Fjárlagafrumvarp óvissu og vonbrigða Steingrímur J. Sigfússon skrifar 2. október 2013 08:18 Fram komið fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar veldur vonbrigðum og vekur áhyggjur. Markmiði um jöfnuð í ríkisfjármálum er að vísu náð að nafninu til með millifærslu frá Seðlabanka til ríkissjóðs upp á um 10 milljarða króna. Einnig kemur það ríkisstjórninni til bjargar að 9,4 milljarðar króna munu innheimtast af auðlegðarskatti á árinu 2014, en þá því miður í síðasta sinn. Horfurnar fyrir árin þar á eftir eru dapurlegar. Ríkissjóður verður rekinn á núlli næstu þrjú ár og reyndar versnar afkoman samkvæmt framreikningi í fylgihefti fjárlagafrumvarpsins aftur milli áranna 2015 og 2016. Mestu valda um þær tekjur sem ríkisstjórnin hefur ýmist þegar afsalað ríkissjóði, sbr. stórlækkun á sérstöku veiðigjaldi og brottfall laga um 14% virðisaukaskatt á hótelgistingu sl. vor, eða hyggst afsala ríkissjóði með því að framlengja ekki auðlegðarskatt um áramótin, orkuskatt þegar þar að kemur o.s.frv. Með þessu virðist ríkisstjórnin sjálf hafa höggvið a.m.k. 20 milljarða skarð árlega í ríkisfjármálaáætlun til meðallangs tíma. Enginn vilji virðist til staðar til að afla þá tekna annars staðar á móti, með því eina fráviki sem er bankaskattur á þrotabú fjármálafyrirtækja. Þá er bara tvennt eftir, niðurskurður sem þessu nemur eða meiri hallarekstur ríkissjóðs.Hefur þessi ríkisstjórn efnahagsstefnu? Góðu fréttirnar eru þó þær að fjárlagafrumvarpið og fylgigögn þess sýna að ábyrg ríkisstjórn sem hefði til þess pólitískt þor að verja tekjur ríkisins gæti komið okkur aftur á sporið og inn á svipaða ríkisfjármálaáætlun og fyrri stjórn vann eftir. Út á það gengu ráðleggingar erlendra sérfræðistofnana sl. vor, bæði AGS og OECD. Í stað þess að hlusta var talað með niðrandi hætti um erlendar skammstafanir. Ef áðurnefndum 20 milljörðum króna hefði verið haldið inni í tekjugrunninum og ráðstafanir upp á 5-10 milljarða í viðbót bæst þar við hefði fyllilega mátt halda áætlun. Við hefðum tryggt raunverulegan jöfnuð í rekstri ríkisins og lítilsháttar afgang strax á næsta ári án bókhaldsæfinga. Við hefðum getað haldið áfram að fjárfesta í uppbyggingu innviða með fjárfestingaáætlun og leggja meira til brýnustu forgangsverkefna á sviði velferðarmála eins og þegar var hafið t.d. með stórauknu tækjakaupafé Landspítalans. Útreiðin á þessum málaflokkum í fjárlagafrumvarpinu nýja er ekki falleg. Sérstök fjárveiting til tækjakaupa á LSH og SA er þurrkuð út, viðbótarniðurskurði þar á að mæta með sjúklingasköttum, þ.e. legugjöldum, stuðningi við skapandi greinar og sóknaráætlanir landshlutanna er stútað og rannsóknafé stórskert. Ríkisfjármálaáætlunin sem með fylgir veldur verulegum vonbrigðum og er í reynd ávísun á stöðnun í ríkisfjármálum næstu þrjú árin. Hvernig ætli greiningar- og matsaðilar komi til með að lesa í hana? Næg er nú óvissan samt sem hin fáheyrðu kosningaloforð skópu og matsfyrirtæki hafa þegar gert að óvissuþætti þegar kemur að Íslandi.Hefur þessi ríkisstjórn atvinnustefnu? Fjárlagafrumvarp birtir stefnu ríkisstjórna á margan hátt og ekki aðeins í ríkisfjármálum. Spyrja má t.d. hvað frumvarpið segir okkur um áherslur þessarar ríkisstjórnar í atvinnu- og nýsköpunarmálum? Fjárfestingaáætlun sem byggði á því að efla nýsköpun, rannsóknir og þróun og stuðla að aukinni fjölbreytni er grátt leikin. Hvað nú með skapandi greinar? Hvað með uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar og eflingu þjóðgarða? Hvað með grænar áherslur í atvinnumálum? Meira að segja endurgreiðsla rannsókna- og þróunarkostnaðar hjá sprotafyrirtækjum er skert. Er það bara gamla stóriðjustefnan, gamli dólgakapítalisminn sem á að bjarga okkur?Í hvað fór tíminn? Sem kunnugt er eyddu formenn stjórnarflokkanna svo miklum tíma í vöffluát í vor að þeir urðu að biðja um þrjár vikur í viðbót til að koma fram fjárlagafrumvarpi. Á það var fallist en maður spyr sig; í hvað fór tíminn? Niðurstaðan er merkilega flöt, sbr. að mestu flatan niðurskurð á allan rekstur óháð því hvort um kjarnastarfsemi á sviði velferðarmála er að ræða eða annað. Nú færist vinnan inn fyrir veggi Alþingis og þar mætti með góðum vilja komast aftur á rétta braut. Auðvitað er þetta áfram erfitt og annað gat aldrei verið í spilunum. Tími hreystimennskunnar og kraftaverkanna er liðinn. Hann tilheyrði popúlistunum fyrir kosningar. En, ef allir sameinast og við sem ekki tókum þátt í yfirboðunum bjóðum fram samstarf í stað þess að erfa lýðskrumið, þá geta góðir hlutir gerst. Það er enn hægt að breyta kúrsinum og undirbyggja trausta áætlun sem færir okkur áfram í átt að sjálfbærum ríkisbúskap þannig að hvoru tveggja sé í sjónmáli; við getum haldið áfram uppbyggingu innviða og velferðar og farið að borga niður skuldir ríkisins frá og með árunum 2014-2015. Vilji og ábyrgð er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Fram komið fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar veldur vonbrigðum og vekur áhyggjur. Markmiði um jöfnuð í ríkisfjármálum er að vísu náð að nafninu til með millifærslu frá Seðlabanka til ríkissjóðs upp á um 10 milljarða króna. Einnig kemur það ríkisstjórninni til bjargar að 9,4 milljarðar króna munu innheimtast af auðlegðarskatti á árinu 2014, en þá því miður í síðasta sinn. Horfurnar fyrir árin þar á eftir eru dapurlegar. Ríkissjóður verður rekinn á núlli næstu þrjú ár og reyndar versnar afkoman samkvæmt framreikningi í fylgihefti fjárlagafrumvarpsins aftur milli áranna 2015 og 2016. Mestu valda um þær tekjur sem ríkisstjórnin hefur ýmist þegar afsalað ríkissjóði, sbr. stórlækkun á sérstöku veiðigjaldi og brottfall laga um 14% virðisaukaskatt á hótelgistingu sl. vor, eða hyggst afsala ríkissjóði með því að framlengja ekki auðlegðarskatt um áramótin, orkuskatt þegar þar að kemur o.s.frv. Með þessu virðist ríkisstjórnin sjálf hafa höggvið a.m.k. 20 milljarða skarð árlega í ríkisfjármálaáætlun til meðallangs tíma. Enginn vilji virðist til staðar til að afla þá tekna annars staðar á móti, með því eina fráviki sem er bankaskattur á þrotabú fjármálafyrirtækja. Þá er bara tvennt eftir, niðurskurður sem þessu nemur eða meiri hallarekstur ríkissjóðs.Hefur þessi ríkisstjórn efnahagsstefnu? Góðu fréttirnar eru þó þær að fjárlagafrumvarpið og fylgigögn þess sýna að ábyrg ríkisstjórn sem hefði til þess pólitískt þor að verja tekjur ríkisins gæti komið okkur aftur á sporið og inn á svipaða ríkisfjármálaáætlun og fyrri stjórn vann eftir. Út á það gengu ráðleggingar erlendra sérfræðistofnana sl. vor, bæði AGS og OECD. Í stað þess að hlusta var talað með niðrandi hætti um erlendar skammstafanir. Ef áðurnefndum 20 milljörðum króna hefði verið haldið inni í tekjugrunninum og ráðstafanir upp á 5-10 milljarða í viðbót bæst þar við hefði fyllilega mátt halda áætlun. Við hefðum tryggt raunverulegan jöfnuð í rekstri ríkisins og lítilsháttar afgang strax á næsta ári án bókhaldsæfinga. Við hefðum getað haldið áfram að fjárfesta í uppbyggingu innviða með fjárfestingaáætlun og leggja meira til brýnustu forgangsverkefna á sviði velferðarmála eins og þegar var hafið t.d. með stórauknu tækjakaupafé Landspítalans. Útreiðin á þessum málaflokkum í fjárlagafrumvarpinu nýja er ekki falleg. Sérstök fjárveiting til tækjakaupa á LSH og SA er þurrkuð út, viðbótarniðurskurði þar á að mæta með sjúklingasköttum, þ.e. legugjöldum, stuðningi við skapandi greinar og sóknaráætlanir landshlutanna er stútað og rannsóknafé stórskert. Ríkisfjármálaáætlunin sem með fylgir veldur verulegum vonbrigðum og er í reynd ávísun á stöðnun í ríkisfjármálum næstu þrjú árin. Hvernig ætli greiningar- og matsaðilar komi til með að lesa í hana? Næg er nú óvissan samt sem hin fáheyrðu kosningaloforð skópu og matsfyrirtæki hafa þegar gert að óvissuþætti þegar kemur að Íslandi.Hefur þessi ríkisstjórn atvinnustefnu? Fjárlagafrumvarp birtir stefnu ríkisstjórna á margan hátt og ekki aðeins í ríkisfjármálum. Spyrja má t.d. hvað frumvarpið segir okkur um áherslur þessarar ríkisstjórnar í atvinnu- og nýsköpunarmálum? Fjárfestingaáætlun sem byggði á því að efla nýsköpun, rannsóknir og þróun og stuðla að aukinni fjölbreytni er grátt leikin. Hvað nú með skapandi greinar? Hvað með uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar og eflingu þjóðgarða? Hvað með grænar áherslur í atvinnumálum? Meira að segja endurgreiðsla rannsókna- og þróunarkostnaðar hjá sprotafyrirtækjum er skert. Er það bara gamla stóriðjustefnan, gamli dólgakapítalisminn sem á að bjarga okkur?Í hvað fór tíminn? Sem kunnugt er eyddu formenn stjórnarflokkanna svo miklum tíma í vöffluát í vor að þeir urðu að biðja um þrjár vikur í viðbót til að koma fram fjárlagafrumvarpi. Á það var fallist en maður spyr sig; í hvað fór tíminn? Niðurstaðan er merkilega flöt, sbr. að mestu flatan niðurskurð á allan rekstur óháð því hvort um kjarnastarfsemi á sviði velferðarmála er að ræða eða annað. Nú færist vinnan inn fyrir veggi Alþingis og þar mætti með góðum vilja komast aftur á rétta braut. Auðvitað er þetta áfram erfitt og annað gat aldrei verið í spilunum. Tími hreystimennskunnar og kraftaverkanna er liðinn. Hann tilheyrði popúlistunum fyrir kosningar. En, ef allir sameinast og við sem ekki tókum þátt í yfirboðunum bjóðum fram samstarf í stað þess að erfa lýðskrumið, þá geta góðir hlutir gerst. Það er enn hægt að breyta kúrsinum og undirbyggja trausta áætlun sem færir okkur áfram í átt að sjálfbærum ríkisbúskap þannig að hvoru tveggja sé í sjónmáli; við getum haldið áfram uppbyggingu innviða og velferðar og farið að borga niður skuldir ríkisins frá og með árunum 2014-2015. Vilji og ábyrgð er allt sem þarf.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun