Þurfum við að vera hrædd? Símon Birgisson skrifar 16. nóvember 2013 11:00 Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri. Refurinn er hans fyrsta leikstjórnarverkefni í Borgarleikhúsinu. Fréttablaðið/Vilhelm „Jú, það er bara frábær stemning í hópnum,“ segir Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri en á laugardagskvöld verður leikritið Refurinn frumsýnt í Borgarleikhúsinu. Leikritið er það fyrsta sem Vignir leikstýrir í atvinnuleikhúsi en hann hefur sett upp sýningar með leikhópunum Vér morðingjar og Munaðarleysingjunum síðustu ár. Refurinn er nýtt breskt leikrit eftir Dawn King, unga skáldkonu sem hefur vakið mikla athygli þar í landi. Verkið hlaut til að mynda Papatango-leiklistarverðlaunin árið 2011 og hefur verið sett upp víða um heim. Dawn King flaug reyndar til Íslands á fimmtudagskvöld til að vera viðstödd frumsýninguna í boði Vignis. „Ég er vinur hennar á Twitter og fannst hún svo kúl að ég ákvað að bjóða henni til landsins. Eftir á að hyggja var það kannski ekki besta hugmynd í heimi. Eitt er að leikstýra fyrsta verkinu sínu í alvöru leikhúsi en nú bætist stressið við að vera með höfundinn viðstaddan ofan á,“ segir Vignir í léttum dúr. Hann segir Refinn vera litla sögu með stóran boðskap. „Verkið fjallar um ung hjón sem fá refabendi frá ríkinu í heimsókn. Hann er kominn til að taka út býlið þeirra og sjá hvort það sé sýkt af refum sem í þessum heimi eru undirrót alls ills. Refirnir eru ógnin og verkið fjallar í raun um þessa þörf fyrir að búa til sameiginlegan óvin. Við eigum alltaf að vera hrædd við eitthvað. Þarna hefur ríkið ákveðið að refurinn sé óvinurinn en spurningin sem verkið varpar fram er auðvitað hvort refurinn sé í raun og veru til. Þurfum við alltaf að vera hrædd?“ Vignir segir frábært að fá tækifæri til að leikstýra í Borgarleikhúsinu. Það sé svo enn skemmtilegra að í leikhópnum eru tvö af bekkjarsystkinum hans úr Listaháskóla Íslands, Hallgrímur Ólafsson og Tinna Lind Gunnarsdóttir, en Vignir útskrifaðist sem leikari fyrir nokkrum árum. „Jú, þetta er í fyrsta skipti sem ég get sagt bekkjarsystkinum mín hvernig þau eigi að gera hlutina,“ segir Vignir. „En svona í fullri alvöru þá reyni ég ekki að þykjast vita svörin við öllum spurningunum. Ég held að góður leikstjóri sé sá sem getur líka sagt: Ég veit það ekki.“ Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Jú, það er bara frábær stemning í hópnum,“ segir Vignir Rafn Valþórsson leikstjóri en á laugardagskvöld verður leikritið Refurinn frumsýnt í Borgarleikhúsinu. Leikritið er það fyrsta sem Vignir leikstýrir í atvinnuleikhúsi en hann hefur sett upp sýningar með leikhópunum Vér morðingjar og Munaðarleysingjunum síðustu ár. Refurinn er nýtt breskt leikrit eftir Dawn King, unga skáldkonu sem hefur vakið mikla athygli þar í landi. Verkið hlaut til að mynda Papatango-leiklistarverðlaunin árið 2011 og hefur verið sett upp víða um heim. Dawn King flaug reyndar til Íslands á fimmtudagskvöld til að vera viðstödd frumsýninguna í boði Vignis. „Ég er vinur hennar á Twitter og fannst hún svo kúl að ég ákvað að bjóða henni til landsins. Eftir á að hyggja var það kannski ekki besta hugmynd í heimi. Eitt er að leikstýra fyrsta verkinu sínu í alvöru leikhúsi en nú bætist stressið við að vera með höfundinn viðstaddan ofan á,“ segir Vignir í léttum dúr. Hann segir Refinn vera litla sögu með stóran boðskap. „Verkið fjallar um ung hjón sem fá refabendi frá ríkinu í heimsókn. Hann er kominn til að taka út býlið þeirra og sjá hvort það sé sýkt af refum sem í þessum heimi eru undirrót alls ills. Refirnir eru ógnin og verkið fjallar í raun um þessa þörf fyrir að búa til sameiginlegan óvin. Við eigum alltaf að vera hrædd við eitthvað. Þarna hefur ríkið ákveðið að refurinn sé óvinurinn en spurningin sem verkið varpar fram er auðvitað hvort refurinn sé í raun og veru til. Þurfum við alltaf að vera hrædd?“ Vignir segir frábært að fá tækifæri til að leikstýra í Borgarleikhúsinu. Það sé svo enn skemmtilegra að í leikhópnum eru tvö af bekkjarsystkinum hans úr Listaháskóla Íslands, Hallgrímur Ólafsson og Tinna Lind Gunnarsdóttir, en Vignir útskrifaðist sem leikari fyrir nokkrum árum. „Jú, þetta er í fyrsta skipti sem ég get sagt bekkjarsystkinum mín hvernig þau eigi að gera hlutina,“ segir Vignir. „En svona í fullri alvöru þá reyni ég ekki að þykjast vita svörin við öllum spurningunum. Ég held að góður leikstjóri sé sá sem getur líka sagt: Ég veit það ekki.“
Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira