Brot úr millimetra er býsna stór eining Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2013 11:00 Guðlaugur er kunnari sem rithöfundur en myndlistarmaður. Nú fæst hann við nýja list. Fréttablaðið/Vilhelm Guðlaugur Arason rithöfundur einbeitir sér að gerð agnarsmárra bóka, álfabóka, og opnar í dag sýningu á þeirri list í Eiðisskeri á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Guðlaugur er að sviðsetja heilt bókaherbergi með örsmáum bókum í sal inn af Bókasafni Seltjarnarness að morgni dags. Hann kveðst yfirleitt byrjaður að vinna um fimm leytið. „Það er arfur frá því ég var á sjónum í gamla daga,“ segir hann. Þá tegund myndlistar sem álfabókagerðin er hefur hann fengist við í þrjú ár og kveðst hafa orðið heltekinn af henni þegar hann byrjaði. Hafði hann einhverja fyrirmynd? „Nei, ég hef aldrei séð neitt líkt en um leið og ég fékk hugmyndina hefur örugglega einhver fengið sams konar hugmynd í Japan eða annars staðar í heiminum,“ svarar hann.Í þessari smágerðu hillu er margt kunnuglegra bóka.„Aðferðin er samsafn af því sem ég hef sankað að sér í reynslu gegnum árin. Ég hef alltaf verið að fást við bækur í einhverju formi, skera út bækur, smíða bækur, mála bækur, teikna bækur, binda inn bækur og skrifa bækur. Það tók mig langan tíma að finna aðferð til að gera þessi verk, viðeigandi efni og rétt hlutföll og ég er búinn að fara í marga hringi. Þetta er smíði, málun og útskurður og mikil nákvæmnisvinna. Brot úr millimetra er býsna stór eining. En ég hefði ekki getað gert þetta fyrir tuttugu árum, þegar tölvurnar voru frumstæðari en í dag.“ Guðlaugur er fæddur og uppalinn á Dalvík og er nýlega sestur að á höfuðborgarsvæðinu eftir um hálfrar aldar búsetu í Danmörku, Sviss og Finnlandi. Hvað kom til að hann flutti á Frónið aftur? „Nú, heldurðu það sé ekki fyrir kvenfólkið? Málið er að kona mín vann hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf en var kölluð heim og ég fylgdi með. Nú er ég orðinn „vitavörður á Dalatanga“ í Mosfellsbæ og kann ljómandi vel við mig.“Sýningin í Eiðisskeri verður opnuð í dag klukkan fimm, boðið er upp á kaffi og álfakleinur að norðan. Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Guðlaugur Arason rithöfundur einbeitir sér að gerð agnarsmárra bóka, álfabóka, og opnar í dag sýningu á þeirri list í Eiðisskeri á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Guðlaugur er að sviðsetja heilt bókaherbergi með örsmáum bókum í sal inn af Bókasafni Seltjarnarness að morgni dags. Hann kveðst yfirleitt byrjaður að vinna um fimm leytið. „Það er arfur frá því ég var á sjónum í gamla daga,“ segir hann. Þá tegund myndlistar sem álfabókagerðin er hefur hann fengist við í þrjú ár og kveðst hafa orðið heltekinn af henni þegar hann byrjaði. Hafði hann einhverja fyrirmynd? „Nei, ég hef aldrei séð neitt líkt en um leið og ég fékk hugmyndina hefur örugglega einhver fengið sams konar hugmynd í Japan eða annars staðar í heiminum,“ svarar hann.Í þessari smágerðu hillu er margt kunnuglegra bóka.„Aðferðin er samsafn af því sem ég hef sankað að sér í reynslu gegnum árin. Ég hef alltaf verið að fást við bækur í einhverju formi, skera út bækur, smíða bækur, mála bækur, teikna bækur, binda inn bækur og skrifa bækur. Það tók mig langan tíma að finna aðferð til að gera þessi verk, viðeigandi efni og rétt hlutföll og ég er búinn að fara í marga hringi. Þetta er smíði, málun og útskurður og mikil nákvæmnisvinna. Brot úr millimetra er býsna stór eining. En ég hefði ekki getað gert þetta fyrir tuttugu árum, þegar tölvurnar voru frumstæðari en í dag.“ Guðlaugur er fæddur og uppalinn á Dalvík og er nýlega sestur að á höfuðborgarsvæðinu eftir um hálfrar aldar búsetu í Danmörku, Sviss og Finnlandi. Hvað kom til að hann flutti á Frónið aftur? „Nú, heldurðu það sé ekki fyrir kvenfólkið? Málið er að kona mín vann hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf en var kölluð heim og ég fylgdi með. Nú er ég orðinn „vitavörður á Dalatanga“ í Mosfellsbæ og kann ljómandi vel við mig.“Sýningin í Eiðisskeri verður opnuð í dag klukkan fimm, boðið er upp á kaffi og álfakleinur að norðan.
Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira