Frelsi að skrifa ekki á móðurmálinu Ugla Egilsdóttir skrifar 5. nóvember 2013 07:00 Ljóðskáldið hefur gefið út sína fyrstu bók, Stofumyrkur. fréttablaðið/vilhelm Þrátt fyrir að heita íslensku nafni þá er móðurmál ljóðskáldsins Bergrúnar Önnu Hallsteinsdóttur ekki íslenska heldur enska. Bergrún hefur búið á Íslandi í sex ár. Hún er hálfíslensk og kom hingað til lands þegar hún var 21 árs og kunni þá enga íslensku. Þrátt fyrir það gaf hún út ljóðabók í síðustu viku á íslensku. Bókin kom út hjá Meðgönguljóðum og heitir Stofumyrkur. Í henni er blanda af ljóðum sem hún orti á íslensku og svo ljóðum sem hún skrifaði upphaflega á ensku sem voru þýdd yfir á íslensku. „Ég kunni að segja nafnið mitt þegar ég kom hingað,“ segir Bergrún, og bætir við að það hafi vissulega komið að góðum notum enda algjört lykilatriði í daglegu lífi. Hún lýsir því að auki að hljóðin í nafninu hennar eru ekki auðveld í framburði fyrir einhvern sem hefur ensku að móðurmáli. Sérstaklega „r“, „l“ og „g“, sem koma einmitt öll fyrir í nafninu hennar. „Ég fór fyrst í kvöldskóla í mánuð og síðan fór ég að vinna á frístundaheimili í Austurbæjarskóla í þrjú og hálft ár,“ segir hún. Í gegnum stéttarfélagið bauðst henni svo annað mánaðarlangt íslenskunámskeið. „Mér fannst þó gagnlegra að læra tungumálið í samfélaginu frekar en í einhverri stofu.“ Þessi aðferð hefur greinilega virkað því Bergrún talar íslensku reiprennandi. Hún segir að það hafi verið mjög gefandi að yrkja á íslensku. „Það var eins og að ýta á „refresh“. Ég fékk nýtt sjónarhorn á hvað ég gat gert. Ég var allavega mjög opin á meðan ég var að skrifa.“ Hún játar að hafa verið kvíðin yfir því að birta ljóðin. „Ég held að það sé algengt að maður sé kvíðinn þegar maður birtir ljóð, en ég var líka kvíðin af því að þetta var ekki mitt fyrsta tungumál. Var ekki viss hversu opið fólk væri fyrir því en það er ákveðið frelsi að skrifa á tungumáli sem er ekki móðurmálið manns.“ Þegar hún skrifar á ensku segist hún vera bundnari af reglum tungumálsins. „Af því að ég er ekki með eins mikla tilfinningu fyrir íslensku þá er ég meira tilbúin til að gera bara hvað sem er.“ Menning Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Þrátt fyrir að heita íslensku nafni þá er móðurmál ljóðskáldsins Bergrúnar Önnu Hallsteinsdóttur ekki íslenska heldur enska. Bergrún hefur búið á Íslandi í sex ár. Hún er hálfíslensk og kom hingað til lands þegar hún var 21 árs og kunni þá enga íslensku. Þrátt fyrir það gaf hún út ljóðabók í síðustu viku á íslensku. Bókin kom út hjá Meðgönguljóðum og heitir Stofumyrkur. Í henni er blanda af ljóðum sem hún orti á íslensku og svo ljóðum sem hún skrifaði upphaflega á ensku sem voru þýdd yfir á íslensku. „Ég kunni að segja nafnið mitt þegar ég kom hingað,“ segir Bergrún, og bætir við að það hafi vissulega komið að góðum notum enda algjört lykilatriði í daglegu lífi. Hún lýsir því að auki að hljóðin í nafninu hennar eru ekki auðveld í framburði fyrir einhvern sem hefur ensku að móðurmáli. Sérstaklega „r“, „l“ og „g“, sem koma einmitt öll fyrir í nafninu hennar. „Ég fór fyrst í kvöldskóla í mánuð og síðan fór ég að vinna á frístundaheimili í Austurbæjarskóla í þrjú og hálft ár,“ segir hún. Í gegnum stéttarfélagið bauðst henni svo annað mánaðarlangt íslenskunámskeið. „Mér fannst þó gagnlegra að læra tungumálið í samfélaginu frekar en í einhverri stofu.“ Þessi aðferð hefur greinilega virkað því Bergrún talar íslensku reiprennandi. Hún segir að það hafi verið mjög gefandi að yrkja á íslensku. „Það var eins og að ýta á „refresh“. Ég fékk nýtt sjónarhorn á hvað ég gat gert. Ég var allavega mjög opin á meðan ég var að skrifa.“ Hún játar að hafa verið kvíðin yfir því að birta ljóðin. „Ég held að það sé algengt að maður sé kvíðinn þegar maður birtir ljóð, en ég var líka kvíðin af því að þetta var ekki mitt fyrsta tungumál. Var ekki viss hversu opið fólk væri fyrir því en það er ákveðið frelsi að skrifa á tungumáli sem er ekki móðurmálið manns.“ Þegar hún skrifar á ensku segist hún vera bundnari af reglum tungumálsins. „Af því að ég er ekki með eins mikla tilfinningu fyrir íslensku þá er ég meira tilbúin til að gera bara hvað sem er.“
Menning Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“