Frost keppir um Gylltu hauskúpuna Freyr Bjarnason skrifar 7. október 2013 07:00 Reynir Lyngdal og aðalleikkona Frosts, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, á frumsýningu myndarinnar. fréttablaðið/vilhelm „Það er blóðugt að geta ekki verið þarna,“ segir leikstjórinn Reynir Lyngdal. Mynd hans Frost keppir um „hryllingsóskarsverðlaunin“, eða Gylltu hauskúpuna á hinni árlegu hryllingsmyndahátíð Screamfest sem verður haldin í Los Angeles 7. til 18. október. Reynir verður ekki viðstaddur hátíðina vegna anna við upptökur á sjónvarpsþáttaröðinni Hraunið, framhaldi Hamarsins sem var sýnd í Sjónvarpinu fyrir fjórum árum. Reynir er engu að síður mjög ánægður með að komast inn á hátíðina og segir hana réttan stað fyrir myndina. Screamfest hefur verið líkt við Sundance-hátíðina, nema að þar er hryllingurinn í fyrirrúmi. Þar hafa margar frægar myndir verið uppgötvaðar eins og Paranormal Activity. Í sérstakri ráðgjafanefnd hátíðarinnar eru frægir hryllingsmyndaleikstjórar á borð við Wes Craven, Clive Barker, Roy Lee, John Carpenter, Eli Roth og Robe Hooper. Aðspurður segist Reynir lítið vita um Screamfest. „Það eina sem ég veit er að þetta eru stærstu verðlaunin í þessum geira. Myndir, sem njóta velgengni á þessari hátíð, fá yfirleitt góða dreifingu annars staðar. Þetta er stór og mikil nördasamkoma í hryllingsmyndabransanum.“ Í stað Ingvars verður framleiðandinn Ingvar Þórðarson viðstaddur hátíðina. „Það hefði verið áhugavert að kíkja. Þarna er fullt af skrítnum myndum og þær eru örugglega margar flottar. Þetta er hálfgerður hliðarheimur við fínu hátíðirnar. En þetta þykir best í þessum geira,“ segir Reynir. Hugmyndir eru uppi um að endurgera Frost fyrir bandarískan markað en þau mál eru komin skammt á veg. Gerður hefur verið dreifingarsamningur vegna myndarinnar sem nær yfir Bretland, Ungverjaland, Kýpur og Singapúr. Hún verður einnig sýnd í Bandaríkjunum og Kanada áður en hrekkjavakan gengur í garð. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
„Það er blóðugt að geta ekki verið þarna,“ segir leikstjórinn Reynir Lyngdal. Mynd hans Frost keppir um „hryllingsóskarsverðlaunin“, eða Gylltu hauskúpuna á hinni árlegu hryllingsmyndahátíð Screamfest sem verður haldin í Los Angeles 7. til 18. október. Reynir verður ekki viðstaddur hátíðina vegna anna við upptökur á sjónvarpsþáttaröðinni Hraunið, framhaldi Hamarsins sem var sýnd í Sjónvarpinu fyrir fjórum árum. Reynir er engu að síður mjög ánægður með að komast inn á hátíðina og segir hana réttan stað fyrir myndina. Screamfest hefur verið líkt við Sundance-hátíðina, nema að þar er hryllingurinn í fyrirrúmi. Þar hafa margar frægar myndir verið uppgötvaðar eins og Paranormal Activity. Í sérstakri ráðgjafanefnd hátíðarinnar eru frægir hryllingsmyndaleikstjórar á borð við Wes Craven, Clive Barker, Roy Lee, John Carpenter, Eli Roth og Robe Hooper. Aðspurður segist Reynir lítið vita um Screamfest. „Það eina sem ég veit er að þetta eru stærstu verðlaunin í þessum geira. Myndir, sem njóta velgengni á þessari hátíð, fá yfirleitt góða dreifingu annars staðar. Þetta er stór og mikil nördasamkoma í hryllingsmyndabransanum.“ Í stað Ingvars verður framleiðandinn Ingvar Þórðarson viðstaddur hátíðina. „Það hefði verið áhugavert að kíkja. Þarna er fullt af skrítnum myndum og þær eru örugglega margar flottar. Þetta er hálfgerður hliðarheimur við fínu hátíðirnar. En þetta þykir best í þessum geira,“ segir Reynir. Hugmyndir eru uppi um að endurgera Frost fyrir bandarískan markað en þau mál eru komin skammt á veg. Gerður hefur verið dreifingarsamningur vegna myndarinnar sem nær yfir Bretland, Ungverjaland, Kýpur og Singapúr. Hún verður einnig sýnd í Bandaríkjunum og Kanada áður en hrekkjavakan gengur í garð.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira