Nóa Síríus-kúgunin sögð aumkunarverð Stígur Helgason skrifar 26. október 2013 07:00 Mennirnir tveir földu sig á bak við dagblöð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið/GVA Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari krafðist í gær tíu til tólf mánaða fangelsisdóma yfir tveimur ungum mönnum sem ákærðir eru fyrir að reyna að kúga tíu milljónir króna út úr sælgætisframleiðandanum Nóa Síríusi í ársbyrjun í fyrra. Taldi hann rétt að skilorðsbinda refsinguna að hluta eða öllu leyti. „Líf mitt var í rosalega miklu rugli,“ sagði sá sem talinn er hafa haft veg og vanda af framkvæmdinni við aðalmeðferð þess í gær. Hann hefur raunar játað sök. Sá fullyrti að Sigurður Ingi Þórðarson, sem þekktur er fyrir samvinnu sína við bandarísku Alríkislögregluna í tengslum við Wikileaks-málið, hafi skipulagt kúgunina frá a til ö. Hún fór þannig fram að bréf var sett inn um lúguna á heimili Finns Geirssonar, forstjóra Nóa Síríusar, þar sem hann var krafinn um tíu milljónir króna, ellegar yrði eitruðum súkkulaðistykkjum komið í umferð sem mundi leiða til fjártjóns fyrir fyrirtækið. Með fylgdu tvö Pipp-súkkulaði sem bremsuvökva hafði verið sprautað í. „Sækjandi hefur nú ekki prófað að drekka þetta,“ sagði Helgi Magnús fyrir dómi í gær, en sagðist engu að síður geta ímyndað sér að það væri hvorki hollt né gott. Mennirnir voru svo handteknir á bílastæðinu við Hús verslunarinnar eftir að þeir sóttu pakka sem þeir töldu að innihéldi greiðsluna. „Gæinn bara plataði mig upp úr skónum – ég er bara fórnarlamb hérna,“ sagði annar ungu mannanna um þátt Sigurðar Inga, sem ekki er ákærður í málinu enda voru engar sannanir fyrir aðild hans. Hinn maðurinn neitar sök. Hann viðurkennir að hafa farið með bréfið á heimili Finns og sótt pakkann á bílastæðið en segist hafa talið að um einhvers lags fíkniefnaviðskipti væri að ræða. Helgi Magnús sagði í málflutningi sínum að fjárkúgunartilraunin hefði nú ekki verið neitt „meistarastykki“, en „burtséð frá hálfaumkunarverðum tilburðum ákærðu“ hefði tilraunin samt verið þess eðlis að Finnur Geirsson hafi haft fulla ástæðu til að taka hana alvarlega. Þessu voru verjendurnir Bjarni Hauksson og Jón Egilsson ósammála. Bjarni lýsti tilrauninni sem kjánalegri og að dómgreind og skynsemi hafi hvergi komið við sögu. „Þetta brot er óframkvæmanlegt og fjarstæðukennt og það á enginn að trúa því,“ sagði Jón. „Þetta er eins og þegar krakkar hringja í 112,“ bætti hann við. Báðir mennirnir hafa tekið sig á og um skjólstæðing sinn sagði Bjarni að það yrði „sorglegt að rífa ákærða út úr þeim farvegi með innilokun í fangelsi“. Því væri skilorðsbundin refsing eðlilegust. Mál Sigga hakkara Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari krafðist í gær tíu til tólf mánaða fangelsisdóma yfir tveimur ungum mönnum sem ákærðir eru fyrir að reyna að kúga tíu milljónir króna út úr sælgætisframleiðandanum Nóa Síríusi í ársbyrjun í fyrra. Taldi hann rétt að skilorðsbinda refsinguna að hluta eða öllu leyti. „Líf mitt var í rosalega miklu rugli,“ sagði sá sem talinn er hafa haft veg og vanda af framkvæmdinni við aðalmeðferð þess í gær. Hann hefur raunar játað sök. Sá fullyrti að Sigurður Ingi Þórðarson, sem þekktur er fyrir samvinnu sína við bandarísku Alríkislögregluna í tengslum við Wikileaks-málið, hafi skipulagt kúgunina frá a til ö. Hún fór þannig fram að bréf var sett inn um lúguna á heimili Finns Geirssonar, forstjóra Nóa Síríusar, þar sem hann var krafinn um tíu milljónir króna, ellegar yrði eitruðum súkkulaðistykkjum komið í umferð sem mundi leiða til fjártjóns fyrir fyrirtækið. Með fylgdu tvö Pipp-súkkulaði sem bremsuvökva hafði verið sprautað í. „Sækjandi hefur nú ekki prófað að drekka þetta,“ sagði Helgi Magnús fyrir dómi í gær, en sagðist engu að síður geta ímyndað sér að það væri hvorki hollt né gott. Mennirnir voru svo handteknir á bílastæðinu við Hús verslunarinnar eftir að þeir sóttu pakka sem þeir töldu að innihéldi greiðsluna. „Gæinn bara plataði mig upp úr skónum – ég er bara fórnarlamb hérna,“ sagði annar ungu mannanna um þátt Sigurðar Inga, sem ekki er ákærður í málinu enda voru engar sannanir fyrir aðild hans. Hinn maðurinn neitar sök. Hann viðurkennir að hafa farið með bréfið á heimili Finns og sótt pakkann á bílastæðið en segist hafa talið að um einhvers lags fíkniefnaviðskipti væri að ræða. Helgi Magnús sagði í málflutningi sínum að fjárkúgunartilraunin hefði nú ekki verið neitt „meistarastykki“, en „burtséð frá hálfaumkunarverðum tilburðum ákærðu“ hefði tilraunin samt verið þess eðlis að Finnur Geirsson hafi haft fulla ástæðu til að taka hana alvarlega. Þessu voru verjendurnir Bjarni Hauksson og Jón Egilsson ósammála. Bjarni lýsti tilrauninni sem kjánalegri og að dómgreind og skynsemi hafi hvergi komið við sögu. „Þetta brot er óframkvæmanlegt og fjarstæðukennt og það á enginn að trúa því,“ sagði Jón. „Þetta er eins og þegar krakkar hringja í 112,“ bætti hann við. Báðir mennirnir hafa tekið sig á og um skjólstæðing sinn sagði Bjarni að það yrði „sorglegt að rífa ákærða út úr þeim farvegi með innilokun í fangelsi“. Því væri skilorðsbundin refsing eðlilegust.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira