Þetta verður helg stund Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2013 13:00 Fjölskylda tónskáldsins John Tavener ætlar öll að mæta á tónleika Kammerkórs Suðurlands í Southwark. „Við munum flytja prógrammið okkar en flutningurinn verður dýpri vegna andláts okkar kæra Johns Tavener,“ segir Hilmar Örn Agnarsson, stjórnandi Kammerkórs Suðurlands, um tónleika kórsins í dómkirkjunni í Southwark í London á föstudag. Þar frumflytur kórinn meðal annars Three Shakespeare Sonnets eftir sir John Tavener, eitt fremsta tónskáld Breta sem lést í fyrradag 69 ára að aldri. „Við Tavener vorum miklir vinir og hann samdi fyrir okkur sérstaklega,“ heldur Hilmar Örn áfram. „Við buðumst til að fresta tónleikunum en vorum hvött til að halda áfram með þá og fengum bréf í kjölfarið þess efnis að fjölskyldan ætlaði öll að mæta. Þetta verður helg stund og það er svo merkilegt að allt sem valið var fyrir þessa tónleika er líkast sálumessu.“ Samstarf Tavener við Kammerkór Suðurlands hefur staðið í um áratug eða frá 2004. Verkið Three Shakespeare Sonnets samdi hann þegar hann dvaldi hér á landi í kjölfar veikinda. Fleiri verk eftir hann verða flutt á tónleikunum í London. Nokkur íslensk verk verða á tónleikunum, þar á meðal kórverk eftir Kjartan Sveinsson, kenndan við Sigur Rós, einnig Báru Grímsdóttur, Völu Gestsdóttur og Örlyg Benediktsson. Einnig er á efnisskránni nýtt lag eftir Jack White, eitt efnilegasta ungtónskáld Breta í dag. Hluti textans er byggður á ljóði eftir Sjón. Það er viðeigandi að frumflytja Three Shakespeare Sonnets í sóknarkirkju Shakespears í Southwark sem skartar kirkjuglugga eftir Leif Breiðfjörð, sá gluggi var vígður á 50 ára krýningarafmæli Elísabetar drottningar á síðasta ári. Menning Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira
„Við munum flytja prógrammið okkar en flutningurinn verður dýpri vegna andláts okkar kæra Johns Tavener,“ segir Hilmar Örn Agnarsson, stjórnandi Kammerkórs Suðurlands, um tónleika kórsins í dómkirkjunni í Southwark í London á föstudag. Þar frumflytur kórinn meðal annars Three Shakespeare Sonnets eftir sir John Tavener, eitt fremsta tónskáld Breta sem lést í fyrradag 69 ára að aldri. „Við Tavener vorum miklir vinir og hann samdi fyrir okkur sérstaklega,“ heldur Hilmar Örn áfram. „Við buðumst til að fresta tónleikunum en vorum hvött til að halda áfram með þá og fengum bréf í kjölfarið þess efnis að fjölskyldan ætlaði öll að mæta. Þetta verður helg stund og það er svo merkilegt að allt sem valið var fyrir þessa tónleika er líkast sálumessu.“ Samstarf Tavener við Kammerkór Suðurlands hefur staðið í um áratug eða frá 2004. Verkið Three Shakespeare Sonnets samdi hann þegar hann dvaldi hér á landi í kjölfar veikinda. Fleiri verk eftir hann verða flutt á tónleikunum í London. Nokkur íslensk verk verða á tónleikunum, þar á meðal kórverk eftir Kjartan Sveinsson, kenndan við Sigur Rós, einnig Báru Grímsdóttur, Völu Gestsdóttur og Örlyg Benediktsson. Einnig er á efnisskránni nýtt lag eftir Jack White, eitt efnilegasta ungtónskáld Breta í dag. Hluti textans er byggður á ljóði eftir Sjón. Það er viðeigandi að frumflytja Three Shakespeare Sonnets í sóknarkirkju Shakespears í Southwark sem skartar kirkjuglugga eftir Leif Breiðfjörð, sá gluggi var vígður á 50 ára krýningarafmæli Elísabetar drottningar á síðasta ári.
Menning Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira