Starfsfólk ÍSÍ fór að hlæja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2013 07:00 Jón Axel ásamt David Ferrer í Valencia. Mynd/Aðsend Jón Axel Jónsson lauk á dögunum hæstu þjálfaragráðu í tennis. Hann segir að bæta þurfi aðstöðu til muna á Íslandi til að geta fjölgað afreksfólki í íþróttinni. „Við vorum að þjálfa efnilegustu krakka í heimi. Þetta var virkilega skemmtilegt og ég lærði ekkert smá mikið af þessu,“ segir Jón Axel Jónsson. Tenniskappinn af Álftanesi er útskrifaður með þriðju og um leið hæstu þjálfaragráðu Alþjóðatennissambandsins, ITF, en hann dvaldi í Valencia á Spáni í sex vikur í sumar. Jón Axel fékk styrk frá Alþjóðaólympíusambandinu til þess að sækja námskeiðið en aðeins átta til tólf manns fá styrkinn á hverju ári. Hann sótti um styrkinn í gegnum ITF, fékk staðfestingu á að styrkurinn hefði fengist og hélt í kjölfarið í höfuðstöðvar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. „Þau hlógu að mér fyrst,“ segir Jón Axel en starfsfólk ÍSÍ var ekki að kaupa að hann hefði fengið styrkinn. Afar sjaldgæft er að Íslendingar fái viðkomandi styrk og átti það greinilega ekki von á að þjálfari úr tennisheiminum hefði fengið hann.Jón Axel í Tennishöllinni í Kópavogi.Fréttablaðið/StefánHentu í mig 15-20 bókum Þjálfarabúðirnar voru tvískiptar. Annars vegar voru þjálfaraefnin úti á velli til þrjú á daginn að þjálfa fyrrnefnda tennisiðkendur. Ein frægasta tennisakademía í heimi er í Valencia þar sem bæði margt af besta og efnilegasta tennisfólki heims er við æfingar. Síðdegis tók við bóklegi þátturinn. „Þeir hentu í mig 15-20 bókum,“ segir Jón Axel sem sat við lestur langt fram á kvöld. Í hverri viku var ákveðið þema og í lok hennar fór fram próf. Standast þurfti öll prófin til þess að öðlast réttindin. Jón Axel og landsliðsþjálfari Eista voru þeir einu sem tóku hæstu gráðuna í sumar en auk þess var landsliðsþjálfari Paragvæ að taka næsthæstu gráðuna. Jón Axel hefur áður menntað sig sem þjálfari í Bandaríkjunum þar sem hann var í háskóla. Jón Axel segir að vikan þar sem líffræði var tekin fyrir hafi verið langerfiðust. Þar var skoðað hvernig líkamar iðkenda væru misjafnir miðað við kyn og aldur. „Það var langerfiðasta prófið og ég hef sjaldan verið jafnstressaður,“ segir Jón Axel, sem lauk öllum prófunum með sóma. Hann þurfi reyndar að bíða í nokkrar vikur eftir heimkomuna en niðurstöðurnar skiluðu sér í síðustu viku. Í æfingabúðunum hitti Jón Axel meðal annars fyrir Spánverjann David Ferrer og hina ítölsku Söru Errani. Jón fylgdist með þeim á vellinum og kynntist þjálfara Ferrers. Hann ber þeim vel söguna.Ferrer út á akri að hlaupa „Hann er hrokalaus, grínaðist í öllum og gaf af sér til krakkanna,“ segir Jón Axel. Það er nánast einsdæmi að hans mati enda haldi flestir af þeim bestu sig út af fyrir sig. Eftir æfingar einn daginn voru Jón og krakkarnir á leiðinni heim í rútu enda hitinn nærri fjörutíu gráðum. „Þá fór hann að hlaupa úti á ökrunum. Ég hef aldrei séð svona hörku áður.“ Jón Axel er einn af landsliðsþjálfurum Íslands og afar virkur í öllu tennisstarfi, sem fer að stærstum hluta ársins fram í Tennishöllinni í Kópavogi. Þar eru þrír vellir en Jón Axel segir fleiri velli þurfa til að tennis geti vaxið og krakkarnir geti bætt sig. Markmiðið sé að koma iðkanda á alþjóðastyrkleikalista. Margt þurfi að koma til þess að það takist. „Það er stútfullt í Tennishöllinni allan daginn. Við mætum á æfingar klukkan 6.30 til þess að fá tíma fyrir krakkana,“ segir Jón Axel. Hann segir líka tíma til kominn að meiri skilningur sé sýndur hjá skólayfirvöldum gagnvart efnilegum íþróttaiðkendum. „Það eru engir skólar á Íslandi sem vinna almennilega með íþróttum,“ segir Jón Axel. Hann bendir á að ytra geti iðkendur verið í skóla þar sem bæði sé lögð áhersla á menntun og krökkum gefinn kostur á að æfa íþrótt sína af kappi. Tennis Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Jón Axel Jónsson lauk á dögunum hæstu þjálfaragráðu í tennis. Hann segir að bæta þurfi aðstöðu til muna á Íslandi til að geta fjölgað afreksfólki í íþróttinni. „Við vorum að þjálfa efnilegustu krakka í heimi. Þetta var virkilega skemmtilegt og ég lærði ekkert smá mikið af þessu,“ segir Jón Axel Jónsson. Tenniskappinn af Álftanesi er útskrifaður með þriðju og um leið hæstu þjálfaragráðu Alþjóðatennissambandsins, ITF, en hann dvaldi í Valencia á Spáni í sex vikur í sumar. Jón Axel fékk styrk frá Alþjóðaólympíusambandinu til þess að sækja námskeiðið en aðeins átta til tólf manns fá styrkinn á hverju ári. Hann sótti um styrkinn í gegnum ITF, fékk staðfestingu á að styrkurinn hefði fengist og hélt í kjölfarið í höfuðstöðvar Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. „Þau hlógu að mér fyrst,“ segir Jón Axel en starfsfólk ÍSÍ var ekki að kaupa að hann hefði fengið styrkinn. Afar sjaldgæft er að Íslendingar fái viðkomandi styrk og átti það greinilega ekki von á að þjálfari úr tennisheiminum hefði fengið hann.Jón Axel í Tennishöllinni í Kópavogi.Fréttablaðið/StefánHentu í mig 15-20 bókum Þjálfarabúðirnar voru tvískiptar. Annars vegar voru þjálfaraefnin úti á velli til þrjú á daginn að þjálfa fyrrnefnda tennisiðkendur. Ein frægasta tennisakademía í heimi er í Valencia þar sem bæði margt af besta og efnilegasta tennisfólki heims er við æfingar. Síðdegis tók við bóklegi þátturinn. „Þeir hentu í mig 15-20 bókum,“ segir Jón Axel sem sat við lestur langt fram á kvöld. Í hverri viku var ákveðið þema og í lok hennar fór fram próf. Standast þurfti öll prófin til þess að öðlast réttindin. Jón Axel og landsliðsþjálfari Eista voru þeir einu sem tóku hæstu gráðuna í sumar en auk þess var landsliðsþjálfari Paragvæ að taka næsthæstu gráðuna. Jón Axel hefur áður menntað sig sem þjálfari í Bandaríkjunum þar sem hann var í háskóla. Jón Axel segir að vikan þar sem líffræði var tekin fyrir hafi verið langerfiðust. Þar var skoðað hvernig líkamar iðkenda væru misjafnir miðað við kyn og aldur. „Það var langerfiðasta prófið og ég hef sjaldan verið jafnstressaður,“ segir Jón Axel, sem lauk öllum prófunum með sóma. Hann þurfi reyndar að bíða í nokkrar vikur eftir heimkomuna en niðurstöðurnar skiluðu sér í síðustu viku. Í æfingabúðunum hitti Jón Axel meðal annars fyrir Spánverjann David Ferrer og hina ítölsku Söru Errani. Jón fylgdist með þeim á vellinum og kynntist þjálfara Ferrers. Hann ber þeim vel söguna.Ferrer út á akri að hlaupa „Hann er hrokalaus, grínaðist í öllum og gaf af sér til krakkanna,“ segir Jón Axel. Það er nánast einsdæmi að hans mati enda haldi flestir af þeim bestu sig út af fyrir sig. Eftir æfingar einn daginn voru Jón og krakkarnir á leiðinni heim í rútu enda hitinn nærri fjörutíu gráðum. „Þá fór hann að hlaupa úti á ökrunum. Ég hef aldrei séð svona hörku áður.“ Jón Axel er einn af landsliðsþjálfurum Íslands og afar virkur í öllu tennisstarfi, sem fer að stærstum hluta ársins fram í Tennishöllinni í Kópavogi. Þar eru þrír vellir en Jón Axel segir fleiri velli þurfa til að tennis geti vaxið og krakkarnir geti bætt sig. Markmiðið sé að koma iðkanda á alþjóðastyrkleikalista. Margt þurfi að koma til þess að það takist. „Það er stútfullt í Tennishöllinni allan daginn. Við mætum á æfingar klukkan 6.30 til þess að fá tíma fyrir krakkana,“ segir Jón Axel. Hann segir líka tíma til kominn að meiri skilningur sé sýndur hjá skólayfirvöldum gagnvart efnilegum íþróttaiðkendum. „Það eru engir skólar á Íslandi sem vinna almennilega með íþróttum,“ segir Jón Axel. Hann bendir á að ytra geti iðkendur verið í skóla þar sem bæði sé lögð áhersla á menntun og krökkum gefinn kostur á að æfa íþrótt sína af kappi.
Tennis Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast