Kennsluhættir í Háskóla Íslands Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. nóvember 2013 06:00 Menntamál eru vinsælt þrætuefni. Mikið hefur verið rætt um grunnskólamenntun hér á landi og þá yfirleitt í tengslum við kjör kennara. Svo virðist sem auðvelt sé að hafa skoðun á því. En í umræðunni gleymist gjarnan að grunnskólakennarar eru líklega fremstir í því að brydda upp á nýjum kennsluháttum. Að ná til allra. Margir grunnskólakennarar leggja sig alla fram til þess að ná til barna sem kannski streitast á móti og neita að læra. Sjálfur stundaði ég nám við Háskóla Íslands. Og þekki marga aðra sem það gerðu. Og mikið vildi ég að fleiri kennarar í Háskólanum hefðu verið lærðir grunnskólakennarar. Ég vildi að fleiri kennarar hefðu lagt sig fram við að ná til allra og gera námið spennandi. En þannig kennarar voru á undanhaldi í Háskólanum. Flestar kennslustundir sem ég sat í Háskólanum voru í formi fyrirlestra. Snemma á köldum vetrarmorgnum stóð kennari með kaffibollann sinn fyrir framan fjölda úlpuklæddra þreyttra nemenda og las af glærum. Að halda athygli heilan fyrirlestur við þessar aðstæður er erfitt. Gríðarlega erfitt. Háskóli Íslands er einfaldlega risaeðla þegar að kennsluháttum kemur. Námsmatið í fullt af kúrsum sem ég sat var eitt lokapróf. Einn dagur af heilli önn skipti máli. Ef maður átti slæman dag þá var öll önnin búin. Í sumum kúrsum var nemendum gert að skila einni ritgerð auk þess að þreyta lokapróf. Oft voru prófin þannig að þau áttu að koma nemendum á óvart. Markmiðið virtist vera að fella sem flesta, í staðinn fyrir að miðla þekkingunni þannig að sem flestir nái. Viðhorfið þar virðist vera þannig að nemendur eigi einfaldlega að bjarga sér sjálfir. Að nemendur eigi að vera komnir upp á náð og miskunn prófessora sem miðla þekkingu sinni eftir sínu eigin höfði. Nemendur eiga eingöngu að aðlagast kerfinu, en ekki kerfið þeim. Ef grunnskólakennarar kenndu í Háskóla Íslands myndu fleiri útskrifast og hafa jákvæðari mynd af námi við skólann. Þess vegna legg ég til að grunnskólakennarar fái hærri laun en prófessorar við HÍ sem lesa bara af glærum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Atli Kjartansson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun
Menntamál eru vinsælt þrætuefni. Mikið hefur verið rætt um grunnskólamenntun hér á landi og þá yfirleitt í tengslum við kjör kennara. Svo virðist sem auðvelt sé að hafa skoðun á því. En í umræðunni gleymist gjarnan að grunnskólakennarar eru líklega fremstir í því að brydda upp á nýjum kennsluháttum. Að ná til allra. Margir grunnskólakennarar leggja sig alla fram til þess að ná til barna sem kannski streitast á móti og neita að læra. Sjálfur stundaði ég nám við Háskóla Íslands. Og þekki marga aðra sem það gerðu. Og mikið vildi ég að fleiri kennarar í Háskólanum hefðu verið lærðir grunnskólakennarar. Ég vildi að fleiri kennarar hefðu lagt sig fram við að ná til allra og gera námið spennandi. En þannig kennarar voru á undanhaldi í Háskólanum. Flestar kennslustundir sem ég sat í Háskólanum voru í formi fyrirlestra. Snemma á köldum vetrarmorgnum stóð kennari með kaffibollann sinn fyrir framan fjölda úlpuklæddra þreyttra nemenda og las af glærum. Að halda athygli heilan fyrirlestur við þessar aðstæður er erfitt. Gríðarlega erfitt. Háskóli Íslands er einfaldlega risaeðla þegar að kennsluháttum kemur. Námsmatið í fullt af kúrsum sem ég sat var eitt lokapróf. Einn dagur af heilli önn skipti máli. Ef maður átti slæman dag þá var öll önnin búin. Í sumum kúrsum var nemendum gert að skila einni ritgerð auk þess að þreyta lokapróf. Oft voru prófin þannig að þau áttu að koma nemendum á óvart. Markmiðið virtist vera að fella sem flesta, í staðinn fyrir að miðla þekkingunni þannig að sem flestir nái. Viðhorfið þar virðist vera þannig að nemendur eigi einfaldlega að bjarga sér sjálfir. Að nemendur eigi að vera komnir upp á náð og miskunn prófessora sem miðla þekkingu sinni eftir sínu eigin höfði. Nemendur eiga eingöngu að aðlagast kerfinu, en ekki kerfið þeim. Ef grunnskólakennarar kenndu í Háskóla Íslands myndu fleiri útskrifast og hafa jákvæðari mynd af námi við skólann. Þess vegna legg ég til að grunnskólakennarar fái hærri laun en prófessorar við HÍ sem lesa bara af glærum.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun