Karlmennskan krufin Símon Birgisson skrifar 21. nóvember 2013 14:00 Haukur Ingvarsson ræðir við Guðmund Andra, Sjón og Sindra Freysson um karlmennsku. Bókamessan í Reykjavíkurborg er samstarfsverkefni Félags íslenskra bókaútgefenda og Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO. Bókamessan er haldin í þriðja sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meðal atriða á Bókamessunni er málþing sem Haukur Ingvarsson rithöfundur og fjölmiðlamaður mun stýra um hinar ýmsu hliðar karlmennskunnar í bókum eftir Sjón, Guðmund Andra Thorsson og Sindra Freysson. „Ég mun fá Sjón, Guðmund Andra og Sindra í spjall til mín. Til hliðsjónar verða þrjár bækur eftir þá sem gerast allar á ólíkum tímum og fjalla allar um karlmennskuna á einn eða annan hátt,“ segir Haukur. Bækurnar þrjár eru Mánasteinn eftir Sjón, Sæmd eftir Guðmund Andra og Blindhríð eftir Sindra Freysson. „Það sem er áhugavert við bækurnar er að þær endurspegla samfélagið á ólíkum tímaskeiðum. Guðmundur Andri bregður upp fallegri mynd af Reykjavík, Sjón bætir við þá mynd í Mánasteini og svo erum við komin inn í nútímann í bók Sindra. Þarna er því ákveðin þróun, bæði samfélagsþróun en líka menningarþróun sem áhugavert er að lesa um.“ Haukur segir málþingið vera tilraun til að finna rauðan þráð í þessum þremur ólíku bókum. „Ætli það mætti ekki segja að þetta sé tilraun til að sýna fram á að karlmennskan er ekki bara eitthvað eitt. Hún á sér fjölbreyttar birtingarmyndir, menn geta verið viðkvæmir eða harðir og allt þar á milli. Bók Sjóns fjallar um ungan dreng sem selur sig í vændi í byrjun síðustu aldar í Reykjavík, í bók Guðmundar Andra eru Benedikt Gröndal og Björn M. Olsen í aðalhlutverki sem bundu ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir en bók Sindra Freyssonar fjallar um skyndikynni sem hafa róttæk áhrif á mann í nútímanum,“ segir Haukur. Á dögunum brast sjálfur Eiður Smári í grát í sjónvarpi allra landsmanna þegar hann tilkynnti að hann hefði leikið sinn síðasta landsliðsleik. Var það dæmi um að hugmyndin um karlmennsku sé að breytast? „Já, kannski mun þetta augnablik Eiðs Smára bera á góma,“ segir Haukur. „Það hefur kannski verið mikilvæg birtingarmynd þess að karlmenn búa yfir tilfinningum. Það þarf jú sannkallað hörkutól til að þora að fella tár í sjónvarpi.“ Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Bókamessan í Reykjavíkurborg er samstarfsverkefni Félags íslenskra bókaútgefenda og Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO. Bókamessan er haldin í þriðja sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Meðal atriða á Bókamessunni er málþing sem Haukur Ingvarsson rithöfundur og fjölmiðlamaður mun stýra um hinar ýmsu hliðar karlmennskunnar í bókum eftir Sjón, Guðmund Andra Thorsson og Sindra Freysson. „Ég mun fá Sjón, Guðmund Andra og Sindra í spjall til mín. Til hliðsjónar verða þrjár bækur eftir þá sem gerast allar á ólíkum tímum og fjalla allar um karlmennskuna á einn eða annan hátt,“ segir Haukur. Bækurnar þrjár eru Mánasteinn eftir Sjón, Sæmd eftir Guðmund Andra og Blindhríð eftir Sindra Freysson. „Það sem er áhugavert við bækurnar er að þær endurspegla samfélagið á ólíkum tímaskeiðum. Guðmundur Andri bregður upp fallegri mynd af Reykjavík, Sjón bætir við þá mynd í Mánasteini og svo erum við komin inn í nútímann í bók Sindra. Þarna er því ákveðin þróun, bæði samfélagsþróun en líka menningarþróun sem áhugavert er að lesa um.“ Haukur segir málþingið vera tilraun til að finna rauðan þráð í þessum þremur ólíku bókum. „Ætli það mætti ekki segja að þetta sé tilraun til að sýna fram á að karlmennskan er ekki bara eitthvað eitt. Hún á sér fjölbreyttar birtingarmyndir, menn geta verið viðkvæmir eða harðir og allt þar á milli. Bók Sjóns fjallar um ungan dreng sem selur sig í vændi í byrjun síðustu aldar í Reykjavík, í bók Guðmundar Andra eru Benedikt Gröndal og Björn M. Olsen í aðalhlutverki sem bundu ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir en bók Sindra Freyssonar fjallar um skyndikynni sem hafa róttæk áhrif á mann í nútímanum,“ segir Haukur. Á dögunum brast sjálfur Eiður Smári í grát í sjónvarpi allra landsmanna þegar hann tilkynnti að hann hefði leikið sinn síðasta landsliðsleik. Var það dæmi um að hugmyndin um karlmennsku sé að breytast? „Já, kannski mun þetta augnablik Eiðs Smára bera á góma,“ segir Haukur. „Það hefur kannski verið mikilvæg birtingarmynd þess að karlmenn búa yfir tilfinningum. Það þarf jú sannkallað hörkutól til að þora að fella tár í sjónvarpi.“
Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira