Glænýtt lið hjá Gerplu Stefán Árni Pálsson skrifar 9. nóvember 2013 07:30 Stelpurnar klárar í slaginn. Gerpla á titil að verja á Norðurlandameistaramótinu í fimleikum sem fram fer í Odense í Danmörku í dag. Gerpla vann mótið sem fram fór í Larvik í Noregi fyrir tveimur árum. Liðið hefur verið gríðarlega sigursælt undanfarin ár og kvennalið Gerplu varð einnig Evrópumeistari í hópfimleikum árið 2010. Íslendingar verða með þrjú lið á mótinu en Gerpla sendir bæði kvenna- og karlalið til Odense og Stjarnan verður með eitt kvennalið. Stjörnukonur unnu bronsið í Larvik árið 2011. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel þrátt fyrir að við séum í raun með alveg glænýtt lið í höndunum,“ segir Ásdís Guðmundsdóttir, dansþjálfari Gerplu. Ásdís fór ekki með liðinu til Odense en hún er barnshafandi og á aðeins nokkrar vikur eftir af meðgöngunni. „Liðið fór í æfingabúðir í vor til Danmerkur og eftir það hafa stelpurnar litið mjög vel út og eru svo sannarlega tilbúnar í slaginn.“ Liðið sem keppir á Norðurlandameistaramótinu í ár er gjörbreytt frá liðinu sem hampaði titlinum í Noregi.Kjarninn er farinn „Kjarni liðsins sem varð Norðurlanda- og Evrópumeistari á sínum tíma er í raun allur farinn út úr þessu liði. Stór hluti af liðinu í ár hefur verið hluti af okkar hóp undanfarin ár og þekkir vel inn á þessi mót. Það er vissulega þeirra hlutverk þessara stelpna að stíga upp og sýna ákveðna leiðtogahæfileika á mótinu.“ En hefur Gerpla burði til að verja titilinn? „Ég tel að stelpurnar eigi rosalega góðan möguleika á að standa uppi sem sigurvegarar á þessu móti. Þær þurfa bara að skila sínu og þá sé ég alveg fyrir mér að við getum varið titilinn.“ Ásdís verður við símann alla helgina og í góðu sambandi við samstarfsfélaga sinn, Ástu Þyrí Emilsdóttur, sem einnig er dansþjálfari Gerplu og stödd í Odense. „Ég hef varla farið frá tölvunni síðan liðið fór út á miðvikudaginn og ég verð í stanslausu sambandi við stelpurnar alla helgina.“ Ásdís og Ásta Þyri voru báðar með fyrir tveimur árum þegar Gerplu-liðið vann gullið. Nú ætla þær að hjálpa næstu kynslóð að halda uppi merkjum liðsins. Fimleikar Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Sjá meira
Gerpla á titil að verja á Norðurlandameistaramótinu í fimleikum sem fram fer í Odense í Danmörku í dag. Gerpla vann mótið sem fram fór í Larvik í Noregi fyrir tveimur árum. Liðið hefur verið gríðarlega sigursælt undanfarin ár og kvennalið Gerplu varð einnig Evrópumeistari í hópfimleikum árið 2010. Íslendingar verða með þrjú lið á mótinu en Gerpla sendir bæði kvenna- og karlalið til Odense og Stjarnan verður með eitt kvennalið. Stjörnukonur unnu bronsið í Larvik árið 2011. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel þrátt fyrir að við séum í raun með alveg glænýtt lið í höndunum,“ segir Ásdís Guðmundsdóttir, dansþjálfari Gerplu. Ásdís fór ekki með liðinu til Odense en hún er barnshafandi og á aðeins nokkrar vikur eftir af meðgöngunni. „Liðið fór í æfingabúðir í vor til Danmerkur og eftir það hafa stelpurnar litið mjög vel út og eru svo sannarlega tilbúnar í slaginn.“ Liðið sem keppir á Norðurlandameistaramótinu í ár er gjörbreytt frá liðinu sem hampaði titlinum í Noregi.Kjarninn er farinn „Kjarni liðsins sem varð Norðurlanda- og Evrópumeistari á sínum tíma er í raun allur farinn út úr þessu liði. Stór hluti af liðinu í ár hefur verið hluti af okkar hóp undanfarin ár og þekkir vel inn á þessi mót. Það er vissulega þeirra hlutverk þessara stelpna að stíga upp og sýna ákveðna leiðtogahæfileika á mótinu.“ En hefur Gerpla burði til að verja titilinn? „Ég tel að stelpurnar eigi rosalega góðan möguleika á að standa uppi sem sigurvegarar á þessu móti. Þær þurfa bara að skila sínu og þá sé ég alveg fyrir mér að við getum varið titilinn.“ Ásdís verður við símann alla helgina og í góðu sambandi við samstarfsfélaga sinn, Ástu Þyrí Emilsdóttur, sem einnig er dansþjálfari Gerplu og stödd í Odense. „Ég hef varla farið frá tölvunni síðan liðið fór út á miðvikudaginn og ég verð í stanslausu sambandi við stelpurnar alla helgina.“ Ásdís og Ásta Þyri voru báðar með fyrir tveimur árum þegar Gerplu-liðið vann gullið. Nú ætla þær að hjálpa næstu kynslóð að halda uppi merkjum liðsins.
Fimleikar Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Sjá meira