Myndaði miðbæinn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 31. október 2013 11:00 Annetta segist hafa tekið þá ákvörðun að gefa bókina út sjálf til að fylgja henni alla leið. Ljósmyndabókin Reykjavík í hnotskurn er umfangsmikil samtímaheimild um grafík og hönnun í miðbæ Reykjavíkur. Bókin inniheldur ljósmyndir sem Annetta Scheving, grafískur hönnuður með ljósmyndadellu, hefur tekið undanfarin fjögur ár. „Hugmyndin að bókinni kviknaði fyrir fjórum árum,“ segir Annetta. „Þá var ég atvinnulaus í miðri kreppunni, oft á rölti um bæinn og fór að velta fyrir mér muninum á því að sjá og taka eftir. Í kjölfarið tók ég að horfa nánar á nærumhverfið og uppgötvaði þá hversu mörg grafísk smáatriði leynast allt um kring. Þegar þú ert á rölti niður Laugaveginn eða Skólavörðustíginn tekurðu ekkert endilega eftir hurðarhúnum, hurðum, grafískum skreytingum eða skiltum, svo ég tali nú ekki um stytturnar.“ Annetta segist vera ánægð með hversu vel myndirnar í bókinni endurspegli breytingarnar í miðbænum á þessum fjórum árum. „Bærinn er svo fljótur að breytast,“ segir hún. „Þannig að bókin er heimildarverk í leiðinni. Langflestar myndirnar eru teknar í hundrað og einum, en það eru nokkrar teknar utan hans eins og fólk sér ef það rýnir vel í bókina. Myndunum er ekki skipt niður í kafla eftir viðfangsefnum þannig að þú veist aldrei hvað bíður þín á næstu síðu, bara eins og þegar þú ert á röltinu.“Gluggaskreytingar búðanna við Laugaveginn eru með ýmsu móti.Annetta er grafískur hönnuður en hún hefur alltaf haft mikla ástríðu fyrir ljósmyndun, tók til að mynda kúrsa í henni samhliða hönnunarnáminu. Hún gefur bókina út sjálf, segir hana hafa verið sér svo mikið hjartans mál að hún hafi viljað fylgja henni alla leið. „Það kom eiginlega ekkert annað til greina,“ segir hún. „Ég fékk svo góð viðbrögð við þessum myndum frá þeim sem ég sýndi bókina að ég ákvað að láta slag standa og gefa hana bara út alveg eftir mínu höfði.“ Menning Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ljósmyndabókin Reykjavík í hnotskurn er umfangsmikil samtímaheimild um grafík og hönnun í miðbæ Reykjavíkur. Bókin inniheldur ljósmyndir sem Annetta Scheving, grafískur hönnuður með ljósmyndadellu, hefur tekið undanfarin fjögur ár. „Hugmyndin að bókinni kviknaði fyrir fjórum árum,“ segir Annetta. „Þá var ég atvinnulaus í miðri kreppunni, oft á rölti um bæinn og fór að velta fyrir mér muninum á því að sjá og taka eftir. Í kjölfarið tók ég að horfa nánar á nærumhverfið og uppgötvaði þá hversu mörg grafísk smáatriði leynast allt um kring. Þegar þú ert á rölti niður Laugaveginn eða Skólavörðustíginn tekurðu ekkert endilega eftir hurðarhúnum, hurðum, grafískum skreytingum eða skiltum, svo ég tali nú ekki um stytturnar.“ Annetta segist vera ánægð með hversu vel myndirnar í bókinni endurspegli breytingarnar í miðbænum á þessum fjórum árum. „Bærinn er svo fljótur að breytast,“ segir hún. „Þannig að bókin er heimildarverk í leiðinni. Langflestar myndirnar eru teknar í hundrað og einum, en það eru nokkrar teknar utan hans eins og fólk sér ef það rýnir vel í bókina. Myndunum er ekki skipt niður í kafla eftir viðfangsefnum þannig að þú veist aldrei hvað bíður þín á næstu síðu, bara eins og þegar þú ert á röltinu.“Gluggaskreytingar búðanna við Laugaveginn eru með ýmsu móti.Annetta er grafískur hönnuður en hún hefur alltaf haft mikla ástríðu fyrir ljósmyndun, tók til að mynda kúrsa í henni samhliða hönnunarnáminu. Hún gefur bókina út sjálf, segir hana hafa verið sér svo mikið hjartans mál að hún hafi viljað fylgja henni alla leið. „Það kom eiginlega ekkert annað til greina,“ segir hún. „Ég fékk svo góð viðbrögð við þessum myndum frá þeim sem ég sýndi bókina að ég ákvað að láta slag standa og gefa hana bara út alveg eftir mínu höfði.“
Menning Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira