Níu dánir á Akureyri Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 25. október 2013 06:00 „Alls hafa komið fyrir af mænusótt með máttleysi í Akureyrarhjeraði 31, þar af 9 dánir. Svarfdælahjeraði 13, þar af 7 dánir. Höfðahverfishjeraði, 1 dáinn. Siglufjarðarhjeraði 8, þar af 5 dánir. Reykdælahjeraði 4, þar af 2 dánir.“ Þessi merkilega upptalning blasti við lesendum Morgunblaðsins í júlí 1924. Um allt land veiktust Íslendingar af mænusótt, betur þekkt sem lömunarveiki. Það sem er ekki síst áhugavert við tilvitnunina er hvað hún er hversdagsleg. Á fyrri hluta tuttugustu aldar blossuðu reglulega upp mænusóttarfaraldrar hérlendis. Síðasti faraldurinn gekk yfir landið árin 1955 og 1956 þegar yfir 160 manns lömuðust. Sumir létust. Eftir 1956 var sjúkdómurinn hins vegar nánast óþekktur hérlendis. Skýringin? Það er árið sem farið var að bólusetja gegn mænusótt.Yfir 160.000 bólusetningar frá Íslandi Nú tæpum 60 árum síðar stendur heimsbyggðin frammi fyrir einstöku tækifæri: Möguleikanum á að útrýma sjúkdómnum endanlega úr heiminum. Til þess þurfum við að bólusetja öll börn gegn honum. Bólusetning er eina leiðin – engin lyf eru til við mænusótt. Í september síðastliðnum stóðu UNICEF og Te & kaffi fyrir sameiginlegu átaki þar sem almenningi á Íslandi gafst kostur á að leggja baráttunni gegn mænusótt lið. Móttökurnar voru framar vonum. Alls söfnuðust andvirði 161.787 bólusetninga hér á landi! Starfsfólk kaffihúsanna varð vart við að margir sem styrktu átakið þekktu mænusótt af eigin raun frá því að hún geisaði hér á landi. Í fjölmiðlum steig fram fólk sem enn glímir við afleiðingar þessarar skelfilegu veiki. Enn fleiri gáfu sig fram í kjölfar umfjöllunarinnar. Það hljómar ef til vill eins og tröllvaxið verkefni að útrýma skæðum sjúkdómi endanlega úr heiminum. En það er hægt. Það var gert með bólusótt á sínum tíma og er að takast með mænusótt. Hún er nú einungis landlæg í þremur ríkjum. Árangurinn er engin tilviljun. Hann er afrakstur þrotlausrar baráttu UNICEF, Rótarýhreyfingarinnar á alþjóðavísu, þar á meðal hér á landi, WHO og fleiri sem saman hafa lagt gríðarlegt kapp á að ná til allra barna heims. Árið 1988 lömuðust 350.000 manns um víða veröld vegna mænusóttar en í fyrra voru skráð tilfelli aðeins 225. Tölur þessa árs gefa tilefni til enn frekari bjartsýni. Það er víst hægt að breyta! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
„Alls hafa komið fyrir af mænusótt með máttleysi í Akureyrarhjeraði 31, þar af 9 dánir. Svarfdælahjeraði 13, þar af 7 dánir. Höfðahverfishjeraði, 1 dáinn. Siglufjarðarhjeraði 8, þar af 5 dánir. Reykdælahjeraði 4, þar af 2 dánir.“ Þessi merkilega upptalning blasti við lesendum Morgunblaðsins í júlí 1924. Um allt land veiktust Íslendingar af mænusótt, betur þekkt sem lömunarveiki. Það sem er ekki síst áhugavert við tilvitnunina er hvað hún er hversdagsleg. Á fyrri hluta tuttugustu aldar blossuðu reglulega upp mænusóttarfaraldrar hérlendis. Síðasti faraldurinn gekk yfir landið árin 1955 og 1956 þegar yfir 160 manns lömuðust. Sumir létust. Eftir 1956 var sjúkdómurinn hins vegar nánast óþekktur hérlendis. Skýringin? Það er árið sem farið var að bólusetja gegn mænusótt.Yfir 160.000 bólusetningar frá Íslandi Nú tæpum 60 árum síðar stendur heimsbyggðin frammi fyrir einstöku tækifæri: Möguleikanum á að útrýma sjúkdómnum endanlega úr heiminum. Til þess þurfum við að bólusetja öll börn gegn honum. Bólusetning er eina leiðin – engin lyf eru til við mænusótt. Í september síðastliðnum stóðu UNICEF og Te & kaffi fyrir sameiginlegu átaki þar sem almenningi á Íslandi gafst kostur á að leggja baráttunni gegn mænusótt lið. Móttökurnar voru framar vonum. Alls söfnuðust andvirði 161.787 bólusetninga hér á landi! Starfsfólk kaffihúsanna varð vart við að margir sem styrktu átakið þekktu mænusótt af eigin raun frá því að hún geisaði hér á landi. Í fjölmiðlum steig fram fólk sem enn glímir við afleiðingar þessarar skelfilegu veiki. Enn fleiri gáfu sig fram í kjölfar umfjöllunarinnar. Það hljómar ef til vill eins og tröllvaxið verkefni að útrýma skæðum sjúkdómi endanlega úr heiminum. En það er hægt. Það var gert með bólusótt á sínum tíma og er að takast með mænusótt. Hún er nú einungis landlæg í þremur ríkjum. Árangurinn er engin tilviljun. Hann er afrakstur þrotlausrar baráttu UNICEF, Rótarýhreyfingarinnar á alþjóðavísu, þar á meðal hér á landi, WHO og fleiri sem saman hafa lagt gríðarlegt kapp á að ná til allra barna heims. Árið 1988 lömuðust 350.000 manns um víða veröld vegna mænusóttar en í fyrra voru skráð tilfelli aðeins 225. Tölur þessa árs gefa tilefni til enn frekari bjartsýni. Það er víst hægt að breyta!
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar