Myndgreining á Landspítala í kröppum sjó Læknar á Landspítala skrifar 20. september 2013 06:00 Undanfarið hafa málefni Landspítala verið endurtekið til umræðu í fjölmiðlum. Hæst hefur borið bráðavanda lyflækningasviðs sem m.a. stríðir við alvarlegan skort á vinnuafli, einkum deildarlæknum en einnig atgervisflótta sérfræðinga. Í þessari umræðu hefur ekki farið jafn hátt að ýmsar aðrar deildir spítalans eiga undir högg að sækja. Ein þeirra er myndgreiningardeild Landspítalans, sem er ein stærsta deild sjúkrahússins og jafnframt ein mikilvægasta stoðdeild þess. Þessi grein er rituð til að vekja athygli á alvarlegum vanda sem þar er við að etja. Stór hluti sjúklinga sem koma á bráðamóttöku og nær allir sjúklingar sem leggjast inn á gjörgæslu, á lyflækningasvið og skurðlækningasvið Landspítala þurfa á myndgreiningu að halda. Á myndgreiningardeildinni eru framkvæmdar í kringum 120 þúsund rannsóknir árlega, allt frá hefðbundnum röntgenmyndum af beinum og lungum til sérhæfðra segulómana af heila og hjarta. Á deildina koma einnig sjúklingar til meðferðar, t.d. á æðaþrengslum og ósæðargúlum. Starfsemi deildarinnar er illu heilli tvískipt, annars vegar í Fossvogi og hins vegar við Hringbraut. Þessi skipting hefur mikið óhagræði í för með sér, bæði hvað varðar dýran tækjabúnað sem þyrfti að vera til staðar á báðum stöðum og einnig hvað varðar mönnun deildarinnar og fyrirkomulag vakta. Skipting deildarinnar hamlar einnig framþróun í starfi deildarinnar og nauðsynlegri sérhæfingu.Álag aukist um 50% Frá árinu 2008 hefur sérfræðilæknum á myndgreiningardeild Landspítala fækkað úr 19 í 14. Á sama tíma hefur fækkað verulega í hópi deildarlækna en þeir stunda fyrri hluta sérnáms síns á deildinni. Verkefni deildarinnar hafa hins vegar aukist á síðustu árum og orðið flóknari. Þannig hefur mælanlegt álag á sérfræðilækna deildarinnar aukist um 50% á síðustu fimm árum. Ef heldur fram sem horfir er ljóst að myndgreiningardeildin mun ekki geta sinnt þeirri þjónustu sem henni er ætlað að veita. Slík staða hefur lamandi áhrif á greiningu og meðferð sjúklinga sem koma á bráðamóttöku eða liggja á gjörgæslu, barnaspítala, lyf- eða skurðdeildum og lengir innlagnartíma. Slíkt ástand er óásættanlegt fyrir myndgreiningardeild LSH. Erlendis er myndgreining víða á meðal vinsælustu sérgreina í læknisfræði, enda í mikilli og spennandi þróun. Tækninni fleygir fram og nútímamyndgreining verður sífellt mikilvægari í þjónustu við sjúklinga og meðferð sjúkdóma. Þrátt fyrir það hefur orðið fækkun deildarlækna í framhaldsnámi við myndgreiningardeildina. Þetta veldur verulegum áhyggjum af framtíð sérgreinarinnar hér á landi. Ljóst er að sá skortur á mannafla og aðstöðu sem nú er til staðar er ekki til þess fallinn að stuðla að nýliðun, enda hætt við að kennsla og vísindastörf sitji á hakanum við slíkar aðstæður, líkt og gæða- og öryggismál. Það mikla álag sem hvílir á herðum þeirra sérfræðinga sem eru í vinnu eykur hættuna á því að fleiri úr þeirra röðum segi upp störfum eða minnki starfshlutfall sitt. Næg vinna er í boði hér heima, m.a. á einkastofum. Íslenskir sérfræðingar í myndgreiningu eru eftirsóttur starfskraftur í nágrannalöndum okkar, sérstaklega í Noregi og Svíþjóð, enda menntaðir við bestu háskólasjúkrahús erlendis. Einnig hafa framfarir í flutningi rafrænna gagna (fjarlækningar) leitt til þess að auðvelt er að flytja myndir á netinu og eru íslenskir sérfræðingar í auknum mæli farnir að lesa úr myndgreiningarrannsóknum frá erlendum sjúkrahúsum heima hjá sér. Samkeppnin um starfskrafta þessara sérhæfðu lækna er því hörð og í þeirri samkeppni fer Landspítali því miður halloka.Ófullnægjandi endurnýjun Ofan á manneklu bætist að endurnýjun tækja er ófullnægjandi. Flókinn tækjabúnaður úreldist á fáeinum árum og há bilanatíðni eldri tækja getur skapað hættu fyrir sjúklinga. Fullkomin myndgreiningartæki eru forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á bestu læknismeðferð, t.d. við greiningu og meðferð slasaðra, við greiningu sjúkdóma í hjarta, heila, lungum og meltingarfærum og við undirbúning flókinna skurðaðgerða. Flestar deildir sjúkrahússins eru því afar háðar þjónustu myndgreiningardeildar, sem þarf að hafa nægilega mönnun og fullnægjandi tækjabúnað til að geta veitt þessa sérhæfðu þjónustu. Þessari óheillaþróun sem að ofan er lýst verður því að snúa við hið snarasta. Þótt nýlegar yfirlýsingar heilbrigðisráðherra og stjórnenda LSH um aðgerðir til að bæta stöðu lyflækningasviðs séu mikilvægt skref í rétta átt, er ljóst að þær leysa ekki vanda myndgreiningardeildar, sem er í raun orðinn bráðavandi. Meira þarf að koma til. Annars er hætt við frekari áföllum, sem hafa lamandi áhrif á aðrar deildir sjúkrahússins sem eru þegar í miklu ölduróti og mega ekki við frekari ágjöfum.Pétur Hannesson yfirlæknir á myndgreiningardeild LSH og klínískur dósent í myndgreininguMaríanna Garðarsdóttir sérfræðingur og aðjúnkt í myndgreiningu og formaður Félags íslenskra röntgenlæknaBrynjólfur Mogensen yfirlæknir á LSH og dósent í bráðalækningumGísli H. Sigurðsson yfirlæknir á LSH og prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningumÁsgeir Haraldsson yfirlæknir á LSH og prófessor í barnalækningumGuðmundur Þorgeirsson yfirlæknir á LSH og prófessor í lyflækningumTómas Guðbjartsson yfirlæknir á LSH og prófessor í skurðlækningum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa málefni Landspítala verið endurtekið til umræðu í fjölmiðlum. Hæst hefur borið bráðavanda lyflækningasviðs sem m.a. stríðir við alvarlegan skort á vinnuafli, einkum deildarlæknum en einnig atgervisflótta sérfræðinga. Í þessari umræðu hefur ekki farið jafn hátt að ýmsar aðrar deildir spítalans eiga undir högg að sækja. Ein þeirra er myndgreiningardeild Landspítalans, sem er ein stærsta deild sjúkrahússins og jafnframt ein mikilvægasta stoðdeild þess. Þessi grein er rituð til að vekja athygli á alvarlegum vanda sem þar er við að etja. Stór hluti sjúklinga sem koma á bráðamóttöku og nær allir sjúklingar sem leggjast inn á gjörgæslu, á lyflækningasvið og skurðlækningasvið Landspítala þurfa á myndgreiningu að halda. Á myndgreiningardeildinni eru framkvæmdar í kringum 120 þúsund rannsóknir árlega, allt frá hefðbundnum röntgenmyndum af beinum og lungum til sérhæfðra segulómana af heila og hjarta. Á deildina koma einnig sjúklingar til meðferðar, t.d. á æðaþrengslum og ósæðargúlum. Starfsemi deildarinnar er illu heilli tvískipt, annars vegar í Fossvogi og hins vegar við Hringbraut. Þessi skipting hefur mikið óhagræði í för með sér, bæði hvað varðar dýran tækjabúnað sem þyrfti að vera til staðar á báðum stöðum og einnig hvað varðar mönnun deildarinnar og fyrirkomulag vakta. Skipting deildarinnar hamlar einnig framþróun í starfi deildarinnar og nauðsynlegri sérhæfingu.Álag aukist um 50% Frá árinu 2008 hefur sérfræðilæknum á myndgreiningardeild Landspítala fækkað úr 19 í 14. Á sama tíma hefur fækkað verulega í hópi deildarlækna en þeir stunda fyrri hluta sérnáms síns á deildinni. Verkefni deildarinnar hafa hins vegar aukist á síðustu árum og orðið flóknari. Þannig hefur mælanlegt álag á sérfræðilækna deildarinnar aukist um 50% á síðustu fimm árum. Ef heldur fram sem horfir er ljóst að myndgreiningardeildin mun ekki geta sinnt þeirri þjónustu sem henni er ætlað að veita. Slík staða hefur lamandi áhrif á greiningu og meðferð sjúklinga sem koma á bráðamóttöku eða liggja á gjörgæslu, barnaspítala, lyf- eða skurðdeildum og lengir innlagnartíma. Slíkt ástand er óásættanlegt fyrir myndgreiningardeild LSH. Erlendis er myndgreining víða á meðal vinsælustu sérgreina í læknisfræði, enda í mikilli og spennandi þróun. Tækninni fleygir fram og nútímamyndgreining verður sífellt mikilvægari í þjónustu við sjúklinga og meðferð sjúkdóma. Þrátt fyrir það hefur orðið fækkun deildarlækna í framhaldsnámi við myndgreiningardeildina. Þetta veldur verulegum áhyggjum af framtíð sérgreinarinnar hér á landi. Ljóst er að sá skortur á mannafla og aðstöðu sem nú er til staðar er ekki til þess fallinn að stuðla að nýliðun, enda hætt við að kennsla og vísindastörf sitji á hakanum við slíkar aðstæður, líkt og gæða- og öryggismál. Það mikla álag sem hvílir á herðum þeirra sérfræðinga sem eru í vinnu eykur hættuna á því að fleiri úr þeirra röðum segi upp störfum eða minnki starfshlutfall sitt. Næg vinna er í boði hér heima, m.a. á einkastofum. Íslenskir sérfræðingar í myndgreiningu eru eftirsóttur starfskraftur í nágrannalöndum okkar, sérstaklega í Noregi og Svíþjóð, enda menntaðir við bestu háskólasjúkrahús erlendis. Einnig hafa framfarir í flutningi rafrænna gagna (fjarlækningar) leitt til þess að auðvelt er að flytja myndir á netinu og eru íslenskir sérfræðingar í auknum mæli farnir að lesa úr myndgreiningarrannsóknum frá erlendum sjúkrahúsum heima hjá sér. Samkeppnin um starfskrafta þessara sérhæfðu lækna er því hörð og í þeirri samkeppni fer Landspítali því miður halloka.Ófullnægjandi endurnýjun Ofan á manneklu bætist að endurnýjun tækja er ófullnægjandi. Flókinn tækjabúnaður úreldist á fáeinum árum og há bilanatíðni eldri tækja getur skapað hættu fyrir sjúklinga. Fullkomin myndgreiningartæki eru forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á bestu læknismeðferð, t.d. við greiningu og meðferð slasaðra, við greiningu sjúkdóma í hjarta, heila, lungum og meltingarfærum og við undirbúning flókinna skurðaðgerða. Flestar deildir sjúkrahússins eru því afar háðar þjónustu myndgreiningardeildar, sem þarf að hafa nægilega mönnun og fullnægjandi tækjabúnað til að geta veitt þessa sérhæfðu þjónustu. Þessari óheillaþróun sem að ofan er lýst verður því að snúa við hið snarasta. Þótt nýlegar yfirlýsingar heilbrigðisráðherra og stjórnenda LSH um aðgerðir til að bæta stöðu lyflækningasviðs séu mikilvægt skref í rétta átt, er ljóst að þær leysa ekki vanda myndgreiningardeildar, sem er í raun orðinn bráðavandi. Meira þarf að koma til. Annars er hætt við frekari áföllum, sem hafa lamandi áhrif á aðrar deildir sjúkrahússins sem eru þegar í miklu ölduróti og mega ekki við frekari ágjöfum.Pétur Hannesson yfirlæknir á myndgreiningardeild LSH og klínískur dósent í myndgreininguMaríanna Garðarsdóttir sérfræðingur og aðjúnkt í myndgreiningu og formaður Félags íslenskra röntgenlæknaBrynjólfur Mogensen yfirlæknir á LSH og dósent í bráðalækningumGísli H. Sigurðsson yfirlæknir á LSH og prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningumÁsgeir Haraldsson yfirlæknir á LSH og prófessor í barnalækningumGuðmundur Þorgeirsson yfirlæknir á LSH og prófessor í lyflækningumTómas Guðbjartsson yfirlæknir á LSH og prófessor í skurðlækningum
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar