Jafna sem ekki gengur upp Tryggvi Felixson skrifar 23. nóvember 2013 07:00 Á vorþingi 2013 var samþykkt þingsályktun um verndar- og orkunýtingaráætlun sem skipar hugmyndum um Norðlingaölduveitu í „verndarflokk“. Mörk þessa svæðis eru Þjórsá frá upphafskvíslum allt suður að Sultartangalóni. Þar sem vatnasviði að austan hefur þegar verið raskað með Kvíslaveitum er aðeins um vatnasviðið að vestan að ræða. Í júní hugðist umhverfisráðherra fylgja ákvörðun Alþingis og stækka friðlandið í Þjórsárverum. Landsvirkjun brást illa við þessu og gleymdi með öllu gefnum loforðum, að lúta niðurstöðu rammaáætlunar. Ráðherra var hótað lögsókn færði hann út friðlandsmörkin. Þetta stöðvaði friðlýsingarferlið. Nú berast þau tíðindi að Landsvirkjun sé tilbúin með nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu sem vel geti farið saman með verndun Þjórsárvera. Umhverfisráðherra virðist ekki útiloka að svo geti verið. Í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun segir: „stjórnvöld skulu þegar Alþingi hefur samþykkt verndar- og nýtingaráætlun hefja undirbúning að friðlýsingu landssvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu samkvæmt verndarflokki áætlunarinnar“. Í skýringum við frumvarpið er tekið fram að virkjunarsvæði í vatnsafli miðist við allt vatnasvið fallvatns ofan þeirrar virkjunar sem nýtir fallið og farveg fallsvatnsins neðan virkjunar. Einnig er tilgreind sú meginregla að hvers konar framkvæmdir og rannsóknir vegna virkjunarkosta í verndarflokki séu óheimilar. Samkvæmt þessu eru forsendur fyrir Norðlingaölduveitu brostnar. Nýjar útfærslur fá því ekki breytt. Að baki er yfir 40 ára barátta fyrir verndun Þjórsárvera. Margt hefur áunnist á þeim árum. Tillögur um mannvirki hafa hægt og bítandi breyst frá því að vera mannvirki sem valda myndu algjörri eyðingu náttúrufars á svæðinu í eitthvað minna, en sem engu að síður mun valda umtalsverðum umhverfisáhrifum. Norðlingaölduveita verður ekki reist án mannvirkja sem eyða víðernum og veita vatni frá einum glæsilegustu fossum landsins. Nú er mál að linni. Vinir Þjórsárvera hvetja umhverfisráðherra að friðlýsa svæðið í samræmi við lögin. Félagið biður Landsvirkjun að sætta sig við orðinn hlut, standa við gefin loforð, lifa í sátt með þjóðinni sem á fyrirtækið og bera ekki fleiri sprek (almannafé) á bál ófriðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Á vorþingi 2013 var samþykkt þingsályktun um verndar- og orkunýtingaráætlun sem skipar hugmyndum um Norðlingaölduveitu í „verndarflokk“. Mörk þessa svæðis eru Þjórsá frá upphafskvíslum allt suður að Sultartangalóni. Þar sem vatnasviði að austan hefur þegar verið raskað með Kvíslaveitum er aðeins um vatnasviðið að vestan að ræða. Í júní hugðist umhverfisráðherra fylgja ákvörðun Alþingis og stækka friðlandið í Þjórsárverum. Landsvirkjun brást illa við þessu og gleymdi með öllu gefnum loforðum, að lúta niðurstöðu rammaáætlunar. Ráðherra var hótað lögsókn færði hann út friðlandsmörkin. Þetta stöðvaði friðlýsingarferlið. Nú berast þau tíðindi að Landsvirkjun sé tilbúin með nýja útfærslu á Norðlingaölduveitu sem vel geti farið saman með verndun Þjórsárvera. Umhverfisráðherra virðist ekki útiloka að svo geti verið. Í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun segir: „stjórnvöld skulu þegar Alþingi hefur samþykkt verndar- og nýtingaráætlun hefja undirbúning að friðlýsingu landssvæða sem ástæða þykir til að friðlýsa gagnvart orkuvinnslu samkvæmt verndarflokki áætlunarinnar“. Í skýringum við frumvarpið er tekið fram að virkjunarsvæði í vatnsafli miðist við allt vatnasvið fallvatns ofan þeirrar virkjunar sem nýtir fallið og farveg fallsvatnsins neðan virkjunar. Einnig er tilgreind sú meginregla að hvers konar framkvæmdir og rannsóknir vegna virkjunarkosta í verndarflokki séu óheimilar. Samkvæmt þessu eru forsendur fyrir Norðlingaölduveitu brostnar. Nýjar útfærslur fá því ekki breytt. Að baki er yfir 40 ára barátta fyrir verndun Þjórsárvera. Margt hefur áunnist á þeim árum. Tillögur um mannvirki hafa hægt og bítandi breyst frá því að vera mannvirki sem valda myndu algjörri eyðingu náttúrufars á svæðinu í eitthvað minna, en sem engu að síður mun valda umtalsverðum umhverfisáhrifum. Norðlingaölduveita verður ekki reist án mannvirkja sem eyða víðernum og veita vatni frá einum glæsilegustu fossum landsins. Nú er mál að linni. Vinir Þjórsárvera hvetja umhverfisráðherra að friðlýsa svæðið í samræmi við lögin. Félagið biður Landsvirkjun að sætta sig við orðinn hlut, standa við gefin loforð, lifa í sátt með þjóðinni sem á fyrirtækið og bera ekki fleiri sprek (almannafé) á bál ófriðar.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun