Dansverkið Coming Up valið á Aerowaves Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. nóvember 2013 11:00 Dansverkið Coming Up hefur verið valið í hóp þeirra verka sem evrópska sviðslistanetið Aerowaves mun setja í forgang árið 2014. „Það er auðvitað gaman fyrir unga danshöfunda að fá tækifæri til að sýna verkin sín erlendis,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, annar höfunda verksins. Verkið var frumsýnt í Tjarnarbíói í mars síðastliðnum en það eru þær Melkorka og Katrín Gunnarsdóttir sem eru höfundar og flytjendur. Sýningin fékk lofsamlegar viðtökur og hlaut Grímuverðlaun í flokknum Danshöfundur ársins 2013. Aerowaves-netið samanstendur af meira en 70 hátíðum, leikhúsum og sýningarstöðum vítt og breitt um Evrópu. Það er mikill heiður að komast í hóp útvalinna en í ár bárust rúmlega 400 umsóknir frá 34 löndum en einungis tuttugu verk voru valin. „Það er óskaplega mikils virði að komast inn í þetta tengslanet og fá þennan lykil að evrópsku danssenunni,“ segir Melkorka. „Þetta kom okkur mjög skemmtilega á óvart og við erum mjög þakklátar fyrir þetta tækifæri.“ Coming Up hefur sem sagt möguleika á að ferðast á dans- og leiklistarhátíðir víðs vegar á næsta ári, meðal annars Spring Forward-hátíðina sem haldin verður í Svíþjóð í apríl 2014. Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Dansverkið Coming Up hefur verið valið í hóp þeirra verka sem evrópska sviðslistanetið Aerowaves mun setja í forgang árið 2014. „Það er auðvitað gaman fyrir unga danshöfunda að fá tækifæri til að sýna verkin sín erlendis,“ segir Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, annar höfunda verksins. Verkið var frumsýnt í Tjarnarbíói í mars síðastliðnum en það eru þær Melkorka og Katrín Gunnarsdóttir sem eru höfundar og flytjendur. Sýningin fékk lofsamlegar viðtökur og hlaut Grímuverðlaun í flokknum Danshöfundur ársins 2013. Aerowaves-netið samanstendur af meira en 70 hátíðum, leikhúsum og sýningarstöðum vítt og breitt um Evrópu. Það er mikill heiður að komast í hóp útvalinna en í ár bárust rúmlega 400 umsóknir frá 34 löndum en einungis tuttugu verk voru valin. „Það er óskaplega mikils virði að komast inn í þetta tengslanet og fá þennan lykil að evrópsku danssenunni,“ segir Melkorka. „Þetta kom okkur mjög skemmtilega á óvart og við erum mjög þakklátar fyrir þetta tækifæri.“ Coming Up hefur sem sagt möguleika á að ferðast á dans- og leiklistarhátíðir víðs vegar á næsta ári, meðal annars Spring Forward-hátíðina sem haldin verður í Svíþjóð í apríl 2014.
Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira