Ferðaþjónusta á krossgötum Ari Trausti Guðmundsson skrifar 21. október 2013 06:00 Þegar milljónasti ársgesturinn nálgast í ferðaþjónustunni gerist margt í einu. Þolmörkum er náð á sumum stöðum, umræður um gjaldtöku og höfðatölu (kvóta) magnast og allt í einu hafa fjárfestar augastað á nýjum þjónustu- og gistifyrirtækjum en um áratuga skeið hefur mest af ferðaþjónustunni verið í höndum smárra fyrirtækja, fyrir utan flug og bíla. Þetta kallar á hraðari og vandaða, heildræna stefnumörkun og miklu öflugari stuðning ríkisvaldsins við ferðaþjónustuna. Má þar nefna skipulagsmál, úrbætur á opinberum eignum og landsvæðum og stórbætta stoðþjónustu við ferðamennsku sem atvinnugrein. Meðal brýnna úrlausnarefna er hlutverk leiðsögumanna og launakjör þeirra en ég efa að til sé mikið verr borguð vinna samkvæmt opinberum taxta en leiðsögn á vegum flestra innlendra þjónustufyrirtækja í greininni. Þar verða allir hlutaðeigandi að taka sig saman og auka gæði og styrkja hlutverk leiðsegjenda. Um leið er augljóst að landvarsla og eftirlit með víðtækari heimildum til inngripa en nú er þarf líka að koma til. Fleira vantar. Til þess að minnka akstur og rangar áherslur í umhverfismálum á að láta af þeirri hugmynd að þjónusta við hálendið skuli fyrst og fremst vera í jaðri þess. Það þveröfuga þarf til; fáeinar vel búnar þjónustu- og gistimiðstöðvar með útskálum og fjölþættu leiðakerfi fyrir ökutæki, hesta og gangandi út frá þeim. Nú eru uppi hugmyndir um ýmiss konar nýja afþreyingu, svo sem spíttbraut niður Kambana, fram af Hellisheiði, og kláfferju upp á Esju. Ekki felli ég dóma yfir slíku. Sennilega hafa margir áhuga á að renna sér niður fasta braut í hlíðum hérlendis líkt og víða annars staðar. Og sennilega hafa þeir þrír aðilar sem ég man eftir með stólalyftu- eða kláfhugmyndir, t.d. við Eyjafjörð og inn af Geysi, haft góðar vonir sem ekkert varð úr. Esjan er veðurfarslega erfið og strengjafarartæki eru með fremur lágt stöðvunarmark í vindi (oft miðað við fimm gömul vindstig). Ég hef alltaf undrast af hverju stólalyftur t.d. í Bláfjöllum og á Akureyri hafa ekki verið í notkun á sumrin, t.d. fyrir þá sem vilja njóta útsýnis með þessu móti eða horfa á norðurljós þegar haustar. Hef sjálfur eitt sinn komist með Breta að enda lyftunnar í Bláfjöllum um sumar (fyrir liðlegheit starfsmanna sem unnu að viðgerðum). Fólkið var dolfallið yfir útsýni um Faxaflóa og suðurströndina. Svonefnd Vestnorden-sölustefna hefur verið haldin árlega til skiptis í höfuðborgum á vestnorræna svæðinu síðan 1986. Ég tel tíma vera kominn til að hafa sölustefnuna annað hvert ár en halda vestnorræna ráðstefnu með opnara sniði á móti. Þar kæmu saman aðilar í ferðaþjónustu, ýmsir sérfræðingar, fulltrúar ríkisstofnana, ráðuneyta og þinga, fólk úr sveitarstjórnum og fulltrúar hagsmunasamtaka. Þannig næðist að virkja margan manninn út fyrir ramma hefðbundinnar sölustefnu og heimatilbúinna funda í hverju hinna þriggja landa og efla samskipti og samstarf. Íslenskt frumkvæði þarf til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar milljónasti ársgesturinn nálgast í ferðaþjónustunni gerist margt í einu. Þolmörkum er náð á sumum stöðum, umræður um gjaldtöku og höfðatölu (kvóta) magnast og allt í einu hafa fjárfestar augastað á nýjum þjónustu- og gistifyrirtækjum en um áratuga skeið hefur mest af ferðaþjónustunni verið í höndum smárra fyrirtækja, fyrir utan flug og bíla. Þetta kallar á hraðari og vandaða, heildræna stefnumörkun og miklu öflugari stuðning ríkisvaldsins við ferðaþjónustuna. Má þar nefna skipulagsmál, úrbætur á opinberum eignum og landsvæðum og stórbætta stoðþjónustu við ferðamennsku sem atvinnugrein. Meðal brýnna úrlausnarefna er hlutverk leiðsögumanna og launakjör þeirra en ég efa að til sé mikið verr borguð vinna samkvæmt opinberum taxta en leiðsögn á vegum flestra innlendra þjónustufyrirtækja í greininni. Þar verða allir hlutaðeigandi að taka sig saman og auka gæði og styrkja hlutverk leiðsegjenda. Um leið er augljóst að landvarsla og eftirlit með víðtækari heimildum til inngripa en nú er þarf líka að koma til. Fleira vantar. Til þess að minnka akstur og rangar áherslur í umhverfismálum á að láta af þeirri hugmynd að þjónusta við hálendið skuli fyrst og fremst vera í jaðri þess. Það þveröfuga þarf til; fáeinar vel búnar þjónustu- og gistimiðstöðvar með útskálum og fjölþættu leiðakerfi fyrir ökutæki, hesta og gangandi út frá þeim. Nú eru uppi hugmyndir um ýmiss konar nýja afþreyingu, svo sem spíttbraut niður Kambana, fram af Hellisheiði, og kláfferju upp á Esju. Ekki felli ég dóma yfir slíku. Sennilega hafa margir áhuga á að renna sér niður fasta braut í hlíðum hérlendis líkt og víða annars staðar. Og sennilega hafa þeir þrír aðilar sem ég man eftir með stólalyftu- eða kláfhugmyndir, t.d. við Eyjafjörð og inn af Geysi, haft góðar vonir sem ekkert varð úr. Esjan er veðurfarslega erfið og strengjafarartæki eru með fremur lágt stöðvunarmark í vindi (oft miðað við fimm gömul vindstig). Ég hef alltaf undrast af hverju stólalyftur t.d. í Bláfjöllum og á Akureyri hafa ekki verið í notkun á sumrin, t.d. fyrir þá sem vilja njóta útsýnis með þessu móti eða horfa á norðurljós þegar haustar. Hef sjálfur eitt sinn komist með Breta að enda lyftunnar í Bláfjöllum um sumar (fyrir liðlegheit starfsmanna sem unnu að viðgerðum). Fólkið var dolfallið yfir útsýni um Faxaflóa og suðurströndina. Svonefnd Vestnorden-sölustefna hefur verið haldin árlega til skiptis í höfuðborgum á vestnorræna svæðinu síðan 1986. Ég tel tíma vera kominn til að hafa sölustefnuna annað hvert ár en halda vestnorræna ráðstefnu með opnara sniði á móti. Þar kæmu saman aðilar í ferðaþjónustu, ýmsir sérfræðingar, fulltrúar ríkisstofnana, ráðuneyta og þinga, fólk úr sveitarstjórnum og fulltrúar hagsmunasamtaka. Þannig næðist að virkja margan manninn út fyrir ramma hefðbundinnar sölustefnu og heimatilbúinna funda í hverju hinna þriggja landa og efla samskipti og samstarf. Íslenskt frumkvæði þarf til.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun