framkomu og syngja sitt í hvoru lagi og saman að sögn Sigríðar. Ekki spillir Hamrahlíðarkórinn stemningunni, hann kemur fram undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Antonia Hevesi, sem leikur á orgel, leggja líka sitt af mörkum að ógleymdri Guðnýju Guðmundsdóttur sem hefur um árabil verið einn fremsti fiðluleikari þjóðarinnar og kemur fram með sveit af afburðanemendum. „Þetta unga fólk á örugglega eftir að vinna í alþjóðlegum keppnum og gegna mikilvægum stöðum, bæði hér heima og erlendis í framtíðinni,“ spáir Sigríður sem tekur fram að allir listamennirnir gefi vinnu sína til aðstoðar þeim veikustu á geðdeild Landspítalans. Sigríður segir margt fólk mæta reglulega á Caritasar tónleika, bæði til að njóta fagurra lista og leggja góðu málefni lið. „Fyrir marga marka eru tónleikarnir upphafið að aðventunni,“ segir hún. Hátíðleikinn verður í fyrirrúmi þar sem flutt verður tónlist allt frá endurreisnartímanum til dagsins í dag. Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við erum að styrkja geðgjörgæslusvið Landspítalans og ég lofa að þetta verða yndislegir tónleikar. Bara eins og ferð til himnaríkis,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Caritasar Ísland – sem heldur árlega tónleika á morgun, sunnudag. Umgjörðin er hátíðleg, sjálf kaþólska kirkjan á Landakotstúni og á efnisskrá verða meðal annars verk eftir Bach, Elgar, Handel, Mozart, Atla Heimi Sveinsson, Sigvalda Kaldalóns og Þorkel Sigurbjörnsson. Einsöngvarar á tónleikunum eru þau Kristján Jóhannsson og Elsa Waage sem bæði hafa fagrar raddir og yndislega framkomu og syngja sitt í hvoru lagi og saman að sögn Sigríðar. Ekki spillir Hamrahlíðarkórinn stemningunni, hann kemur fram undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Antonia Hevesi, sem leikur á orgel, leggja líka sitt af mörkum að ógleymdri Guðnýju Guðmundsdóttur sem hefur um árabil verið einn fremsti fiðluleikari þjóðarinnar og kemur fram með sveit af afburðanemendum. „Þetta unga fólk á örugglega eftir að vinna í alþjóðlegum keppnum og gegna mikilvægum stöðum, bæði hér heima og erlendis í framtíðinni,“ spáir Sigríður sem tekur fram að allir listamennirnir gefi vinnu sína til aðstoðar þeim veikustu á geðdeild Landspítalans. Sigríður segir margt fólk mæta reglulega á Caritasar tónleika, bæði til að njóta fagurra lista og leggja góðu málefni lið. „Fyrir marga marka eru tónleikarnir upphafið að aðventunni,“ segir hún. Hátíðleikinn verður í fyrirrúmi þar sem flutt verður tónlist allt frá endurreisnartímanum til dagsins í dag.
Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira