Ekkert hatur – orðum fylgir ábyrgð Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Þriðja árið í röð er 8. nóvember helgaður baráttunni gegn einelti. Markmiðið með deginum er að vekja sérstaka athygli á málefninu sem á sér ýmsar birtingarmyndir. Ein þeirra birtingarmynda er rafrænt einelti. Þrátt fyrir að á yfirborðinu virðist ríkja sátt um að einelti sé óásættanlegt og ólíðandi ofbeldi þá gengur illa að útrýma þessari meinsemd. Vissulega hefur árangur náðst en betur má ef duga skal. Hvert tilfelli er einu of mikið.Bara grín? Síðustu misseri hafa fjölmiðlar fjallað um alvarlegustu afleiðingar eineltis þegar ungt fólk í blóma lífsins ákveður að binda enda á líf sitt eftir slíkt ofbeldi. Iðulega er um að ræða einhvers konar rafrænt einelti og sláandi er að sjá hve mörg þessi tilfelli eru. Við skulum ekki ímynda okkur að þetta sé bara eitthvað sem gerist í útlöndum. Ekki ratar allt í fréttirnar og margir þjást að óþörfu. Rafrænt einelti getur falið í sér illkvittin skilaboð og skeytasendingar, niðrandi ummæli og myndbirtingar á samfélagsmiðlum. Einnig er til í dæminu að stofnaðir séu falskir prófílar í nafni þess sem fyrir eineltinu verður og þar fram eftir götunum. Þeir sem taka þátt í eineltinu eru í raun allir sem dreifa slíku efni og samþykkja það. Það sem gerir rafrænt einelti enn svæsnara er að þú veist ekki alltaf hver stendur á bak við það. Auðvelt er að sigla undir fölsku flaggi á netinu og þar eru jafnvel gerendur sem væru hugsanlega ekki gerendur augliti til auglitis. En hver er rót vandans? Hvað fær fólk til að halda að svona andstyggileg hegðun sé leyfileg? Grín er oft notað sem afsökun, einkum hjá börnum og ungmennum. „Þetta var bara djók!“ eða „Við tölum bara svona á netinu, þetta er bara grín.“ En hvernig getur þú verið viss um að einhver „fatti djókið“? Eða fylgir gríninu kannski alvara? Rafræn samskipti eru vandmeðfarinn tjáningarmáti þar sem þeim fylgja ekki svipbrigði. Þú heyrir sjaldnast tóninn eða raddblæinn og þessi fínni blæbrigði mannlegra samskipta sem eiga sér stað augliti til auglitis eru ekki til staðar. Samskiptin verða því mun beinskeyttari og geta auðveldlega misskilist eða virkað harkalegri en ætlunin var. En því miður er þeim oft ætlað að særa.Ekkert hatur SAFT og Heimili og skóli eru í hópi stofnana og samtaka á Íslandi sem standa á bak við átakið „Ekkert hatur – orðum fylgir ábyrgð“. Átakið er unnið út frá verkefni Evrópuráðsins, No Hate Speech Movement, og er ætlað að stuðla að jafnrétti, virðingu, mannréttindum og fjölbreytileika. Því er beint gegn hatursáróðri, kynþáttafordómum og mismunun á netinu. Markmiðin eru m.a. að: stuðla að vitundarvakningu um hatursáróður og hatursorðræðu á netinu meðal ungs fólks, kynna mikilvægi miðlalæsis, styðja ungmenni í að verja mannréttindi á netinu og utan þess og auka vitund gegn hatursáróðri á netinu. Fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis annast eftirtaldir aðilar útfærslu verkefnisins á Íslandi: SAFT, Heimili og skóli – landssamtök foreldra, SAMFÉS, Landssamband æskulýðsfélaga, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Æskulýðsvettvangurinn. Rafrænt einelti flokkast undir hatursáróður þar sem orðræðan sem þar viðgengst hefur það að markmiði að koma höggi á einhvern, særa og beita andlegu ofbeldi. Mikilvægt er að vekja ungt fólk til vitundar um að orð eru til alls fyrst og að þeim fylgir ábyrgð. Við erum ábyrg fyrir því sem við segjum og gerum og við erum líka ábyrg fyrir því sem við samþykkjum.Hverjar eru fyrirmyndirnar? Þegar byggja skal friðelskandi lýðræðissamfélag er virðing í samskiptum grundvallaratriði. Þrátt fyrir að foreldrum finnist sér oft ofaukið í netsamskiptum barnsins eða unglingsins þá skiptir máli að fylgjast með og eiga samtal um rafræn samskipti. Foreldrar þurfa að leiðbeina og gæta þess að börnin þeirra komist ekki í tæri við skaðlegt efni. Uppeldi nær yfir alla hegðun, bæði á netinu og utan þess. Einnig er rétt að benda á að fullorðnir eru fyrirmyndir og það skiptir ekki síst máli hvernig þeir haga sér á netinu og í fjölmiðlum. Verum góðar fyrirmyndir, tökum ábyrgð og stuðlum að samfélagi þar sem ekkert hatur þrífst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Þriðja árið í röð er 8. nóvember helgaður baráttunni gegn einelti. Markmiðið með deginum er að vekja sérstaka athygli á málefninu sem á sér ýmsar birtingarmyndir. Ein þeirra birtingarmynda er rafrænt einelti. Þrátt fyrir að á yfirborðinu virðist ríkja sátt um að einelti sé óásættanlegt og ólíðandi ofbeldi þá gengur illa að útrýma þessari meinsemd. Vissulega hefur árangur náðst en betur má ef duga skal. Hvert tilfelli er einu of mikið.Bara grín? Síðustu misseri hafa fjölmiðlar fjallað um alvarlegustu afleiðingar eineltis þegar ungt fólk í blóma lífsins ákveður að binda enda á líf sitt eftir slíkt ofbeldi. Iðulega er um að ræða einhvers konar rafrænt einelti og sláandi er að sjá hve mörg þessi tilfelli eru. Við skulum ekki ímynda okkur að þetta sé bara eitthvað sem gerist í útlöndum. Ekki ratar allt í fréttirnar og margir þjást að óþörfu. Rafrænt einelti getur falið í sér illkvittin skilaboð og skeytasendingar, niðrandi ummæli og myndbirtingar á samfélagsmiðlum. Einnig er til í dæminu að stofnaðir séu falskir prófílar í nafni þess sem fyrir eineltinu verður og þar fram eftir götunum. Þeir sem taka þátt í eineltinu eru í raun allir sem dreifa slíku efni og samþykkja það. Það sem gerir rafrænt einelti enn svæsnara er að þú veist ekki alltaf hver stendur á bak við það. Auðvelt er að sigla undir fölsku flaggi á netinu og þar eru jafnvel gerendur sem væru hugsanlega ekki gerendur augliti til auglitis. En hver er rót vandans? Hvað fær fólk til að halda að svona andstyggileg hegðun sé leyfileg? Grín er oft notað sem afsökun, einkum hjá börnum og ungmennum. „Þetta var bara djók!“ eða „Við tölum bara svona á netinu, þetta er bara grín.“ En hvernig getur þú verið viss um að einhver „fatti djókið“? Eða fylgir gríninu kannski alvara? Rafræn samskipti eru vandmeðfarinn tjáningarmáti þar sem þeim fylgja ekki svipbrigði. Þú heyrir sjaldnast tóninn eða raddblæinn og þessi fínni blæbrigði mannlegra samskipta sem eiga sér stað augliti til auglitis eru ekki til staðar. Samskiptin verða því mun beinskeyttari og geta auðveldlega misskilist eða virkað harkalegri en ætlunin var. En því miður er þeim oft ætlað að særa.Ekkert hatur SAFT og Heimili og skóli eru í hópi stofnana og samtaka á Íslandi sem standa á bak við átakið „Ekkert hatur – orðum fylgir ábyrgð“. Átakið er unnið út frá verkefni Evrópuráðsins, No Hate Speech Movement, og er ætlað að stuðla að jafnrétti, virðingu, mannréttindum og fjölbreytileika. Því er beint gegn hatursáróðri, kynþáttafordómum og mismunun á netinu. Markmiðin eru m.a. að: stuðla að vitundarvakningu um hatursáróður og hatursorðræðu á netinu meðal ungs fólks, kynna mikilvægi miðlalæsis, styðja ungmenni í að verja mannréttindi á netinu og utan þess og auka vitund gegn hatursáróðri á netinu. Fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis annast eftirtaldir aðilar útfærslu verkefnisins á Íslandi: SAFT, Heimili og skóli – landssamtök foreldra, SAMFÉS, Landssamband æskulýðsfélaga, Mannréttindaskrifstofa Íslands og Æskulýðsvettvangurinn. Rafrænt einelti flokkast undir hatursáróður þar sem orðræðan sem þar viðgengst hefur það að markmiði að koma höggi á einhvern, særa og beita andlegu ofbeldi. Mikilvægt er að vekja ungt fólk til vitundar um að orð eru til alls fyrst og að þeim fylgir ábyrgð. Við erum ábyrg fyrir því sem við segjum og gerum og við erum líka ábyrg fyrir því sem við samþykkjum.Hverjar eru fyrirmyndirnar? Þegar byggja skal friðelskandi lýðræðissamfélag er virðing í samskiptum grundvallaratriði. Þrátt fyrir að foreldrum finnist sér oft ofaukið í netsamskiptum barnsins eða unglingsins þá skiptir máli að fylgjast með og eiga samtal um rafræn samskipti. Foreldrar þurfa að leiðbeina og gæta þess að börnin þeirra komist ekki í tæri við skaðlegt efni. Uppeldi nær yfir alla hegðun, bæði á netinu og utan þess. Einnig er rétt að benda á að fullorðnir eru fyrirmyndir og það skiptir ekki síst máli hvernig þeir haga sér á netinu og í fjölmiðlum. Verum góðar fyrirmyndir, tökum ábyrgð og stuðlum að samfélagi þar sem ekkert hatur þrífst.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar