Þarf að bæta mig um tíu sekúndur Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2013 06:30 Brynjar Leó Kristinsson ætlar sér að ná lágmarkinu fyrir Sochi-leikana og hefur næstu vikur til stefnu. Það er bara spurning hvort það dugi honum. mynd/sigmar „Ég var að koma af æfingu hér í Hlíðarfjalli og þetta gengur bara vonum framar, enda frábær aðstaða hér á Akureyri um þessar mundir,“ segir hinn 25 ára Brynjar Leó Kristinsson, skíðagöngukappi, sem hefur næstu tvo mánuði til þess að ná lágmarkinu á Vetrarólympíuleikana í Sochi í Rússlandi en leikarnir fara fram í febrúar. Æfingafélagarnir Brynjar Leó og Sævar Birgisson æfa þessa dagana af kappi á Akureyri og framundan eru mót til að ná lágmarkinu. Sævar stendur betur að vígi en hann hefur nú þegar náð lágmarkinu í sprettgöngu og 15 kílómetra göngu með hefðbundinni aðferð. Eins og staðan er núna fer aðeins einn skíðagöngumaður á leikana en takist öðrum hvorum þeirra að komast á topp 300 á heimslistanum gefur það sjálfkrafa keppnisrétt í Sochi. Það er því möguleiki fyrir þá báða að komast á þetta stærsta skíðagöngumót í heiminum. „Næsta mót hjá mér fer fram í Svíþjóð og hefst 22. nóvember en framundan eru níu eða tíu mót hjá mér til að ná lágmarkinu. Þetta lítur vel út en ég þarf bæta mig um tíu sekúndur sem ætti í raun að vera formsatriði.“ Brynjar hefur áður náð tímalágmarkinu á æfingum og það er því ljóst að hann hefur alla burði til þess að standast prófið. „Sævar er kominn inn á leikana í sprettgöngu en ég stefni á lengri göngu, þar liggur minn styrkleiki. Vonandi fer það svo að við komumst báðir á Ólympíuleikana en síðast kepptu tveir skíðagöngukappar fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Lillehammer árið 1994.“ Brynjar byrjaði að æfa skíði þegar hann var fjögurra ára en eftir rúmlega áratug í íþróttinni lagði hann skíðin á hilluna 16 ára. „Ég var kominn með þó nokkurn leiða á göngunni og þar sem flestallir vinir mínir voru að hætta ákvað ég að fara sömu leið.“ Þá tók við tími þar sem Brynjar ákvað að leggja sund fyrir sig og æfði hann íþróttina næstu þrjú árin. „Sundið átti nokkuð vel við mig. Félagsskapurinn var góður en minn besti árangur í sundinu var áttunda sæti á Íslandsmeistaramótinu í 1.500 metra skriðsundi.“ 19 ára ákvað Brynjar að taka þátt á skíðalandsmótinu sem þá var haldið á Akureyri. „Ég var farinn að sakna göngunnar og skráði mig til leiks í flokki 17-19 ára. Það fór betur en á horfðist og ég vann sprettgönguna. Þá varð í raun ekki aftur snúið og ég sá mig knúinn til að fara aftur á fullt í sportið.“ Möguleikar Brynjars á að komast á topp 300 á heimslistanum eru að sögn Ólafsfirðingsins ekki svo miklir en Sævar gæti hins vegar náð því. „Ég næ líklega ekki þeim árangri á næstu vikum en Sævar er í góðri stöðu og ef allt fer vel gætum við báðir komist til Sochi.“ Brynjar Leó og Sævar búa báðir í Svíþjóð þar sem þeir æfa með Ulricehamns IF en þeir gerðu eins árs samning við klúbbinn. Innlendar Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
„Ég var að koma af æfingu hér í Hlíðarfjalli og þetta gengur bara vonum framar, enda frábær aðstaða hér á Akureyri um þessar mundir,“ segir hinn 25 ára Brynjar Leó Kristinsson, skíðagöngukappi, sem hefur næstu tvo mánuði til þess að ná lágmarkinu á Vetrarólympíuleikana í Sochi í Rússlandi en leikarnir fara fram í febrúar. Æfingafélagarnir Brynjar Leó og Sævar Birgisson æfa þessa dagana af kappi á Akureyri og framundan eru mót til að ná lágmarkinu. Sævar stendur betur að vígi en hann hefur nú þegar náð lágmarkinu í sprettgöngu og 15 kílómetra göngu með hefðbundinni aðferð. Eins og staðan er núna fer aðeins einn skíðagöngumaður á leikana en takist öðrum hvorum þeirra að komast á topp 300 á heimslistanum gefur það sjálfkrafa keppnisrétt í Sochi. Það er því möguleiki fyrir þá báða að komast á þetta stærsta skíðagöngumót í heiminum. „Næsta mót hjá mér fer fram í Svíþjóð og hefst 22. nóvember en framundan eru níu eða tíu mót hjá mér til að ná lágmarkinu. Þetta lítur vel út en ég þarf bæta mig um tíu sekúndur sem ætti í raun að vera formsatriði.“ Brynjar hefur áður náð tímalágmarkinu á æfingum og það er því ljóst að hann hefur alla burði til þess að standast prófið. „Sævar er kominn inn á leikana í sprettgöngu en ég stefni á lengri göngu, þar liggur minn styrkleiki. Vonandi fer það svo að við komumst báðir á Ólympíuleikana en síðast kepptu tveir skíðagöngukappar fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Lillehammer árið 1994.“ Brynjar byrjaði að æfa skíði þegar hann var fjögurra ára en eftir rúmlega áratug í íþróttinni lagði hann skíðin á hilluna 16 ára. „Ég var kominn með þó nokkurn leiða á göngunni og þar sem flestallir vinir mínir voru að hætta ákvað ég að fara sömu leið.“ Þá tók við tími þar sem Brynjar ákvað að leggja sund fyrir sig og æfði hann íþróttina næstu þrjú árin. „Sundið átti nokkuð vel við mig. Félagsskapurinn var góður en minn besti árangur í sundinu var áttunda sæti á Íslandsmeistaramótinu í 1.500 metra skriðsundi.“ 19 ára ákvað Brynjar að taka þátt á skíðalandsmótinu sem þá var haldið á Akureyri. „Ég var farinn að sakna göngunnar og skráði mig til leiks í flokki 17-19 ára. Það fór betur en á horfðist og ég vann sprettgönguna. Þá varð í raun ekki aftur snúið og ég sá mig knúinn til að fara aftur á fullt í sportið.“ Möguleikar Brynjars á að komast á topp 300 á heimslistanum eru að sögn Ólafsfirðingsins ekki svo miklir en Sævar gæti hins vegar náð því. „Ég næ líklega ekki þeim árangri á næstu vikum en Sævar er í góðri stöðu og ef allt fer vel gætum við báðir komist til Sochi.“ Brynjar Leó og Sævar búa báðir í Svíþjóð þar sem þeir æfa með Ulricehamns IF en þeir gerðu eins árs samning við klúbbinn.
Innlendar Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti