Halda upp á 200 ára afmæli Verdis Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. nóvember 2013 12:00 Óp-hópurinn leggur mikinn metnað í sýningar sínar og nýtur í þetta sinn leiðsagnar Sveins Einarssonar leikstjóra. Fréttablaðið/Pjetur Óp-hópurinn og Vonarstrætisleikhúsið efna til söngveislu í Salnum annað kvöld í tilefni af 200 ára afmæli Verdis. "Við erum alltaf með sviðsett atriði á tónleikum okkar,“ segir Rósalind Gísladóttir, einn söngvaranna sem stíga á svið í veislunni, spurð hvort það sé vaninn hjá hópnum að vera með leikstjóra á tónleikum hjá sér. „Í þetta sinn er um alveg samhangandi sýningu að ræða. Við erum í búningum og með ljósameistara og Sveinn Einarsson, leikstjórinn okkar, samdi handrit sem tengir atriðin saman þar sem farið er yfir sögu Verdis.“ Í kynningu á tónleikunum vekur það sérstaka athygli að Verdi sjálfur hyggist vera viðstaddur veisluna, hvernig gengur það upp? „Hann mætir að sjálfsögðu í eigin afmælisveislu,“ segir Rósalind og hlær. „Það kemur í hlut Randvers Þorlákssonar að ljá honum líkama og rödd, en þetta er vissulega Verdi.“ Auk Rósalindar koma fram söngvararnir Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Egill Árni Pálsson, Erla Björg Káradóttir, Hörn Hrafnsdóttir, Jóhanna Héðinsdóttir og Valdimar Hilmarsson. Meðleikari og æfingastjóri er Antonia Hevesi, sem er einn af stofnendum hópsins og hefur fylgt honum á þeim rúmlega 30 sýningum, tónleikum og uppákomum, sem hópurinn hefur staðið fyrir. Rósalind segir kvenhluta hópsins hafa verið hinn sama alveg frá upphafi en „strákarnir“ hafi komið og farið. „Svo fáum við líka leynigest í eitt atriðið,“ segir hún leyndardómsfull og neitar að segja meira um það mál. En er það vaninn að svona mikill viðbúnaður sé hafður á tónleikum hópsins? „Já,“ segir Rósalind. „Við höfum undanfarin ár unnið með leikstjórum og verið með sviðsettar senur. Auk þess settum við upp óperu Puccini, Suor Angelica í fyrra og Svar Maríu nú fyrr á þessu ári, þannig að við erum vaxandi hópur. Í vor ætlum við að setja upp barnaóperuna „Hans og Grétu“ eftir Engilbert Humperdinck.“ Leikstjóri í Salnum annað kvöld verður Sveinn Einarsson, en Páll Ragnarsson, fyrrverandi ljósameistari Þjóðleikhússins og Íslensku óperunnar, hannar lýsinguna. Samkvæmið hefst klukkan 20. Menning Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Óp-hópurinn og Vonarstrætisleikhúsið efna til söngveislu í Salnum annað kvöld í tilefni af 200 ára afmæli Verdis. "Við erum alltaf með sviðsett atriði á tónleikum okkar,“ segir Rósalind Gísladóttir, einn söngvaranna sem stíga á svið í veislunni, spurð hvort það sé vaninn hjá hópnum að vera með leikstjóra á tónleikum hjá sér. „Í þetta sinn er um alveg samhangandi sýningu að ræða. Við erum í búningum og með ljósameistara og Sveinn Einarsson, leikstjórinn okkar, samdi handrit sem tengir atriðin saman þar sem farið er yfir sögu Verdis.“ Í kynningu á tónleikunum vekur það sérstaka athygli að Verdi sjálfur hyggist vera viðstaddur veisluna, hvernig gengur það upp? „Hann mætir að sjálfsögðu í eigin afmælisveislu,“ segir Rósalind og hlær. „Það kemur í hlut Randvers Þorlákssonar að ljá honum líkama og rödd, en þetta er vissulega Verdi.“ Auk Rósalindar koma fram söngvararnir Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Egill Árni Pálsson, Erla Björg Káradóttir, Hörn Hrafnsdóttir, Jóhanna Héðinsdóttir og Valdimar Hilmarsson. Meðleikari og æfingastjóri er Antonia Hevesi, sem er einn af stofnendum hópsins og hefur fylgt honum á þeim rúmlega 30 sýningum, tónleikum og uppákomum, sem hópurinn hefur staðið fyrir. Rósalind segir kvenhluta hópsins hafa verið hinn sama alveg frá upphafi en „strákarnir“ hafi komið og farið. „Svo fáum við líka leynigest í eitt atriðið,“ segir hún leyndardómsfull og neitar að segja meira um það mál. En er það vaninn að svona mikill viðbúnaður sé hafður á tónleikum hópsins? „Já,“ segir Rósalind. „Við höfum undanfarin ár unnið með leikstjórum og verið með sviðsettar senur. Auk þess settum við upp óperu Puccini, Suor Angelica í fyrra og Svar Maríu nú fyrr á þessu ári, þannig að við erum vaxandi hópur. Í vor ætlum við að setja upp barnaóperuna „Hans og Grétu“ eftir Engilbert Humperdinck.“ Leikstjóri í Salnum annað kvöld verður Sveinn Einarsson, en Páll Ragnarsson, fyrrverandi ljósameistari Þjóðleikhússins og Íslensku óperunnar, hannar lýsinguna. Samkvæmið hefst klukkan 20.
Menning Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira