Nýi landsliðsþjálfari Króata elskaður og dáður í heimalandinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2013 08:00 Niko Kovac, fyrir miðju, ásamt Lars Lagerbäck og Didier Deschamps, þjálfara Frakka, við dráttinn í umspilið á mánudaginn. Mynd/NordicPhotos/Getty Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í tveimur leikjum um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. Leikið verður í Reykjavík 15. nóvember og í Zagreb 19. nóvember. Nýr þjálfari, Niko Kovac, stýrir Króötum í fyrsta skipti í leikjunum tveimur en miklar vonir eru bundnar við hann. „Þótt hann sé byrjandi var hann leiðtogi sem leikmaður, sannur fyrirliði og elskaður og dáður,“ segir króatíski íþróttafréttamaðurinn Aleksandar Holiga. Kovac spilaði 83 landsleiki fyrir þjóð sína og var í lykilhlutverki með liðinu á HM 2002 og 2006 auk EM 2004 og 2008. Hann lagði skóna á hilluna vorið 2009. Kovac var ráðinn eftir að fráfarandi þjálfari og annar fyrrverandi landsliðsmaður, Igor Stimac, bauðst til að segja starfi sínu lausu. Liðið vann ekki sigur í fjórum síðustu leikjunum í undankeppninni og tapaði í tvígang fyrir Skotum. Holiga segir Stimac bera ábyrgð á slæmu gengi liðsins en sagan sé flóknari en það. Stimac hafi upphaflega ætlað sér forsetastól knattspyrnusambandsins. Zdravko Mamic, forseti Dinamo Zagreb og valdamesti maðurinn í króatískri knattspyrnu, hafi hins vegar séð til þess að Stimac fengi þjálfarastöðuna í staðinn. „Hann fékk Stimac í starfið þótt hann væri reynslulaus. Það reitti almenning til reiði og skapaði slæman anda í kringum landsliðið,“ segir Holiga. Til að byrja með hafi úrslitin verið góð og gefið Stimac andrými þrátt fyrir slæmt andrúmsloft. Almenningur hafi þó smám saman snúist gegn liðinu, fjölmiðlar gagnrýndu hann harðlega og áhorfendum fækkaði. Þeir sem mættu á leikina nýttu tækifærið og mótmæltu störfum Stimac og Mamic harðlega. Að undankeppninni lokinni hafi ekki annað komið til greina en að Stimac hætti. „Hefði Stimac verið áfram við stjórnvölinn hefði ég umhugsunarlaust spáð Íslandi sigri í umspilinu. Ekki aðeins sigri heldur hefði vörninni okkar verið slátrað,“ segir Holiga. Léttir hafi verið fyrir Króata að sleppa við að mæta Frökkum og Svíum. Meiri bjartsýni ríki með nýjum þjálfara og verði allt eðlilegt muni Króatía klára Ísland. Kovac stýrði 21 árs landsliði þjóðarinnar í skamman tíma áður en hann var kallaður til að bjarga karlalandsliðinu. Þótt leikirnir hafi aðeins verið fimm skilaði Kovac fimm sigrum og markatalan var 16-0. „Leikmennirnir hafa flestir spilað með honum í landsliðinu. Þeir bera mikla virðingu fyrir honum eins og nánast allir í Króatíu,“ segir Holiga. Ólíklegt er að honum takist að gjörbreyta spilamennskunni á augabragði en hann bæti andann og fái menn til að vinna saman. „Það er ekki nokkur maður í heiminum betur til þess fallinn á þessari stundu en Niko Kovac.“ Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í tveimur leikjum um laust sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. Leikið verður í Reykjavík 15. nóvember og í Zagreb 19. nóvember. Nýr þjálfari, Niko Kovac, stýrir Króötum í fyrsta skipti í leikjunum tveimur en miklar vonir eru bundnar við hann. „Þótt hann sé byrjandi var hann leiðtogi sem leikmaður, sannur fyrirliði og elskaður og dáður,“ segir króatíski íþróttafréttamaðurinn Aleksandar Holiga. Kovac spilaði 83 landsleiki fyrir þjóð sína og var í lykilhlutverki með liðinu á HM 2002 og 2006 auk EM 2004 og 2008. Hann lagði skóna á hilluna vorið 2009. Kovac var ráðinn eftir að fráfarandi þjálfari og annar fyrrverandi landsliðsmaður, Igor Stimac, bauðst til að segja starfi sínu lausu. Liðið vann ekki sigur í fjórum síðustu leikjunum í undankeppninni og tapaði í tvígang fyrir Skotum. Holiga segir Stimac bera ábyrgð á slæmu gengi liðsins en sagan sé flóknari en það. Stimac hafi upphaflega ætlað sér forsetastól knattspyrnusambandsins. Zdravko Mamic, forseti Dinamo Zagreb og valdamesti maðurinn í króatískri knattspyrnu, hafi hins vegar séð til þess að Stimac fengi þjálfarastöðuna í staðinn. „Hann fékk Stimac í starfið þótt hann væri reynslulaus. Það reitti almenning til reiði og skapaði slæman anda í kringum landsliðið,“ segir Holiga. Til að byrja með hafi úrslitin verið góð og gefið Stimac andrými þrátt fyrir slæmt andrúmsloft. Almenningur hafi þó smám saman snúist gegn liðinu, fjölmiðlar gagnrýndu hann harðlega og áhorfendum fækkaði. Þeir sem mættu á leikina nýttu tækifærið og mótmæltu störfum Stimac og Mamic harðlega. Að undankeppninni lokinni hafi ekki annað komið til greina en að Stimac hætti. „Hefði Stimac verið áfram við stjórnvölinn hefði ég umhugsunarlaust spáð Íslandi sigri í umspilinu. Ekki aðeins sigri heldur hefði vörninni okkar verið slátrað,“ segir Holiga. Léttir hafi verið fyrir Króata að sleppa við að mæta Frökkum og Svíum. Meiri bjartsýni ríki með nýjum þjálfara og verði allt eðlilegt muni Króatía klára Ísland. Kovac stýrði 21 árs landsliði þjóðarinnar í skamman tíma áður en hann var kallaður til að bjarga karlalandsliðinu. Þótt leikirnir hafi aðeins verið fimm skilaði Kovac fimm sigrum og markatalan var 16-0. „Leikmennirnir hafa flestir spilað með honum í landsliðinu. Þeir bera mikla virðingu fyrir honum eins og nánast allir í Króatíu,“ segir Holiga. Ólíklegt er að honum takist að gjörbreyta spilamennskunni á augabragði en hann bæti andann og fái menn til að vinna saman. „Það er ekki nokkur maður í heiminum betur til þess fallinn á þessari stundu en Niko Kovac.“
Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti