Sólarsellusauðkindin Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 26. október 2013 06:00 Í sumarlok var ég á ferð með samstarfsmönnum í evrópska orkuverkefninu PROMISE og þar á meðal eru miklir reynsluboltar frá Samsö í Danmörku. Á ferð okkar um landið vorum við m.a. að ræða stuðningskerfi við sólarselluuppsetningar í Danmörku. Ég útskýrði fyrir þeim að einkum tvennt kæmi í veg fyrir svipað fyrirkomulag hér á landi en það væri annars vegar ódýr raforka og hins vegar sú staðreynd að öll raforkuframleiðsla hér á landi er nú þegar hundrað prósent græn og ekki brýnt að niðurgreiða aðra orkukosti af umhverfisástæðum einum saman. Hins vegar benti ég þeim á að allt frá landnámi hafi Íslendingar nýtt sér hreyfanleg sólarorkuver, þ.e. sjálfa sauðkindina. Sólarorka snýst nefnilega um meira en framleiðslu á raforku með kísilsólarsellum. Stundum vill t.d. gleymast að vinnan sem liggur á bak við vatnsorkuauðlindina okkar er unnin af sólinni sjálfri þegar hennar gríðarlega orka fer í uppgufun sjávar sem flyst svo til fjalla. Einnig nýta frumbjarga plöntur sólarorku þegar þær safna upp lífmassa í vefjum sínum með ljóstillífun. Þrátt fyrir hæfileika íslenskra ræktenda dylst það fáum að til eru betri staðir en Ísland fyrir umfangsmikla útiræktun nytjaplantna. Örstutt en sólrík sumur með löngum og harðsnúnum vetrum gerðu landnámsmönnum fljótlega ljóst að erfitt yrði að tóra á matjurtaræktun einni saman. Þess vegna varð hin íslenska sólarsella fljótt órjúfanlegur hluti af menningu og sjálfsbjargarviðleitni Íslendinga. Gróður á Íslandi er lágvaxinn og háður örstuttu vaxtartímabili sem þýðir m.ö.o. að feimin flóra landsins safnar örlítilli sólarorku, hver planta fyrir sig, sem dreifist á geysileg víðerni. Það er því ómögulegt fyrir mannfólkið að safna þessari orku með skilvirkum hætti. Sauðkindin getur hins vegar tínt hana upp af mikilli elju og útsjónarsemi. Sólarorkueiningum er þannig safnað af miklum móð í erfiðum fjöllum og firnindum. Þessi dýrmæta sólarorka geymist svo í vöðvum, fituvef og ull kindarinnar sem mannfólkið hefur nýtt sér til að komast af í gegnum erfiða mánuði í okkar harðbýla landi. Vissulega hefur þessi sólarorkusöfnun stundum gengið of langt og ofbeitt land orðið illa úti en víðáttumikil beitarsvæði eins og tíðkast hafa hér á landi hafa stundum verið nauðsynleg til þess að takmarka ekki um of möguleika sauðkindarinnar til að safna orku í landi þar sem almennur vöxtur plantna er mjög svo takmarkaður. Sauðfjárrækt á Íslandi hefur þá sérstöðu að íslenskt lambakjöt liggur mjög nærri villibráð enda matseðill lamba ekki einskorðaður við afgirt ræktunarland heldur opið fjallagrasahlaðborð sem gefur að margra mati einstakt bragð. Persónulega finnst mér enn merkilegra við íslenska lambakjötið sú staðreynd að aðkoma ósjálfbærs jarðefnaeldsneytis, í lífsferli lambsins, er í lágmarki. Lambakjötið hefur m.ö.o. lágan útblástursreikning og er reyndar kolefnisfrítt á fjalli. Þökk sé innlendri og kolefnisfrírri orku er kjötvinnslan sjálf einnig kolefnisfrí. Jarðefnaeldsneyti kemur því aðeins við sögu í flutningum á sauðfé og óbeint vegna notkunar á tilbúnum áburði og vélavinnu í heyskap. Gaman væri ef einhverjir sauðfjárbændur þróuðu þessa vöru alla leið og gerðu hana þannig enn verðmætari. Kolefnisfrítt lambakjöt er alls ekki óraunhæft en krefst þess að dregið verði úr notkun á tilbúnum áburði sem er framleiddur erlendis með orku úr jarðefnaeldsneyti. Olíunotkun í heyskap og flutningum verður svo að skipta út fyrir aðra orkugjafa. Auðvelt ætti að vera að gefa kindum með lambi hey sem ekki hefur fengið tilbúinn áburð en erfiðara er að skipta út olíu á dráttarvélar og flutningabifreiðir. Lífdísill, metangas og raforka eru þó lausnir handan við hornið en í millitíðinni mætti auðveldlega kolefnisjafna þetta litla magn með skógrækt, landgræðslu eða endurheimt votlendis á löndum sauðfjárræktarbænda. Slíkt gæti aukið enn á sérstöðu og gæði íslensks lambakjöts umfram sambærilega vöru á erlendum mörkuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Í sumarlok var ég á ferð með samstarfsmönnum í evrópska orkuverkefninu PROMISE og þar á meðal eru miklir reynsluboltar frá Samsö í Danmörku. Á ferð okkar um landið vorum við m.a. að ræða stuðningskerfi við sólarselluuppsetningar í Danmörku. Ég útskýrði fyrir þeim að einkum tvennt kæmi í veg fyrir svipað fyrirkomulag hér á landi en það væri annars vegar ódýr raforka og hins vegar sú staðreynd að öll raforkuframleiðsla hér á landi er nú þegar hundrað prósent græn og ekki brýnt að niðurgreiða aðra orkukosti af umhverfisástæðum einum saman. Hins vegar benti ég þeim á að allt frá landnámi hafi Íslendingar nýtt sér hreyfanleg sólarorkuver, þ.e. sjálfa sauðkindina. Sólarorka snýst nefnilega um meira en framleiðslu á raforku með kísilsólarsellum. Stundum vill t.d. gleymast að vinnan sem liggur á bak við vatnsorkuauðlindina okkar er unnin af sólinni sjálfri þegar hennar gríðarlega orka fer í uppgufun sjávar sem flyst svo til fjalla. Einnig nýta frumbjarga plöntur sólarorku þegar þær safna upp lífmassa í vefjum sínum með ljóstillífun. Þrátt fyrir hæfileika íslenskra ræktenda dylst það fáum að til eru betri staðir en Ísland fyrir umfangsmikla útiræktun nytjaplantna. Örstutt en sólrík sumur með löngum og harðsnúnum vetrum gerðu landnámsmönnum fljótlega ljóst að erfitt yrði að tóra á matjurtaræktun einni saman. Þess vegna varð hin íslenska sólarsella fljótt órjúfanlegur hluti af menningu og sjálfsbjargarviðleitni Íslendinga. Gróður á Íslandi er lágvaxinn og háður örstuttu vaxtartímabili sem þýðir m.ö.o. að feimin flóra landsins safnar örlítilli sólarorku, hver planta fyrir sig, sem dreifist á geysileg víðerni. Það er því ómögulegt fyrir mannfólkið að safna þessari orku með skilvirkum hætti. Sauðkindin getur hins vegar tínt hana upp af mikilli elju og útsjónarsemi. Sólarorkueiningum er þannig safnað af miklum móð í erfiðum fjöllum og firnindum. Þessi dýrmæta sólarorka geymist svo í vöðvum, fituvef og ull kindarinnar sem mannfólkið hefur nýtt sér til að komast af í gegnum erfiða mánuði í okkar harðbýla landi. Vissulega hefur þessi sólarorkusöfnun stundum gengið of langt og ofbeitt land orðið illa úti en víðáttumikil beitarsvæði eins og tíðkast hafa hér á landi hafa stundum verið nauðsynleg til þess að takmarka ekki um of möguleika sauðkindarinnar til að safna orku í landi þar sem almennur vöxtur plantna er mjög svo takmarkaður. Sauðfjárrækt á Íslandi hefur þá sérstöðu að íslenskt lambakjöt liggur mjög nærri villibráð enda matseðill lamba ekki einskorðaður við afgirt ræktunarland heldur opið fjallagrasahlaðborð sem gefur að margra mati einstakt bragð. Persónulega finnst mér enn merkilegra við íslenska lambakjötið sú staðreynd að aðkoma ósjálfbærs jarðefnaeldsneytis, í lífsferli lambsins, er í lágmarki. Lambakjötið hefur m.ö.o. lágan útblástursreikning og er reyndar kolefnisfrítt á fjalli. Þökk sé innlendri og kolefnisfrírri orku er kjötvinnslan sjálf einnig kolefnisfrí. Jarðefnaeldsneyti kemur því aðeins við sögu í flutningum á sauðfé og óbeint vegna notkunar á tilbúnum áburði og vélavinnu í heyskap. Gaman væri ef einhverjir sauðfjárbændur þróuðu þessa vöru alla leið og gerðu hana þannig enn verðmætari. Kolefnisfrítt lambakjöt er alls ekki óraunhæft en krefst þess að dregið verði úr notkun á tilbúnum áburði sem er framleiddur erlendis með orku úr jarðefnaeldsneyti. Olíunotkun í heyskap og flutningum verður svo að skipta út fyrir aðra orkugjafa. Auðvelt ætti að vera að gefa kindum með lambi hey sem ekki hefur fengið tilbúinn áburð en erfiðara er að skipta út olíu á dráttarvélar og flutningabifreiðir. Lífdísill, metangas og raforka eru þó lausnir handan við hornið en í millitíðinni mætti auðveldlega kolefnisjafna þetta litla magn með skógrækt, landgræðslu eða endurheimt votlendis á löndum sauðfjárræktarbænda. Slíkt gæti aukið enn á sérstöðu og gæði íslensks lambakjöts umfram sambærilega vöru á erlendum mörkuðum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun