Til forseta Ekvador Formenn fimm Vinstri-grænna flokka á Norðurlöndum skrifar 21. október 2013 06:00 Á dögunum gaf Rafael Correa, forseti Ekvador, þá yfirlýsingu að hann hygðist heimila olíuborun í Yasuni-þjóðgarðinum. Yfirlýsingin veldur sárum vonbrigðum en áður höfðu stjórnvöld í Ekvador lýst því yfir að þetta svæði yrði verndað enda væri það mikilvægt fyrir heiminn allan. Gert var svokallað Yasuni ITT-samkomulag sem snerist um að þjóðir heims greiddu Ekvador hluta af þeim fjármunum sem landið hefði annars upp úr olíuborunum en talið er að um fimmtungur olíubirgða Ekvador sé á svæði þjóðgarðsins. Dýra- og plöntulíf í Yasuni-þjóðgarðinum er algerlega einstakt. Þar er að finna ótrúlega fjölbreytta fánu froskdýra eða um 150 mismunandi tegundir, hátt í 400 tegundir fiska og um 600 skráðar fuglategundir. Þarna má finna 110.000 mismunandi skordýrategundir og 117 leðurblökutegundir. Þarna hafast við nokkrar spendýrategundir sem eru taldar í útrýmingarhættu. Plöntu-, trjáa- og jurtaflóra á sér enga hliðstæðu. Á tímum þar sem tegundum fer ört fækkandi og þær álmur náttúrusafna sem geyma útdauðar tegundir stækka hlýtur það að vera kappsmál okkar allra að vernda slík svæði, ekki síst í ljósi þeirra markmiða sem þjóðir heims hafa sett sér um að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni.Þvert á landamæri En málið snýst líka um hvert stefnir í loftslagsmálum. Hlýnun jarðar er stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans. Þar skiptir máli hvaða ákvarðanir eru teknar um allan heim. Á norðurslóðum er nú rætt um hvar og í hve miklum mæli eigi að bora eftir olíu og gasi. Það er ekki sjálfgefið að nýta allar þær auðlindir sem þar kunna að finnast, ekki fremur en í Mið-Ameríku. Sú ákvörðun að raska friðlandi Yasuno-þjóðgarðsins og ráðast í frekari olíuborun er skiljanleg í ljósi skammtíma efnahagshagsmuna en í ljósi langtímahagsmuna er hún óskynsamleg. Olíuborun mun hafa í för með sér óafturkræf umhverfisáhrif, draga úr tækifærum í „náttúruferðamennsku“ (eco-tourism) og hafa áhrif á heilbrigði og heilsu þeirra frumbyggjaflokka sem búa innan þjóðgarðsins. Þá er ekki nefnd aukning á losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta atvik sýnir enn og aftur þörfina á að hugsa um umhverfismál þvert á landamæri. Það á ekki að vera ákvörðun einnar þjóðar að taka slíka áhættu hvað varðar líffræðilega fjölbreytni jarðarinnar allrar. Það sýnir líka að finna þarf nýjar leiðir til að taka á slíkum málum í sameiningu. Það er ljóst að í heimi takmarkaðra auðlinda getum við ekki gert áætlanir sem byggjast á endalausum hagvexti heldur þarf að gera áætlanir sem taka mið af umhverfi og samfélagi. Þarna þarf alþjóðasamfélagið að taka enn virkari þátt en áður til að tryggja að alþjóðasamningum verði fylgt og til að tryggja framtíð mannkyns.Katrín Jakobsdóttir, VG á Íslandi.Paavo Ährinmaaki, VF í Finnlandi.AnnetteVilhelmsen, SF í Danmörku.Audun Lysbakken, SV í Noregi.Högni Höydal, Tjodveldi, Færeyjum Rafael Correa, forseti Ekvador. Fréttablaðið/AP Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum gaf Rafael Correa, forseti Ekvador, þá yfirlýsingu að hann hygðist heimila olíuborun í Yasuni-þjóðgarðinum. Yfirlýsingin veldur sárum vonbrigðum en áður höfðu stjórnvöld í Ekvador lýst því yfir að þetta svæði yrði verndað enda væri það mikilvægt fyrir heiminn allan. Gert var svokallað Yasuni ITT-samkomulag sem snerist um að þjóðir heims greiddu Ekvador hluta af þeim fjármunum sem landið hefði annars upp úr olíuborunum en talið er að um fimmtungur olíubirgða Ekvador sé á svæði þjóðgarðsins. Dýra- og plöntulíf í Yasuni-þjóðgarðinum er algerlega einstakt. Þar er að finna ótrúlega fjölbreytta fánu froskdýra eða um 150 mismunandi tegundir, hátt í 400 tegundir fiska og um 600 skráðar fuglategundir. Þarna má finna 110.000 mismunandi skordýrategundir og 117 leðurblökutegundir. Þarna hafast við nokkrar spendýrategundir sem eru taldar í útrýmingarhættu. Plöntu-, trjáa- og jurtaflóra á sér enga hliðstæðu. Á tímum þar sem tegundum fer ört fækkandi og þær álmur náttúrusafna sem geyma útdauðar tegundir stækka hlýtur það að vera kappsmál okkar allra að vernda slík svæði, ekki síst í ljósi þeirra markmiða sem þjóðir heims hafa sett sér um að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni.Þvert á landamæri En málið snýst líka um hvert stefnir í loftslagsmálum. Hlýnun jarðar er stærsta viðfangsefni stjórnmála samtímans. Þar skiptir máli hvaða ákvarðanir eru teknar um allan heim. Á norðurslóðum er nú rætt um hvar og í hve miklum mæli eigi að bora eftir olíu og gasi. Það er ekki sjálfgefið að nýta allar þær auðlindir sem þar kunna að finnast, ekki fremur en í Mið-Ameríku. Sú ákvörðun að raska friðlandi Yasuno-þjóðgarðsins og ráðast í frekari olíuborun er skiljanleg í ljósi skammtíma efnahagshagsmuna en í ljósi langtímahagsmuna er hún óskynsamleg. Olíuborun mun hafa í för með sér óafturkræf umhverfisáhrif, draga úr tækifærum í „náttúruferðamennsku“ (eco-tourism) og hafa áhrif á heilbrigði og heilsu þeirra frumbyggjaflokka sem búa innan þjóðgarðsins. Þá er ekki nefnd aukning á losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta atvik sýnir enn og aftur þörfina á að hugsa um umhverfismál þvert á landamæri. Það á ekki að vera ákvörðun einnar þjóðar að taka slíka áhættu hvað varðar líffræðilega fjölbreytni jarðarinnar allrar. Það sýnir líka að finna þarf nýjar leiðir til að taka á slíkum málum í sameiningu. Það er ljóst að í heimi takmarkaðra auðlinda getum við ekki gert áætlanir sem byggjast á endalausum hagvexti heldur þarf að gera áætlanir sem taka mið af umhverfi og samfélagi. Þarna þarf alþjóðasamfélagið að taka enn virkari þátt en áður til að tryggja að alþjóðasamningum verði fylgt og til að tryggja framtíð mannkyns.Katrín Jakobsdóttir, VG á Íslandi.Paavo Ährinmaaki, VF í Finnlandi.AnnetteVilhelmsen, SF í Danmörku.Audun Lysbakken, SV í Noregi.Högni Höydal, Tjodveldi, Færeyjum Rafael Correa, forseti Ekvador. Fréttablaðið/AP
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar