Meistari samtímasmásögunnar hlaut Nóbelinn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 11. október 2013 09:00 Alice Munro er fyrsti Kanada-maðurinn sem hlýtur bókmennta-verðlaun Nóbels og þrettánda konan. Mynd/AP Kanadíski smásagnahöfundurinn Alice Munro hlaut í gær bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2013. Munro hefur lengi verið orðuð við verðlaunin og ekki hægt að segja að valið hafi beinlínis komið á óvart, þótt ýmsir aðrir væru taldir líklegri. Alice Ann Munro fæddist í Ontario í Kanada 10. júlí 1931. Hún hefur fyrst og fremst einbeitt sér að smásagnaskrifum og í niðurstöðu dómnefndar Nóbelsverðlaunanna er Munro kölluð meistari samtímasmásögunnar. Hún er fyrsti Kanadamaðurinn sem hlýtur verðlaunin og þrettándi kvenkyns verðlaunahafinn í hópi hundrað og tíu. Fyrsta smásagnasafn hennar, Dance of the Happy Shades, kom út árið 1968 og hlaut ein virtustu bókmenntaverðlaun í Kanada, Governor General‘s Literary Awards, í flokki skáldskapar. Tíu árum síðar hlaut hún þau verðlaun aftur fyrir smásagnasafnið Who do you think you are? og enn árið 1986 fyrir The Progress of Love. Hún hefur einnig hlotið fjölda annarra bókmenntaverðlauna og árið 2009 fékk hún Man Booker-verðlaunin fyrir ævistarf sitt. Frá árinu 1968 hefur Munro gefið út 13 smásagnasöfn og eina skáldsögu, The Lives of Girls and Women, sem reyndar er nokkurs konar sveigur smásagna sem hverfast um sömu persónurnar. Nýjasta bók hennar heitir Dear Life og kom út í fyrra. Engin bóka hennar hefur verið gefin út á íslensku en árið 1985 var lesin upp í RÚV smásagan Rauði kjóllinn eftir hana, í þýðingu Önnu Maríu Þórisdóttur. Einn helsti aðdáandi verka Munro á Íslandi er Maríanna Clara Lúthersdóttir, leikkona og bókmenntafræðingur, sem á allar bækur hennar og þekkir þær út í æsar. Hún er að vonum ánægð með valið á verðlaunahafanum. „Þótt fyrr hefði verið, segi ég nú bara,“ segir Maríanna. „Hún er algjör meistari. Ég veit ekki hvort ástæðan fyrir því að hún hefur ekki fengið þessi verðlaun fyrr er sú að hún skrifar smásögur en mér finnst hafa verið gengið framhjá henni lengi. Stundum er eins og fólki finnist að það að skrifa smásögur sé bara einhvers konar undirbúningur fyrir stóru skáldsöguna, það er mikill misskilningur. Þetta er allt annað listform og hún er meistari þess.“ Maríanna efast hins vegar um að Munro sjálf kippi sér mikið upp við verðlaunaveitinguna. „Ég á ekki von á því að hún sé neitt upprifin, ekki frekar en Doris Lessing var. Það er svo skrítið þegar þeir eru að skella þessum verðlaunum á konur með annan fótinn í gröfinni, liggur mér við að segja, þannig að Munro er örugglega ekki andvaka yfir þessu. Ég gleðst hins vegar yfir því að nú munu fleiri lesa verkin hennar, það er mikið gleðiefni.“ Menning Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Kanadíski smásagnahöfundurinn Alice Munro hlaut í gær bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2013. Munro hefur lengi verið orðuð við verðlaunin og ekki hægt að segja að valið hafi beinlínis komið á óvart, þótt ýmsir aðrir væru taldir líklegri. Alice Ann Munro fæddist í Ontario í Kanada 10. júlí 1931. Hún hefur fyrst og fremst einbeitt sér að smásagnaskrifum og í niðurstöðu dómnefndar Nóbelsverðlaunanna er Munro kölluð meistari samtímasmásögunnar. Hún er fyrsti Kanadamaðurinn sem hlýtur verðlaunin og þrettándi kvenkyns verðlaunahafinn í hópi hundrað og tíu. Fyrsta smásagnasafn hennar, Dance of the Happy Shades, kom út árið 1968 og hlaut ein virtustu bókmenntaverðlaun í Kanada, Governor General‘s Literary Awards, í flokki skáldskapar. Tíu árum síðar hlaut hún þau verðlaun aftur fyrir smásagnasafnið Who do you think you are? og enn árið 1986 fyrir The Progress of Love. Hún hefur einnig hlotið fjölda annarra bókmenntaverðlauna og árið 2009 fékk hún Man Booker-verðlaunin fyrir ævistarf sitt. Frá árinu 1968 hefur Munro gefið út 13 smásagnasöfn og eina skáldsögu, The Lives of Girls and Women, sem reyndar er nokkurs konar sveigur smásagna sem hverfast um sömu persónurnar. Nýjasta bók hennar heitir Dear Life og kom út í fyrra. Engin bóka hennar hefur verið gefin út á íslensku en árið 1985 var lesin upp í RÚV smásagan Rauði kjóllinn eftir hana, í þýðingu Önnu Maríu Þórisdóttur. Einn helsti aðdáandi verka Munro á Íslandi er Maríanna Clara Lúthersdóttir, leikkona og bókmenntafræðingur, sem á allar bækur hennar og þekkir þær út í æsar. Hún er að vonum ánægð með valið á verðlaunahafanum. „Þótt fyrr hefði verið, segi ég nú bara,“ segir Maríanna. „Hún er algjör meistari. Ég veit ekki hvort ástæðan fyrir því að hún hefur ekki fengið þessi verðlaun fyrr er sú að hún skrifar smásögur en mér finnst hafa verið gengið framhjá henni lengi. Stundum er eins og fólki finnist að það að skrifa smásögur sé bara einhvers konar undirbúningur fyrir stóru skáldsöguna, það er mikill misskilningur. Þetta er allt annað listform og hún er meistari þess.“ Maríanna efast hins vegar um að Munro sjálf kippi sér mikið upp við verðlaunaveitinguna. „Ég á ekki von á því að hún sé neitt upprifin, ekki frekar en Doris Lessing var. Það er svo skrítið þegar þeir eru að skella þessum verðlaunum á konur með annan fótinn í gröfinni, liggur mér við að segja, þannig að Munro er örugglega ekki andvaka yfir þessu. Ég gleðst hins vegar yfir því að nú munu fleiri lesa verkin hennar, það er mikið gleðiefni.“
Menning Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira