Hugrekki - Umhyggja - Umburðarlyndi - Virðing Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 8. nóvember 2013 09:14 Öll börn á Íslandi eiga rétt á því að lifa og þroskast, þau eiga rétt á lífsskilyrðum sem stuðla að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska þeirra. Þau eiga rétt á að rækta hæfileika sína og á umönnun og vernd gegn hvers kyns ofbeldi. Þessi og önnur réttindi barna voru lögfest á Íslandi með lögfestingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. febrúar 2013. Í sáttmálanum er kveðið á um að bannað sé að mismuna börnum hvað varðar þessi réttindi. Öll börn eiga að njóta þessara réttinda, óháð stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Þegar barn byrjar í leikskóla og seinna í grunnskóla, má segja að foreldrar afhendi börn sín í hendur skólasamfélaginu með von í brjósti um að þarna muni barninu líða vel, eignast vini og fái að rækta hæfileika sína og þroskast. Foreldrar treysta því að barnið búi við öryggi, umönnun og vernd. Barnahópurinn sem byrjar í skóla haust hvert er fjölbreyttur, börnin eru með mismunandi eiginleika, bakgrunn og áhugamál. Mikilvægt er að skólinn líti á þennan fjölbreytileika sem kost og einsetji sér að hvert barn fái að njóta sín á sínum forsendum. Í leikskóla sem hefur umburðarlyndi, virðingu, umhyggju og hugrekki að leiðarljósi og ræktar þessi gildi meðal nemendanna, eru minni líkur á að barn verði fyrir aðkasti vegna einhverrar sérstöðu sinnar. Þar er fjölbreytileikinn virtur og þar eru allir jafningjar, þrátt fyrir mismunandi aðstæður, eiginleika og bakgrunn. Þar njóta öll börn, vinsemdar og virðingar óháð eiginleikum eða stöðu og þar hafa allir það að markmiði að vera góður félagi. Þar er hjálpsemi, umhyggja og samkennd samofin öllu skólastarfi og einstaklingarnir hafa hugrekki til að setja sér mörk og segja frá ef þeir sjá að aðrir eru beittir órétti. Barnaheill- Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök sem hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu starfi sínu. Samtökin beita sér sérstaklega fyrir þeim rétti barna að eiga ofbeldislaust líf. Börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi; líkamlegu, andlegu, kynferðislegu og gegn vanrækslu. Einelti og útskúfun er ein tegund ofbeldis, sem gjarnan þrífst í skólum. Mjög gott starf hefur verið unnið í mörgum skólum á undanförnum árum til að koma í veg fyrir og vinna gegn einelti. Barnaheill líta svo á að mikilvægast af öllu sé að koma í veg fyrir aðstæður þar sem einelti þrífst og það sé ekki síst gert með því að byggja upp einstaklinga og samfélag þar sem hugrekki, umhyggja, umburðarlyndi og virðing eru í hávegum höfð og ræktuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Öll börn á Íslandi eiga rétt á því að lifa og þroskast, þau eiga rétt á lífsskilyrðum sem stuðla að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska þeirra. Þau eiga rétt á að rækta hæfileika sína og á umönnun og vernd gegn hvers kyns ofbeldi. Þessi og önnur réttindi barna voru lögfest á Íslandi með lögfestingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. febrúar 2013. Í sáttmálanum er kveðið á um að bannað sé að mismuna börnum hvað varðar þessi réttindi. Öll börn eiga að njóta þessara réttinda, óháð stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Þegar barn byrjar í leikskóla og seinna í grunnskóla, má segja að foreldrar afhendi börn sín í hendur skólasamfélaginu með von í brjósti um að þarna muni barninu líða vel, eignast vini og fái að rækta hæfileika sína og þroskast. Foreldrar treysta því að barnið búi við öryggi, umönnun og vernd. Barnahópurinn sem byrjar í skóla haust hvert er fjölbreyttur, börnin eru með mismunandi eiginleika, bakgrunn og áhugamál. Mikilvægt er að skólinn líti á þennan fjölbreytileika sem kost og einsetji sér að hvert barn fái að njóta sín á sínum forsendum. Í leikskóla sem hefur umburðarlyndi, virðingu, umhyggju og hugrekki að leiðarljósi og ræktar þessi gildi meðal nemendanna, eru minni líkur á að barn verði fyrir aðkasti vegna einhverrar sérstöðu sinnar. Þar er fjölbreytileikinn virtur og þar eru allir jafningjar, þrátt fyrir mismunandi aðstæður, eiginleika og bakgrunn. Þar njóta öll börn, vinsemdar og virðingar óháð eiginleikum eða stöðu og þar hafa allir það að markmiði að vera góður félagi. Þar er hjálpsemi, umhyggja og samkennd samofin öllu skólastarfi og einstaklingarnir hafa hugrekki til að setja sér mörk og segja frá ef þeir sjá að aðrir eru beittir órétti. Barnaheill- Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök sem hafa barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu starfi sínu. Samtökin beita sér sérstaklega fyrir þeim rétti barna að eiga ofbeldislaust líf. Börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi; líkamlegu, andlegu, kynferðislegu og gegn vanrækslu. Einelti og útskúfun er ein tegund ofbeldis, sem gjarnan þrífst í skólum. Mjög gott starf hefur verið unnið í mörgum skólum á undanförnum árum til að koma í veg fyrir og vinna gegn einelti. Barnaheill líta svo á að mikilvægast af öllu sé að koma í veg fyrir aðstæður þar sem einelti þrífst og það sé ekki síst gert með því að byggja upp einstaklinga og samfélag þar sem hugrekki, umhyggja, umburðarlyndi og virðing eru í hávegum höfð og ræktuð.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar