Skapað undir arabískum áhrifum Starri Freyr Jónsson skrifar 11. nóvember 2013 14:30 Myndlistarmaðurinn Huginn Þór Arason á vegglistaverk í Hugsmiðjunni. Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir hönnuður er hugmyndasmiður Hugsmiðjunnar. Mynd/Úr einkasafni Ný og spennandi Hugmyndasmiðja fyrir börn var opnuð á Kjarvalsstöðum síðasta fimmtudag. Safnið hefur í nokkur ár haft smiðju fyrir yngstu gesti sína en nýja Hugmyndasmiðjan er algjörlega endurbætt og sérhönnuð, að sögn Guðfinnu Mjallar Magnúsdóttur, hönnuðar og hugmyndasmiðs smiðjunnar. „Helsta markmið hennar er að undirstrika áherslu safnsins á yngstu gesti sína og gera safnið um leið að áhugaverðum stað fyrir börn og unglinga þar sem ímyndunaraflið er örvað. Það er búið að leggja mikla vinnu í að endurhanna smiðjuna og margir hafa lagt hönd á plóg.“ Guðfinna segist hafa lagt mikla áherslu á að skapa ævintýralega upplifun fyrir krakkana. „Þetta verður ekki eins og að koma inn í skólastofu. Hér verður skapandi rými fyrir börnin þar sem vinnan snýst ekki um hver er bestur að teikna heldur að uppgötva og gera tilraunir.“Hugmyndasmiður Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir er hönnuður hugmyndasmiðju á Kjar- valsstöðum sem ætluð er börnum. Mynd/GVAÍ Hugmyndasmiðjunni verður meðal annars boðið upp á innblástursbókasafn sem býr yfir úrvali forvitnilegra bóka. „Við leituðum til listamanna og skapandi fólks og spurðum hvaðan innblástur nýrra hugmynda þeirra kæmi. Þannig getum við vonandi sýnt börnum að innblástur til sköpunar getur komið hvaðan sem er.“ Hugmyndasmiðjan er einnig vettvangur fyrir eigin sköpun þar sem gestir geta nálgast blöð, blýanta, reglustikur og skæri til að vinna eigin hugmyndir og vangaveltur. „Hönnun smiðjunnar er innblásin af arabískum setustofum sem innihalda alltaf lága bekki og engin borð. Það er mjög spennandi fyrir börnin að hafa engin borð heldur notum við spjöld sem þjóna sama tilgangi. Þannig geta þau setið, legið eða unnið eins og þeim finnst best.“ Í Hugmyndasmiðjunni er vegglistaverk eftir myndlistarmanninn Hugin Þór Arason sem á stóran þátt í að skapa þann ævintýraheim sem Hugmyndasmiðjan á að vera í hugum barna og annarra gesta. Þægileg aðstaða er í Hugsmiðjunni fyrir fólk á öllum aldri.Mynd/Úr einkasafniHugmyndasmiðjan er á Kjarvalsstöðum og er opin alla daga vikunnar milli kl. 10-17. Ekkert kostar inn í hana. Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ný og spennandi Hugmyndasmiðja fyrir börn var opnuð á Kjarvalsstöðum síðasta fimmtudag. Safnið hefur í nokkur ár haft smiðju fyrir yngstu gesti sína en nýja Hugmyndasmiðjan er algjörlega endurbætt og sérhönnuð, að sögn Guðfinnu Mjallar Magnúsdóttur, hönnuðar og hugmyndasmiðs smiðjunnar. „Helsta markmið hennar er að undirstrika áherslu safnsins á yngstu gesti sína og gera safnið um leið að áhugaverðum stað fyrir börn og unglinga þar sem ímyndunaraflið er örvað. Það er búið að leggja mikla vinnu í að endurhanna smiðjuna og margir hafa lagt hönd á plóg.“ Guðfinna segist hafa lagt mikla áherslu á að skapa ævintýralega upplifun fyrir krakkana. „Þetta verður ekki eins og að koma inn í skólastofu. Hér verður skapandi rými fyrir börnin þar sem vinnan snýst ekki um hver er bestur að teikna heldur að uppgötva og gera tilraunir.“Hugmyndasmiður Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir er hönnuður hugmyndasmiðju á Kjar- valsstöðum sem ætluð er börnum. Mynd/GVAÍ Hugmyndasmiðjunni verður meðal annars boðið upp á innblástursbókasafn sem býr yfir úrvali forvitnilegra bóka. „Við leituðum til listamanna og skapandi fólks og spurðum hvaðan innblástur nýrra hugmynda þeirra kæmi. Þannig getum við vonandi sýnt börnum að innblástur til sköpunar getur komið hvaðan sem er.“ Hugmyndasmiðjan er einnig vettvangur fyrir eigin sköpun þar sem gestir geta nálgast blöð, blýanta, reglustikur og skæri til að vinna eigin hugmyndir og vangaveltur. „Hönnun smiðjunnar er innblásin af arabískum setustofum sem innihalda alltaf lága bekki og engin borð. Það er mjög spennandi fyrir börnin að hafa engin borð heldur notum við spjöld sem þjóna sama tilgangi. Þannig geta þau setið, legið eða unnið eins og þeim finnst best.“ Í Hugmyndasmiðjunni er vegglistaverk eftir myndlistarmanninn Hugin Þór Arason sem á stóran þátt í að skapa þann ævintýraheim sem Hugmyndasmiðjan á að vera í hugum barna og annarra gesta. Þægileg aðstaða er í Hugsmiðjunni fyrir fólk á öllum aldri.Mynd/Úr einkasafniHugmyndasmiðjan er á Kjarvalsstöðum og er opin alla daga vikunnar milli kl. 10-17. Ekkert kostar inn í hana.
Menning Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira